Hótar frekari hryðjuverkum 5. ágúst 2005 00:01 Síðdegis var birt myndbandsupptaka frá næstráðanda al-Qaida, Ayman al-Zawahri, þar sem hann hótar frekari hryðjuverkum í Lundúnum. Hann sagði líka Bandaríkjamenn verða að búa sig undir tugþúsunda mannfall í Írak kalli þeir ekki sveitir sínar þaðan þegar í stað. Al-Zawahri er hvítklæddur með svartan höfuðklút og Kalashnikov-riffil við hlið sér á myndbandsupptökunni. Hann er næstur Osama bin Laden í valdaröðinni hjá al-Qaida og margir telja hann í raun og veru þann sem ræður. Hann hótaði í dag öllu illu, sagði m.a. að Tony Blair hefði fært eyðileggingu yfir miðborg Lundúna og hann muni valda meiru af slíku, með guðs hjálp. Þjóðum „krossfarabandalagsins“ hafi verið boðið vopnahlé ef þær yfirgefi land íslams og að bin Laden hafi sagt að þær muni ekki búa við öryggi fyrr en Palestínumenn búi við öryggi. „En þið hafið látið blóðið streyma eins og fljót í löndum okkar og við höfum sprengt eldfjöll reiðinnar í löndum ykkar. Skilaboð okkar eru skýr: Þið njótið ekki öryggis fyrr en þið farið úr landi okkar, hættið að stela olíu okkar og auði og hættið að styðja spillta stjórnendur,“ sagði al-Zawahri. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki einu sinni ræða þennan boðskap á blaðamannafundi í dag þegar blaðamaður óskaði eftir því. Al-Zawahri virtist lítinn greinarmun gera á Bandaríkjamönnum og Bretum því hinir fyrrnefndu fengu líka sinn skerf af hótunum. Hann sagði að ef þeir héldu áfram sömu árásarstefnu gegn múslimum myndu þeir sjá nokkuð sem fái þá „til að gleyma hinum hræðilegu atburðum í Víetnam og Afganistan“ og sem árásirnar á New York og Washington hafi aðeins verið smjörþefurinn af. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Síðdegis var birt myndbandsupptaka frá næstráðanda al-Qaida, Ayman al-Zawahri, þar sem hann hótar frekari hryðjuverkum í Lundúnum. Hann sagði líka Bandaríkjamenn verða að búa sig undir tugþúsunda mannfall í Írak kalli þeir ekki sveitir sínar þaðan þegar í stað. Al-Zawahri er hvítklæddur með svartan höfuðklút og Kalashnikov-riffil við hlið sér á myndbandsupptökunni. Hann er næstur Osama bin Laden í valdaröðinni hjá al-Qaida og margir telja hann í raun og veru þann sem ræður. Hann hótaði í dag öllu illu, sagði m.a. að Tony Blair hefði fært eyðileggingu yfir miðborg Lundúna og hann muni valda meiru af slíku, með guðs hjálp. Þjóðum „krossfarabandalagsins“ hafi verið boðið vopnahlé ef þær yfirgefi land íslams og að bin Laden hafi sagt að þær muni ekki búa við öryggi fyrr en Palestínumenn búi við öryggi. „En þið hafið látið blóðið streyma eins og fljót í löndum okkar og við höfum sprengt eldfjöll reiðinnar í löndum ykkar. Skilaboð okkar eru skýr: Þið njótið ekki öryggis fyrr en þið farið úr landi okkar, hættið að stela olíu okkar og auði og hættið að styðja spillta stjórnendur,“ sagði al-Zawahri. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki einu sinni ræða þennan boðskap á blaðamannafundi í dag þegar blaðamaður óskaði eftir því. Al-Zawahri virtist lítinn greinarmun gera á Bandaríkjamönnum og Bretum því hinir fyrrnefndu fengu líka sinn skerf af hótunum. Hann sagði að ef þeir héldu áfram sömu árásarstefnu gegn múslimum myndu þeir sjá nokkuð sem fái þá „til að gleyma hinum hræðilegu atburðum í Víetnam og Afganistan“ og sem árásirnar á New York og Washington hafi aðeins verið smjörþefurinn af.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira