Óttast árás á fimmtudag 31. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan óttast að hryðjuverkamenn hyggi á árásir á ný á fimmtudaginn kemur. Hátt setts al-Qaida manns er nú leitað á Bretlandi þar sem talið er að hann hafi safnað liði til árásanna undanfarið. Hafi lögreglan rétt fyrir sér þykir það benda til þess að fleiri hópar hryðjuverkamanna séu að störfum í Bretlandi og undirbúi árásir. Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, varaði í gærkvöldi við hættunni á frekari árásum. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Hátt settir lögreglumenn hafa af því miklar áhyggjur að á fimmtudaginn kemur, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu árása, verði á ný gerðar árásir á almenningssamgöngur í Lundúnum. Bent er á að það samrýmist aðferðafræði al-Qaida: ráðist hafi verið á tvíburaturnana í tvígang, sama gildi um sendiráð í Egyptalandi. Sunday Times hefur fyrir því heimildir að hópur herskárra íslamista leggi á ráðin um fjölda sjálfsmorðsárása á svokölluð mjúk skotmörk í Lundúnum en almenningssamgöngur eru dæmi um slík skotmörk. Raunar átti þessi árás að fara fram síðasta fimmtudag samkvæmt upplýsingum Lundúnalögreglunnar og því var gripið til öryggisráðstafana: sex þúsund lögreglumenn voru á varðbergi og var aðgerðin sú stærsta síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hópurinn ku hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og er sagður lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Heimildarmaður Sunday Times innan lögreglunnar segir að handtökurnar á föstudaginn séu aðeins toppurinn á ísjakanum og að eftir standi net hryðjuverkamanna sem verði að uppræta. Á næstu mánuðum sé mikilla tíðinda að vænta. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Breska lögreglan óttast að hryðjuverkamenn hyggi á árásir á ný á fimmtudaginn kemur. Hátt setts al-Qaida manns er nú leitað á Bretlandi þar sem talið er að hann hafi safnað liði til árásanna undanfarið. Hafi lögreglan rétt fyrir sér þykir það benda til þess að fleiri hópar hryðjuverkamanna séu að störfum í Bretlandi og undirbúi árásir. Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, varaði í gærkvöldi við hættunni á frekari árásum. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Hátt settir lögreglumenn hafa af því miklar áhyggjur að á fimmtudaginn kemur, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu árása, verði á ný gerðar árásir á almenningssamgöngur í Lundúnum. Bent er á að það samrýmist aðferðafræði al-Qaida: ráðist hafi verið á tvíburaturnana í tvígang, sama gildi um sendiráð í Egyptalandi. Sunday Times hefur fyrir því heimildir að hópur herskárra íslamista leggi á ráðin um fjölda sjálfsmorðsárása á svokölluð mjúk skotmörk í Lundúnum en almenningssamgöngur eru dæmi um slík skotmörk. Raunar átti þessi árás að fara fram síðasta fimmtudag samkvæmt upplýsingum Lundúnalögreglunnar og því var gripið til öryggisráðstafana: sex þúsund lögreglumenn voru á varðbergi og var aðgerðin sú stærsta síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hópurinn ku hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og er sagður lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Heimildarmaður Sunday Times innan lögreglunnar segir að handtökurnar á föstudaginn séu aðeins toppurinn á ísjakanum og að eftir standi net hryðjuverkamanna sem verði að uppræta. Á næstu mánuðum sé mikilla tíðinda að vænta.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira