Efast um niðurstöðu krufningar 24. ágúst 2005 00:01 Arnfríður Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður tekur á föstudag afstöðu til kröfu Björns Ólafs Hallgrímssonar, verjanda Lofts Jens Magnússonar, um að kvaddir verði til matsmenn til að fara yfir krufningarskýrslu Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Lofti Jens er gefið að sök að hafa með hnefahöggi banað Ragnari Björnssyni á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ í byrjun desember sl. Björn Ólafur telur Þóru hafa látið hjá líða að rannsaka til hlítar þætti sem verið gætu skjólstæðingi hans til hagsbóta. Hann sagði álit réttarmeinafræðingsins litað af fullyrðingum og að hún hafi augljóslega orðið fyrir áhrifum af skýrslu lögreglu sem fylgdi krufningarbeiðninni. Hann segir Þóru í skýrslu sinni hafa vísað til upplýsinga frá lögreglu um að Ragnar hafi "orðið fyrir hnefahöggi af ásetningi" og út af því lagt að "um manndráp að ræða." Taldi Björn Ólafur hlutverk dómara að skera úr um slíkt. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari fór fram á að kröfu Björns Ólafs yrði hafnað og benti á nauðsyn þess að réttarmeinafræðingur fengi afhentar grunnupplýsingar um málsatvik starfa sinna vegna. "Verjandi hefur engin rök fært fram fyrir því að hlutdrægni hafi verið gætt," sagði hún og bætti við að ekki væri hlutverk dómkvaddra matsmanna að gefa umsagnir um fyrirliggjandi gögn. "Krufning hefur þegar farið fram," sagði hún. Þá hafnaði dómari í gær beiðni Björns Ólafs um lokað þinghald meðan rædd væri krafa hans um tilkvaðningu matsmanna. Hann sagði fréttaflutning af málinu á stundum hafa verið rangan og byggði kröfu sína á því. Ákæruvaldið tók ekki undir kröfuna og vísaði til þeirrar meginreglu að réttarhöld skuli fara fram í heyranda hljóði. Dómari sagði ekki nægilegt tilefni til að verða við kröfu lögmannsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Arnfríður Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður tekur á föstudag afstöðu til kröfu Björns Ólafs Hallgrímssonar, verjanda Lofts Jens Magnússonar, um að kvaddir verði til matsmenn til að fara yfir krufningarskýrslu Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Lofti Jens er gefið að sök að hafa með hnefahöggi banað Ragnari Björnssyni á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ í byrjun desember sl. Björn Ólafur telur Þóru hafa látið hjá líða að rannsaka til hlítar þætti sem verið gætu skjólstæðingi hans til hagsbóta. Hann sagði álit réttarmeinafræðingsins litað af fullyrðingum og að hún hafi augljóslega orðið fyrir áhrifum af skýrslu lögreglu sem fylgdi krufningarbeiðninni. Hann segir Þóru í skýrslu sinni hafa vísað til upplýsinga frá lögreglu um að Ragnar hafi "orðið fyrir hnefahöggi af ásetningi" og út af því lagt að "um manndráp að ræða." Taldi Björn Ólafur hlutverk dómara að skera úr um slíkt. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari fór fram á að kröfu Björns Ólafs yrði hafnað og benti á nauðsyn þess að réttarmeinafræðingur fengi afhentar grunnupplýsingar um málsatvik starfa sinna vegna. "Verjandi hefur engin rök fært fram fyrir því að hlutdrægni hafi verið gætt," sagði hún og bætti við að ekki væri hlutverk dómkvaddra matsmanna að gefa umsagnir um fyrirliggjandi gögn. "Krufning hefur þegar farið fram," sagði hún. Þá hafnaði dómari í gær beiðni Björns Ólafs um lokað þinghald meðan rædd væri krafa hans um tilkvaðningu matsmanna. Hann sagði fréttaflutning af málinu á stundum hafa verið rangan og byggði kröfu sína á því. Ákæruvaldið tók ekki undir kröfuna og vísaði til þeirrar meginreglu að réttarhöld skuli fara fram í heyranda hljóði. Dómari sagði ekki nægilegt tilefni til að verða við kröfu lögmannsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira