Handtökur í Bretlandi 27. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan handtók í morgun einn fjórmenninganna sem gerðu misheppnaða árás á London síðasta fimmtudag. Sex aðrir hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar síðan í gærkvöld. Yassin Hassan Omar var handtekinn eldsnemma í morgun, þegar lögreglan í Birmingham réðist inn í íbúðarhús þar sem hann hélt til. Lögreglumönnum tókst að skjóta hann með rafstuði og hann var svo handtekinn í kjölfarið. Hann var þegar í stað fluttur til London, þar sem lögreglan hefur yfirheyrt hann í allan dag. Omar reyndi ásamt þrem öðrum mönnum að endurtaka fyrstu sprengjuárásirnar á London fyrir þrem vikum, þar sem meira en fimmtíu létust. Árásirnar mistókust hins vegar og fjórmenningarnir komust lífs af og hefur þeirra verið ákaft leitað undanfarna viku. Við leit í íbúð Ómars fann lögreglan grunsamlegan böggul í sem talið er að hafi innihaldið sprengiefni. Svæðið í kringum húsið var þegar rýmt og íbúum hundrað húsa í nágrenninu var gert að halda sig annars staðar á meðan sprengjusérfræðingar rannsökuðu böggulinn. Það er óhætt að segja að breska lögreglan sé með alla anga úti eftir árásirnar í síðustu viku. Þrír aðrir menn voru handteknir í Birmingham í morgun, en enginn þeirra tók beinan þátt í árásunum, þó að talið sé að þeir tengist þeim á einn eða annan hátt. Seint í gærkvöldi voru svo tveir menn handteknir í lest sem var á leiðinni á Kings Kross lestarstöðina í London. Þeir eru líka grunaðir um að tengjast árásunum. Síðdegis í dag handtók svo lögregla mann á flugvellinum í Luton, sem þótti svipa til eins árásarmannanna, en honum var sleppt og leyft að halda áfram för sinni, eftir að í ljós kom að hann var blásaklaus. Mikil bjartsýni ríkir innan bresku lögreglunnar eftir handtökuna í dag, sem vonast er til að varpi ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og eins hver skipulagði þær. Þá verður einnig reynt að fá Hassan Omar til að leiða lögreglunna á spor hinna mannanna þriggja, sem framkvæmdu árásirnar með honum. Haft er eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard í dag að dómurinn yfir Omar verði mildaður ef hann reynist samstarfsfús. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Breska lögreglan handtók í morgun einn fjórmenninganna sem gerðu misheppnaða árás á London síðasta fimmtudag. Sex aðrir hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar síðan í gærkvöld. Yassin Hassan Omar var handtekinn eldsnemma í morgun, þegar lögreglan í Birmingham réðist inn í íbúðarhús þar sem hann hélt til. Lögreglumönnum tókst að skjóta hann með rafstuði og hann var svo handtekinn í kjölfarið. Hann var þegar í stað fluttur til London, þar sem lögreglan hefur yfirheyrt hann í allan dag. Omar reyndi ásamt þrem öðrum mönnum að endurtaka fyrstu sprengjuárásirnar á London fyrir þrem vikum, þar sem meira en fimmtíu létust. Árásirnar mistókust hins vegar og fjórmenningarnir komust lífs af og hefur þeirra verið ákaft leitað undanfarna viku. Við leit í íbúð Ómars fann lögreglan grunsamlegan böggul í sem talið er að hafi innihaldið sprengiefni. Svæðið í kringum húsið var þegar rýmt og íbúum hundrað húsa í nágrenninu var gert að halda sig annars staðar á meðan sprengjusérfræðingar rannsökuðu böggulinn. Það er óhætt að segja að breska lögreglan sé með alla anga úti eftir árásirnar í síðustu viku. Þrír aðrir menn voru handteknir í Birmingham í morgun, en enginn þeirra tók beinan þátt í árásunum, þó að talið sé að þeir tengist þeim á einn eða annan hátt. Seint í gærkvöldi voru svo tveir menn handteknir í lest sem var á leiðinni á Kings Kross lestarstöðina í London. Þeir eru líka grunaðir um að tengjast árásunum. Síðdegis í dag handtók svo lögregla mann á flugvellinum í Luton, sem þótti svipa til eins árásarmannanna, en honum var sleppt og leyft að halda áfram för sinni, eftir að í ljós kom að hann var blásaklaus. Mikil bjartsýni ríkir innan bresku lögreglunnar eftir handtökuna í dag, sem vonast er til að varpi ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og eins hver skipulagði þær. Þá verður einnig reynt að fá Hassan Omar til að leiða lögreglunna á spor hinna mannanna þriggja, sem framkvæmdu árásirnar með honum. Haft er eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard í dag að dómurinn yfir Omar verði mildaður ef hann reynist samstarfsfús.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira