Illa búnir undir stormviðri 7. ágúst 2005 00:01 Íbúar á suðvesturhorninu voru illa búnir undir stormviðri, sem brast á í morgun. Lögreglan og björgunarsveitir eltust við fljúgandi þakplötur, tjaldvagna, sólstóla og aðra muni sem fólki hafði láðst að festa niður. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu og allt upp í 33 í verstu hviðunum í þéttbýli og 43 undir Hafnarfjalli þar sem þrjú hjólhýsi fuku. Eiit hjólhýsannna reif í bílinn og sneri honum af veginum og losnaði frá. Það er gerónýtt eftir útafkeyrsluna og lítið eftir af því sem minnir á hjólhýsi og ljóst að sú útilega frestast eitthvað. Annað hjólhýsi fór á hliðina en losnaði ekki frá bílnum þannig að hann lyftist upp að aftan og sat fastur. Eigandi þriðja hjólhýsisins ætlaði að keyra í skjól þegar hjólhýsið fór á hliðina, það slapp að mestu óskemmt en er talsvert beyglað. Hvorki ökumenn né farþega sakaði. Lögreglan stóð í rokinu og reyndi að stjórna umferðinni en ökumenn höfðu ekki frestað för sinni þrátt fyrir veðurspár. Að sögn Laufeyjar Gísladóttur, lögregluþjóns í Borgarnesi, gekk umferðin þó ágætlega þar sem fólk fór ekki hratt yfir í rokinu. Víða á höfuðborgarsvæðinu alls kyns lausamunir, timbur og vinnupallar á byggingasvæðum, sélega í austurborginni. Stórt samkomutjald í Höfnum þar sem haldin var brúðkaupsveisla í gær fauk upp og þurftu björgunarsveitarmenn ná því niður. Tjaldvagnar fuku í Grafarvogi og í Grandagarði og í Mosfellsbæ fauk fellihýsi á bifreið og skemmdi hana talsvert. Þá lentu margir í vandræðum út af hinum vinsælu trampólínum sem hófu sig sums staðar á loft í rokinu. Tveir tómir fjörutíu feta gámar fuku út í sjó frá Kópavogshöfn. Gámana rak upp á Löngusker. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson var við Löngusker og beið átekta í dag en dró gámana í land síðdegis. Alls voru um 70 björgunarsveitarmenn að störfum vegna veðurhamsins í dag, 50 á höfuðborgarsvæðinu og 20 á Suðurnesjum. Þá var björgunarskip úti og tveir björgunarbátar enda losnuðu nokkrir smábátar úr höfninni í Fossvogi og fuku á haf út. Dagbjartur Brynjarsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita segir að svo virðist fólk hafi ekki verið tilbúið fyrir haustið þannig að lauslegir hlutir hafi fokið. Ekki hafi verið gengið nógu vel frá þeim. Aðspurður hvort haustið væri komið á Íslandi sagðist hann ekki ætla segja til um það en hann vonaði að sumarið yrði svolítið lengur. Við byggjum þó á Íslandi og þar væri allra veðra von. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Íbúar á suðvesturhorninu voru illa búnir undir stormviðri, sem brast á í morgun. Lögreglan og björgunarsveitir eltust við fljúgandi þakplötur, tjaldvagna, sólstóla og aðra muni sem fólki hafði láðst að festa niður. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu og allt upp í 33 í verstu hviðunum í þéttbýli og 43 undir Hafnarfjalli þar sem þrjú hjólhýsi fuku. Eiit hjólhýsannna reif í bílinn og sneri honum af veginum og losnaði frá. Það er gerónýtt eftir útafkeyrsluna og lítið eftir af því sem minnir á hjólhýsi og ljóst að sú útilega frestast eitthvað. Annað hjólhýsi fór á hliðina en losnaði ekki frá bílnum þannig að hann lyftist upp að aftan og sat fastur. Eigandi þriðja hjólhýsisins ætlaði að keyra í skjól þegar hjólhýsið fór á hliðina, það slapp að mestu óskemmt en er talsvert beyglað. Hvorki ökumenn né farþega sakaði. Lögreglan stóð í rokinu og reyndi að stjórna umferðinni en ökumenn höfðu ekki frestað för sinni þrátt fyrir veðurspár. Að sögn Laufeyjar Gísladóttur, lögregluþjóns í Borgarnesi, gekk umferðin þó ágætlega þar sem fólk fór ekki hratt yfir í rokinu. Víða á höfuðborgarsvæðinu alls kyns lausamunir, timbur og vinnupallar á byggingasvæðum, sélega í austurborginni. Stórt samkomutjald í Höfnum þar sem haldin var brúðkaupsveisla í gær fauk upp og þurftu björgunarsveitarmenn ná því niður. Tjaldvagnar fuku í Grafarvogi og í Grandagarði og í Mosfellsbæ fauk fellihýsi á bifreið og skemmdi hana talsvert. Þá lentu margir í vandræðum út af hinum vinsælu trampólínum sem hófu sig sums staðar á loft í rokinu. Tveir tómir fjörutíu feta gámar fuku út í sjó frá Kópavogshöfn. Gámana rak upp á Löngusker. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson var við Löngusker og beið átekta í dag en dró gámana í land síðdegis. Alls voru um 70 björgunarsveitarmenn að störfum vegna veðurhamsins í dag, 50 á höfuðborgarsvæðinu og 20 á Suðurnesjum. Þá var björgunarskip úti og tveir björgunarbátar enda losnuðu nokkrir smábátar úr höfninni í Fossvogi og fuku á haf út. Dagbjartur Brynjarsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita segir að svo virðist fólk hafi ekki verið tilbúið fyrir haustið þannig að lauslegir hlutir hafi fokið. Ekki hafi verið gengið nógu vel frá þeim. Aðspurður hvort haustið væri komið á Íslandi sagðist hann ekki ætla segja til um það en hann vonaði að sumarið yrði svolítið lengur. Við byggjum þó á Íslandi og þar væri allra veðra von.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira