Tugmilljóna útgjöld vegna mótmæla 5. ágúst 2005 00:01 Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Mótmælendur hafa í tvígang stöðvað vinnu við Kárahnjúka með því að hlekkja sig við vinnutæki. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, lögmanns Impregilo, er kostnaður vegna vinnutapsins á annan tug milljóna króna. Þórarinn segir hæpið að krafa verði gerð á Landsvirkjun vegna tapsins en sú staða gæti komið upp verði um mikið meira vinnutap að ræða, en Landsvirkjun er að hálfu í eigu ríkisins. Í gær stöðvuðu mótmælendur svo álversframkvæmdir í Reyðarfirði og var áætlað að átta milljónir króna hefðu tapast vegna tafanna. Ljóst er að kostnaðurinn vegna vinnutapsins á Reyðarfirði fellur á Bechtel sem hugsanlega getur gert kröfu á Alcoa sem fyrirtækið reisir álverið fyrir. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent fjölda lögreglumanna austur vegna mótmælanna og segir Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri að þetta hafi í för með sér verulegan kostnað fyrir embættið. Í heild gæti löggæslukostnaður því hlaupið á milljónum króna en það hefur þó ekki verið tekið nákvæmlega saman enn sem komið er. Þórir segir vel haldið utan um þessar upplýsingar og ef upphæðin verði hærri en fjárveiting embættisins leyfi gæti þurft að leita eftir auka fjárveitingu frá stjórnvöldum. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Sýslumaðurinn á Eskifirði mun trúlega í kvöld senda erindi til Útlendingastofnunar og fara fram á að einhverjum mótmælendanna verði vísað úr landi. Unnið var að því seinni partinn í dag að fara yfir hverjir þeirra hefðu áður verið handteknir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Mótmælendur hafa í tvígang stöðvað vinnu við Kárahnjúka með því að hlekkja sig við vinnutæki. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, lögmanns Impregilo, er kostnaður vegna vinnutapsins á annan tug milljóna króna. Þórarinn segir hæpið að krafa verði gerð á Landsvirkjun vegna tapsins en sú staða gæti komið upp verði um mikið meira vinnutap að ræða, en Landsvirkjun er að hálfu í eigu ríkisins. Í gær stöðvuðu mótmælendur svo álversframkvæmdir í Reyðarfirði og var áætlað að átta milljónir króna hefðu tapast vegna tafanna. Ljóst er að kostnaðurinn vegna vinnutapsins á Reyðarfirði fellur á Bechtel sem hugsanlega getur gert kröfu á Alcoa sem fyrirtækið reisir álverið fyrir. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent fjölda lögreglumanna austur vegna mótmælanna og segir Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri að þetta hafi í för með sér verulegan kostnað fyrir embættið. Í heild gæti löggæslukostnaður því hlaupið á milljónum króna en það hefur þó ekki verið tekið nákvæmlega saman enn sem komið er. Þórir segir vel haldið utan um þessar upplýsingar og ef upphæðin verði hærri en fjárveiting embættisins leyfi gæti þurft að leita eftir auka fjárveitingu frá stjórnvöldum. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Sýslumaðurinn á Eskifirði mun trúlega í kvöld senda erindi til Útlendingastofnunar og fara fram á að einhverjum mótmælendanna verði vísað úr landi. Unnið var að því seinni partinn í dag að fara yfir hverjir þeirra hefðu áður verið handteknir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira