Talinn hafa skipulagt árásirnar 29. júlí 2005 00:01 Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem er talinn hafa skipulagt árásirnar á London sem urðu fleiri en fimmtíu manns að bana. Hinn þrítugi Haroon Rashid Aswat er talinn hafa hringt minnst tuttugu sinnum í mennina fjóra sem drápu meira en fimmtíu manns í London, dagana áður en árásirnar voru gerðar. Vitað er að hann var í Leeds skömmu fyrir árásirnar þar sem þrír árásarmannanna bjuggu. Daginn sem árásirnar voru gerðar var Aswat í London en flúði þaðan aðeins örfáum klukkustundum áður en ódæðisverkin voru framin. Breskir öryggissveitarmenn hafa flogið til Sambíu til að yfirheyra manninn. Öryggisyfirvöld í Bretlandi gera hins vegar lítið úr málinu og segja það aðeins getgátur að Aswat sé í raun aðalmaðurinn á bak við árásirnar. Í nýrri skýrslu frá bresku leyniþjónustunni kemur fram að yfirgnæfandi líku séu á því að árásirnar tengist innrásinni í Írak. Þó að eflaust megi telja til fleiri orsakir fyrir árásunum sé stuðningur Breta við innrásina í Írak langstærsti einstaki þátturinn í árásunum. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun telja meira en fjórir af hverjum fimm Bretum að árásirnar á London tengist stuðningi Breta við innrásina í Írak. Í skýrslu leyniþjónustunnar segir jafnframt að vitað sé til þess að bæði breskir og erlendir borgarar sem tengist Al-Qaida séu nú í Bretlandi. Í morgun var Edgeware Road lestarstöðin loksins opnuð, rúmum þrem vikum eftir að sprengja sprakk í lest sem fór þar í gegn. Réttarmeinafræðingar og lögreglumenn hafa skoðað hvern sentímetra á lestarstöðinni í þeirri von að finna sönnunargögn eða eitthvað sem geti varpað frekara ljósi á árásirnar. Á háannatíma í morgun voru aðeins örfáir vegfarendur á stangli á lestarstöðinni en fyrir árásirnar iðaði hún jafnan af lífi á þessum tíma dags. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem er talinn hafa skipulagt árásirnar á London sem urðu fleiri en fimmtíu manns að bana. Hinn þrítugi Haroon Rashid Aswat er talinn hafa hringt minnst tuttugu sinnum í mennina fjóra sem drápu meira en fimmtíu manns í London, dagana áður en árásirnar voru gerðar. Vitað er að hann var í Leeds skömmu fyrir árásirnar þar sem þrír árásarmannanna bjuggu. Daginn sem árásirnar voru gerðar var Aswat í London en flúði þaðan aðeins örfáum klukkustundum áður en ódæðisverkin voru framin. Breskir öryggissveitarmenn hafa flogið til Sambíu til að yfirheyra manninn. Öryggisyfirvöld í Bretlandi gera hins vegar lítið úr málinu og segja það aðeins getgátur að Aswat sé í raun aðalmaðurinn á bak við árásirnar. Í nýrri skýrslu frá bresku leyniþjónustunni kemur fram að yfirgnæfandi líku séu á því að árásirnar tengist innrásinni í Írak. Þó að eflaust megi telja til fleiri orsakir fyrir árásunum sé stuðningur Breta við innrásina í Írak langstærsti einstaki þátturinn í árásunum. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun telja meira en fjórir af hverjum fimm Bretum að árásirnar á London tengist stuðningi Breta við innrásina í Írak. Í skýrslu leyniþjónustunnar segir jafnframt að vitað sé til þess að bæði breskir og erlendir borgarar sem tengist Al-Qaida séu nú í Bretlandi. Í morgun var Edgeware Road lestarstöðin loksins opnuð, rúmum þrem vikum eftir að sprengja sprakk í lest sem fór þar í gegn. Réttarmeinafræðingar og lögreglumenn hafa skoðað hvern sentímetra á lestarstöðinni í þeirri von að finna sönnunargögn eða eitthvað sem geti varpað frekara ljósi á árásirnar. Á háannatíma í morgun voru aðeins örfáir vegfarendur á stangli á lestarstöðinni en fyrir árásirnar iðaði hún jafnan af lífi á þessum tíma dags.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira