Pandiani til Birmingham
Birmingham hefur loksins gengið formlega frá kaupum á sóknarmanni Uruguay, Walter Pandiani, sem eyddi stórum hluta síðasta tímabils á láni hjá félaginu og stóð sig mjög vel. Hinn 29 ára gamli Pandiani skrifaði undir þriggja ára samning við Birmingham og er kaupverðið talið vera um þrjár milljónir punda, en Pandiani kemur frá Deportivo á Spáni.
Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti



„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn


