
Sport
Sigur hjá U-18 í fótbolta
Íslenska ungmennalandsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri í knattspyrnu sigraði Tyrki fyrr í dag 3-1. Leikurinn var jafn í byrjun en eftir að leikmanni Tyrkja var vikið af leikvelli á 12. mín var íslenska liðið sterkara og komst yfir á 19. mínútu með marki Birkis Bjarnasonar. Eggert Gunnþór Jónsson skoraði annað mark á 68. mínútu og skömmu síðar varði Þórður Ingason vítaspyrnu Trykja. Elvar Freyr Arnþórsson skoraði þriðja mark Íslands á 74. mín áður en Tyrkir skorðuð á lokamínútunum. Mótið er liður í Opnu Norðulandamóti. Næsti leikur okkar manna er gegn Svíjum á fimmtudag.