Verður rekið í réttarsal 17. ágúst 2005 00:01 Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal. Ætla má að fjöldi þeirra ásakana sem bornar hafa verið á embætti ríkislögreglustjóra vegna Baugsmálsins fari að nálgast fjölda þeirra ákæra sem sakborningar í málinu sæta. Feðgarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hafa sagt embættið handbendi stjórnvalda og tínt til ýmis rök. Meðal annars þau að uppistaða ákæranna fjörtuíu sé sparðatíningur, eða drullukaka, eins og Jón Ásgeir sagði orðrétt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Af framsetningu málsins að dæma sé búið að móta niðurstöður málsins og yfirheyrslur yfir sakborningum aðeins til málamynda. Og að grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds sé löngu brostinn og það skýri óeðlilegan drátt rannsóknarinnar. Þá hefur embættið verið sakað um að framkvæma húsleit á fölskum forsendum og reyndar hafa þær raddir heyrst að það sé óeðlilegt að sami aðili framkvæmi húsleit, rannsaki mál og gefi út ákærur. Svo hafa menn velt fyrir sér því fordæmi sem Baugsmálið gefur, hvort ábendingar eins manns geti leitt til húsleitar hjá íslenskum stórfyrirtækjum, fyrirtækjum í eigu Björgólfsfeðga eða bræðranna í Bakkavör svo einhver sé nefnd. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Jón H.B. Snorrason hefur ekki viljað svara þeim ásökunum sem á embættið eru bornar og engin breyting var þar á vð þingfestingu málsins í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann umræðuna í raun hafa verið óskiljanlega en tók fram að ef hann ætti að taka mark á því sem alla jafna sé sagt um embættættisfærslur sínar, myndi hann einfaldlega ekki fara á fætur á morgnana. Baugsmálið verði rekið í réttarsal. Hann sagði jafnframt að ásakanirnar væru alvarlegar og að hann hefði aldrei skilið þetta tal. Jón Ásgeir hefur ennfremur haldið því fram að stofnað hafi verið til málsins í upphafi af einstaklingi sem var knúinn áfram af hefndarhug eða öðrum álíka hvötum. Sá var viðstaddur þinfestingu málsins í dag, sem áhorfandi. Jón Gerald Sullenberger sagði við fréttamann að hann væri mættur til að fylgja málinu eftir til enda, og til að horfast í augu við feðgana Jón Ásgeir og Jóhannes, sem hann og gerði, sem áhorfandi, í réttarsal Héraðdsóms Reykjavíkur í dag. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal. Ætla má að fjöldi þeirra ásakana sem bornar hafa verið á embætti ríkislögreglustjóra vegna Baugsmálsins fari að nálgast fjölda þeirra ákæra sem sakborningar í málinu sæta. Feðgarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hafa sagt embættið handbendi stjórnvalda og tínt til ýmis rök. Meðal annars þau að uppistaða ákæranna fjörtuíu sé sparðatíningur, eða drullukaka, eins og Jón Ásgeir sagði orðrétt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Af framsetningu málsins að dæma sé búið að móta niðurstöður málsins og yfirheyrslur yfir sakborningum aðeins til málamynda. Og að grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds sé löngu brostinn og það skýri óeðlilegan drátt rannsóknarinnar. Þá hefur embættið verið sakað um að framkvæma húsleit á fölskum forsendum og reyndar hafa þær raddir heyrst að það sé óeðlilegt að sami aðili framkvæmi húsleit, rannsaki mál og gefi út ákærur. Svo hafa menn velt fyrir sér því fordæmi sem Baugsmálið gefur, hvort ábendingar eins manns geti leitt til húsleitar hjá íslenskum stórfyrirtækjum, fyrirtækjum í eigu Björgólfsfeðga eða bræðranna í Bakkavör svo einhver sé nefnd. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Jón H.B. Snorrason hefur ekki viljað svara þeim ásökunum sem á embættið eru bornar og engin breyting var þar á vð þingfestingu málsins í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann umræðuna í raun hafa verið óskiljanlega en tók fram að ef hann ætti að taka mark á því sem alla jafna sé sagt um embættættisfærslur sínar, myndi hann einfaldlega ekki fara á fætur á morgnana. Baugsmálið verði rekið í réttarsal. Hann sagði jafnframt að ásakanirnar væru alvarlegar og að hann hefði aldrei skilið þetta tal. Jón Ásgeir hefur ennfremur haldið því fram að stofnað hafi verið til málsins í upphafi af einstaklingi sem var knúinn áfram af hefndarhug eða öðrum álíka hvötum. Sá var viðstaddur þinfestingu málsins í dag, sem áhorfandi. Jón Gerald Sullenberger sagði við fréttamann að hann væri mættur til að fylgja málinu eftir til enda, og til að horfast í augu við feðgana Jón Ásgeir og Jóhannes, sem hann og gerði, sem áhorfandi, í réttarsal Héraðdsóms Reykjavíkur í dag.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira