Dermot Gallagher dæmdi á Íslandi 24. júlí 2005 00:01 Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum á laugardaginn. Blaðamaður spurði Gallagher hvernig stæði á því að úrvalsdeildardómari væri kominn til Íslands að dæma yngriflokkaleiki. "Mótshaldararnir höfðu samband við Gylfa Orrason og spurðu hann hvort hann gæti útvegað dómara úr ensku úrvalsdeildinni til að koma og dæma á mótinu. Hann hafði í framhaldi af því samband við mig, því við höfum þekkst í nokkur ár og ég sló til af því þessi tímasetning hentaði mér prýðilega. Ég er búinn að vera í löngum og ströngum æfingabúðum á síðustu vikum, einsskonar herbúðum eiginlega. Þar er vaknað eldsnemma á morgnana og púlað fram eftir degi, svo að ég leit á það að koma hingað og dæma nokkra leiki til að ná mér niður eftir æfingabúðirnar. Þær eru samt bara ný yfirstaðnar og ég er því hálf slapplegur ennþá," sagði Gallagher hlæjandi. "Það er gaman að koma hingað aftur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem til Íslands, ég hef dæmt einn Evrópuleik hérna og svo dæmdi ég landsleik hérna ekki fyrir löngu. Mér líst ágætlega á þessa krakka sem eru að spila hérna og mér þótti sérstaklega ánægjulegt að dæma stúlknaleikinn. Þessir krakkar eru allir í þessu til að hafa gaman af þessu og það sem ég tók helst eftir var hve skipulögð liðin og þjálfararnir eru. Ef ég hefði verið að dæma hliðstæðan leik í Bretlandi, er ég smeykur um að ef boltinn hefði borist út í hornið á vellinum hefði maður séð tuttugu krakka í þvögu að berjast um hann, en hérna eru þau öll mjög vel skipulögð og meðvituð um sín hlutverk í liðunum. Ég hef nú ekki séð mikið af leikjum ennþá, en ég sá aðeins af strákunum í liðinu frá Kaupmannahöfn og þeir eru mjög efnilegir." Blaðamaður spurði Gallagher hvort hann kannaðist við íslensku leikmennina sem spila í enska boltanum. "Að sjálfssögðu þekki ég nokkra. Ég þekki auðvitað Eið Guðjohnsen sem lék með Bolton og er núna enskur meistari með Chelsea. Svo man ég eftir Heiðari Helgusyni hjá Watford, sem nú er genginn í raðir Fulham. Það er sómapiltur. Hann gaf mér einu sinni treyjuna sína eftir landsleik. Ég hitti líka Sigurð Jónsson í gær, sem er að þjálfa Víking. Ég man eftir því þegar hann lék með Arsenal og Sheffield Wednesday. Synir Guðjóns Þórðarsonar hafa líka allir verið að leika á Englandi og ekki má gleyma Guðna Bergssyni, hann er mjög fínn náungi. Það athyglisverða við innrás þessara íslensku leikmanna í enska boltanum er að mínu mati að þeir hafa allir staðið sig ágætlega og enginn þeirra hefur verið lélegur ef þannig má að orði komast, enda væri auðvitað óeðlilegt að kæmu annað en frambærilegustu leikmennirnir héðan að spila í jafn sterkri deild." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum á laugardaginn. Blaðamaður spurði Gallagher hvernig stæði á því að úrvalsdeildardómari væri kominn til Íslands að dæma yngriflokkaleiki. "Mótshaldararnir höfðu samband við Gylfa Orrason og spurðu hann hvort hann gæti útvegað dómara úr ensku úrvalsdeildinni til að koma og dæma á mótinu. Hann hafði í framhaldi af því samband við mig, því við höfum þekkst í nokkur ár og ég sló til af því þessi tímasetning hentaði mér prýðilega. Ég er búinn að vera í löngum og ströngum æfingabúðum á síðustu vikum, einsskonar herbúðum eiginlega. Þar er vaknað eldsnemma á morgnana og púlað fram eftir degi, svo að ég leit á það að koma hingað og dæma nokkra leiki til að ná mér niður eftir æfingabúðirnar. Þær eru samt bara ný yfirstaðnar og ég er því hálf slapplegur ennþá," sagði Gallagher hlæjandi. "Það er gaman að koma hingað aftur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem til Íslands, ég hef dæmt einn Evrópuleik hérna og svo dæmdi ég landsleik hérna ekki fyrir löngu. Mér líst ágætlega á þessa krakka sem eru að spila hérna og mér þótti sérstaklega ánægjulegt að dæma stúlknaleikinn. Þessir krakkar eru allir í þessu til að hafa gaman af þessu og það sem ég tók helst eftir var hve skipulögð liðin og þjálfararnir eru. Ef ég hefði verið að dæma hliðstæðan leik í Bretlandi, er ég smeykur um að ef boltinn hefði borist út í hornið á vellinum hefði maður séð tuttugu krakka í þvögu að berjast um hann, en hérna eru þau öll mjög vel skipulögð og meðvituð um sín hlutverk í liðunum. Ég hef nú ekki séð mikið af leikjum ennþá, en ég sá aðeins af strákunum í liðinu frá Kaupmannahöfn og þeir eru mjög efnilegir." Blaðamaður spurði Gallagher hvort hann kannaðist við íslensku leikmennina sem spila í enska boltanum. "Að sjálfssögðu þekki ég nokkra. Ég þekki auðvitað Eið Guðjohnsen sem lék með Bolton og er núna enskur meistari með Chelsea. Svo man ég eftir Heiðari Helgusyni hjá Watford, sem nú er genginn í raðir Fulham. Það er sómapiltur. Hann gaf mér einu sinni treyjuna sína eftir landsleik. Ég hitti líka Sigurð Jónsson í gær, sem er að þjálfa Víking. Ég man eftir því þegar hann lék með Arsenal og Sheffield Wednesday. Synir Guðjóns Þórðarsonar hafa líka allir verið að leika á Englandi og ekki má gleyma Guðna Bergssyni, hann er mjög fínn náungi. Það athyglisverða við innrás þessara íslensku leikmanna í enska boltanum er að mínu mati að þeir hafa allir staðið sig ágætlega og enginn þeirra hefur verið lélegur ef þannig má að orði komast, enda væri auðvitað óeðlilegt að kæmu annað en frambærilegustu leikmennirnir héðan að spila í jafn sterkri deild."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira