Úthlutun standist ekki ákvæði 11. ágúst 2005 00:01 Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Útgerðarmenn kaupa sér aflaheimild sem er hlutfall af veiðiheimildum hvers fiskveiðiárs og ef hluti af heildarveiðiheimildum er tekinn í sértækar aðgerðir minnkar hlutfall útgerðanna. Þetta eru útgerðarmenn ósáttir við og hafa verið lengi en nú má segja að mælirinn sé fullur og stefnt er að málarekstri. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að líklega muni útgerð fara í mál við ríkið til að láta á það reyna hvort það standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að taka kvóta eða aflaheimildiar sem menn hafi selt, hvort sem það heiti línuívilnun, byggðakvóti eða aðrar sértækar aðgerðir, og flytja það til annarra. Friðrik líkir þessu við að fólk kaupi íbúð og svo komi ríkið og segist ætla taka eitt herbergi og láta einhvern flytja inn. Verið sé að taka þann nýtingarrétt sem útgerðarmenn hafi keypt og flytja hann annað og það standist ekki að hans mati. Landssamband íslenskra útgerðarmanna mun ekki höfða málið heldur mun ein útgerð fara í prófmál. Friðrik segir þetta vera spurningu um hvort vilji sé fyrir því að reka aðbæran sjávarútveg þar sem menn fjárfesti í aflaheimildum á eigin forsendum eða hvort vilji sé til að fara í sama gamla farið þar sem reksturinn gekk mjög illa. Hann segir að horfast verði í augu við það að tækninni fleygi fram og störfum í sjávarútvegi fækki en í staðinn verði þau áreiðanlegri. Hann segir að það verði ekki þannig að róið verði út á árábátum og tugir þúsunda manna muni vinna þann fisk sem dreginn verði að landi. Markmiðið sé að gera þetta á arðbæran hátt. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Útgerðarmenn kaupa sér aflaheimild sem er hlutfall af veiðiheimildum hvers fiskveiðiárs og ef hluti af heildarveiðiheimildum er tekinn í sértækar aðgerðir minnkar hlutfall útgerðanna. Þetta eru útgerðarmenn ósáttir við og hafa verið lengi en nú má segja að mælirinn sé fullur og stefnt er að málarekstri. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að líklega muni útgerð fara í mál við ríkið til að láta á það reyna hvort það standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að taka kvóta eða aflaheimildiar sem menn hafi selt, hvort sem það heiti línuívilnun, byggðakvóti eða aðrar sértækar aðgerðir, og flytja það til annarra. Friðrik líkir þessu við að fólk kaupi íbúð og svo komi ríkið og segist ætla taka eitt herbergi og láta einhvern flytja inn. Verið sé að taka þann nýtingarrétt sem útgerðarmenn hafi keypt og flytja hann annað og það standist ekki að hans mati. Landssamband íslenskra útgerðarmanna mun ekki höfða málið heldur mun ein útgerð fara í prófmál. Friðrik segir þetta vera spurningu um hvort vilji sé fyrir því að reka aðbæran sjávarútveg þar sem menn fjárfesti í aflaheimildum á eigin forsendum eða hvort vilji sé til að fara í sama gamla farið þar sem reksturinn gekk mjög illa. Hann segir að horfast verði í augu við það að tækninni fleygi fram og störfum í sjávarútvegi fækki en í staðinn verði þau áreiðanlegri. Hann segir að það verði ekki þannig að róið verði út á árábátum og tugir þúsunda manna muni vinna þann fisk sem dreginn verði að landi. Markmiðið sé að gera þetta á arðbæran hátt.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira