Tengja árásir stríðsrekstri 19. júlí 2005 00:01 Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Í skýrslu breskrar rannsóknarstofnunar frá í gær var komist að sömu niðurstöðu, en breskir ráðamenn vísa þessu með öllu á bug og benda á að árásirnar ellefta september 2001 hafi verið gerðar áður en nokkur stríðsrekstur hófst. Almenningur virðist líta málið öðrum augum. Þá sýnir könnun Guardian að þrír af hverjum fjórum telja líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Í skýrslu Chatham House stofnunarinnar í gær voru yfirvöld gagnrýnd fyrir að hafa sofið á verðinum gagnvart íslömskum hryðjuverkamönnum þar til seint á síðasta áratug, en uppljóstranir New York Times í dag benda til þess að blundað hafi verið þar til fyrir nokkrum vikum. Í blaðinu er fullyrt að breska leyniþjónustan hafi komist að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. New York Times vitnar í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar máli sínu til stuðnings. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Leitin að sökudólgunum og höfuðpaurum hryðjuverkahópsins í London heldur áfram. Tuttugu og fimm voru handteknir í Pakistan í nótt í tengslum við rannsókn á aðild pakistanskra borgara að hryðjuverkunum. Flestir voru mennirnir handteknir í Punjab og eru þeir sagðir tilheyra bönnuðum hópum harðlínu-íslamista. Hryðjuverkamennirnir í London höfðu flestir dvalið í Pakistan einhvern tíma undanfarin tvö ár og er talið víst að þeir hafi þar átt samskipti við þekkta öfgamenn. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretands hefur ákveðið að verja röskum tveim milljörðum króna aukalega í baráttuna gegn hryðjuverkum. Helmingur peninganna fer beint til fórnarlamba árásanna, en hinn helmingurinn fer í að efla löggæslu. Þá hefur náðst samkomulag milli Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðu flokkanna í Bretlandi um aðgerðir gegn hryðjuverkum í framtíðinni og vonast er til að ný lög um hryðjuverk fari í gegnum breska þingið í desember. Almenningur virðist vera á því að taka eigi hart á öfgamönnum sem hvetja til illra verka. Í könnun Guardian voru yfir sjötíu prósent á því að vísa ætti múslímum, sem stunda haturssáróður, úr landi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Í skýrslu breskrar rannsóknarstofnunar frá í gær var komist að sömu niðurstöðu, en breskir ráðamenn vísa þessu með öllu á bug og benda á að árásirnar ellefta september 2001 hafi verið gerðar áður en nokkur stríðsrekstur hófst. Almenningur virðist líta málið öðrum augum. Þá sýnir könnun Guardian að þrír af hverjum fjórum telja líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Í skýrslu Chatham House stofnunarinnar í gær voru yfirvöld gagnrýnd fyrir að hafa sofið á verðinum gagnvart íslömskum hryðjuverkamönnum þar til seint á síðasta áratug, en uppljóstranir New York Times í dag benda til þess að blundað hafi verið þar til fyrir nokkrum vikum. Í blaðinu er fullyrt að breska leyniþjónustan hafi komist að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. New York Times vitnar í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar máli sínu til stuðnings. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Leitin að sökudólgunum og höfuðpaurum hryðjuverkahópsins í London heldur áfram. Tuttugu og fimm voru handteknir í Pakistan í nótt í tengslum við rannsókn á aðild pakistanskra borgara að hryðjuverkunum. Flestir voru mennirnir handteknir í Punjab og eru þeir sagðir tilheyra bönnuðum hópum harðlínu-íslamista. Hryðjuverkamennirnir í London höfðu flestir dvalið í Pakistan einhvern tíma undanfarin tvö ár og er talið víst að þeir hafi þar átt samskipti við þekkta öfgamenn. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretands hefur ákveðið að verja röskum tveim milljörðum króna aukalega í baráttuna gegn hryðjuverkum. Helmingur peninganna fer beint til fórnarlamba árásanna, en hinn helmingurinn fer í að efla löggæslu. Þá hefur náðst samkomulag milli Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðu flokkanna í Bretlandi um aðgerðir gegn hryðjuverkum í framtíðinni og vonast er til að ný lög um hryðjuverk fari í gegnum breska þingið í desember. Almenningur virðist vera á því að taka eigi hart á öfgamönnum sem hvetja til illra verka. Í könnun Guardian voru yfir sjötíu prósent á því að vísa ætti múslímum, sem stunda haturssáróður, úr landi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira