Körfubolti

Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steph Curry er einstakur körfuboltamaður.
Steph Curry er einstakur körfuboltamaður. vísir/getty

Netheimar loguðu um helgina eftir að Stephen Curry hafði sett niður ótrúlegt skot í upphitun. Í gær kom svo í ljós að skotið fór alls ekki ofan í eftir allt saman.

Curry er ein besta, ef ekki besta, skytta sögunnar og hefur lengi haft gaman af því að reyna sig við ótrúleg skot í upphitun.

Að þessu sinni kastaði hann boltanum frá göngunum og yfir allan völlinn. Allt ætlaði síðan um koll að keyra er boltinn virtist fara ofan í.

Það var aftur á móti verið að taka skotið upp frá öðrum sjónarhornum. Netið sveiflaðist svo sannarlega eins og boltinn hefði farið ofan í en það var af því að boltinn fór utan á netið eins og sjá má að neðan.

Svekkjandi fyrir Curry en tilraunin frábær engu að síður.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×