Saklaust fórnarlamb drykkjuláta Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. ágúst 2005 00:01 Menningarnótt í Reykjavík er búinn að festa sig í sessi sem árviss stórviðburður. Með hverju árinu sem líður leggja fleiri leið sína í miðbæ Reykjavíkur og taka þátt í alls kyns uppákomum og viðburðum sem hafa orðið fleiri, fjölbreyttari og skemmtilegri eftir því sem menningarnóttunum hefur farið fjölgandi. Menningarnótt var upphaflega ætlað að laða fólk til miðborgarinnar, glæða hana lífi og sýna svo ekki verði um villst að menning í víðustu skilgreiningu þess orð blómstri í borginni. Þessu takmarki hefur verið náð fyrir löngu síðan en það þarf ekki að þýða að hlutverki Menningarnætur sé lokið. Áhuginn sem henni er sýndur ár hvert tekur af öll tvímæli um það að Menningarnótt er eitthvað sem við virðumst flest geta sammælst um að eigi rétt á sér. Og það sem meira er; fjöldinn vill halda menningarnótt hátíðlega. Það skýtur því óneitanlega skökku við að borgaryfirvöld blása nú til krísufunda og ræða hvort leggja skuli Menningarnótt niður eða færa hana yfir á sunnudag. Miðborgarprestur grætur inni í sér yfir þessu öllu saman og virðist helst vilja breyta Menningarnótt í sunnudagskaffiboð með pönnukökum og þeyttum rjóma. Allar þessar móðursýkislegu vangaveltur eru sprottnar upp úr hefðbundnu íslensku hópfylliríi sem skall á miðborginni með sama fallþunga og rigningin sem hófst um það leyti sem skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk með flugeldasýningu. Maður var stunginn og ofbeldi og drykkjulæti keyrðu fram úr hófi þannig að lögreglan átti í mesta basli með að hafa stjórn á ósköpunum. Þar á bæ voru menn svo gáttaðir á þessu öllu saman að þeir vildu skrifa skrílslætin á fullt tungl. Menningarnótt stendur frá því á hádegi á laugardegi þar til laust fyrir miðnætti. Óvenjuleg nótt en að sama skapi skemmtileg. Það er því ekki við öðru að búast en að múgur og margmenni séu í miðbænum fram eftir kvöldi. Þegar flugeldasýningunni lýkur hverfa flestir heim en þeir sem ætluðu sér alltaf að drekka sig fulla, slást og gera allt vitlaust í bænum halda áfram. Þetta lið hefði mætt í bæinn vopnað og útúrdrukkið og dópað óháð því hvort Menningarnótt hafi staðið yfir fyrr um daginn eður ei. Það er því galið að ætla að láta hefðbundin skrílslæti í aðeins stærri skammti skemma það frábæra framtak sem Menningarnóttin er. Það er næstum því jafn galið og sú kenning að fyllibytturnar í miðbænum séu varúlfar holdi klæddir sem sturlast á fullu tungli. Vopnaður, sauðrukkinn og útúrdópaður skríll getur verið til vandræða allar nætur ársins, óháð menningarástandi og tunglstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Menningarnótt í Reykjavík er búinn að festa sig í sessi sem árviss stórviðburður. Með hverju árinu sem líður leggja fleiri leið sína í miðbæ Reykjavíkur og taka þátt í alls kyns uppákomum og viðburðum sem hafa orðið fleiri, fjölbreyttari og skemmtilegri eftir því sem menningarnóttunum hefur farið fjölgandi. Menningarnótt var upphaflega ætlað að laða fólk til miðborgarinnar, glæða hana lífi og sýna svo ekki verði um villst að menning í víðustu skilgreiningu þess orð blómstri í borginni. Þessu takmarki hefur verið náð fyrir löngu síðan en það þarf ekki að þýða að hlutverki Menningarnætur sé lokið. Áhuginn sem henni er sýndur ár hvert tekur af öll tvímæli um það að Menningarnótt er eitthvað sem við virðumst flest geta sammælst um að eigi rétt á sér. Og það sem meira er; fjöldinn vill halda menningarnótt hátíðlega. Það skýtur því óneitanlega skökku við að borgaryfirvöld blása nú til krísufunda og ræða hvort leggja skuli Menningarnótt niður eða færa hana yfir á sunnudag. Miðborgarprestur grætur inni í sér yfir þessu öllu saman og virðist helst vilja breyta Menningarnótt í sunnudagskaffiboð með pönnukökum og þeyttum rjóma. Allar þessar móðursýkislegu vangaveltur eru sprottnar upp úr hefðbundnu íslensku hópfylliríi sem skall á miðborginni með sama fallþunga og rigningin sem hófst um það leyti sem skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk með flugeldasýningu. Maður var stunginn og ofbeldi og drykkjulæti keyrðu fram úr hófi þannig að lögreglan átti í mesta basli með að hafa stjórn á ósköpunum. Þar á bæ voru menn svo gáttaðir á þessu öllu saman að þeir vildu skrifa skrílslætin á fullt tungl. Menningarnótt stendur frá því á hádegi á laugardegi þar til laust fyrir miðnætti. Óvenjuleg nótt en að sama skapi skemmtileg. Það er því ekki við öðru að búast en að múgur og margmenni séu í miðbænum fram eftir kvöldi. Þegar flugeldasýningunni lýkur hverfa flestir heim en þeir sem ætluðu sér alltaf að drekka sig fulla, slást og gera allt vitlaust í bænum halda áfram. Þetta lið hefði mætt í bæinn vopnað og útúrdrukkið og dópað óháð því hvort Menningarnótt hafi staðið yfir fyrr um daginn eður ei. Það er því galið að ætla að láta hefðbundin skrílslæti í aðeins stærri skammti skemma það frábæra framtak sem Menningarnóttin er. Það er næstum því jafn galið og sú kenning að fyllibytturnar í miðbænum séu varúlfar holdi klæddir sem sturlast á fullu tungli. Vopnaður, sauðrukkinn og útúrdópaður skríll getur verið til vandræða allar nætur ársins, óháð menningarástandi og tunglstöðu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun