Hvað verður um íslenska frelsið? 31. ágúst 2005 00:01 Fyrir stuttu var í viðtali í Birtu ung kona sem hafði búið erlendis öll sín fullorðinsár. Hún er flutt heim núna og ástæðan er sú að hún er barnshafandi og getur ekki hugsað sér betri gjöf handa barninu sínu en íslenska frelsið. Helstu lífsgæði Íslendinga, sem búa við leiðinlegt veðurfar, dýra matvöru og einangrun, eru íslenska frelsið. Og hvað felst í hugtakinu "frelsi" í þessu samhengi? Að geta sent börnin sín út að leika án þess að þurfa að fara með þeim eða sjá alltaf nákvæmlega hvar þau eru. Að geta fengið sér gönguferð í rökkrinu, einn með sjálfum sér, án þess að eiga á hættu að vera misþyrmt. Að geta farið út að skemmta sér með vinkonum sínum í pæjulegum fötum og fengið sér í glas án þess að vera þar með orðin réttmætt fórnarlamb nauðgunar. Frelsi til að gera sjálfsagða og eðlilega hluti sem í flestum öðrum löndum teljast til munaðar sem nánast enginn getur veitt sér eða telur sig eiga heimtingu á. En hvernig stendur íslenska frelsið þessa dagana? Í sjónvarpsfréttunum um daginn var sagt frá því að konur þori ekki að kæra nauðganir vegna þess að sönnunarbyrðin er svo þung að þær treysta sér ekki til að bera hana. Í fyrradag var viðtal í fréttunum við konu sem hafði verið barin ítrekað í höfuðið með felgulykli af barnsföður sínum. Á menningarsólarhringnum, frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns, voru tveir ungir menn stungnir með hnífi. Annar þeirra lést, hinn meiddist alvarlega. Að auki lá við að lögreglan missti stjórn á unglingunum í bænum, sem að sögn miðborgarprestsins fóru um bæinn í árásargjörnum torfum, ölvaðir og eftirlitslausir. Af umfjöllun fjölmiðla að dæma er það ekki óalgengt að þeir sem fremja alvarlegustu ofbeldisglæpina eigi langa sakaskrá að baki, hafi áður framið svipuð afbrot og eigi við ýmis vandamál að etja sem rekja má til geðsjúkdóma eða eiturlyfjaneyslu. Engu að síður eru þessir einstaklingar úti í samfélaginu þangað til þeir ganga nógu langt til að hægt sé að loka þá inni til langs tíma og vonandi veita þeim einhverja aðstoð. Að minnsta kosti verja samfélagið gegn þeim. Og af hverju er það? Geðdeildirnar eru sveltar svo fársjúkir einstaklingar eigra úrræðalausir um göturnar. Fangelsin eru svo full að fólk þarf að bíða mánuðum saman eftir því að sitja af sér dóma. Afbrotamenn eru svo komnir aftur út í samfélagið löngu áður en þeir eru tilbúnir að taka þátt í því, hvað þá að samfélagið geti tekið á móti þeim. Í samfélagi sem telur ekki nema á við lítið hverfi í stórborgum heimsins ætti þetta ekki að þurfa að vera svona. Vandamál sem hafa vaxið stórþjóðum yfir höfuð ættu að vera viðráðanlegri í svona litlu einangruðu samfélagi þar sem að auki ríkir almenn velmegun og meira að segja þensla. En það má ekki gleyma því að við erum samfélagið. Fallegu, ríku, sterku "best í heimi" við erum samfélagið og við erum of önnum kafin við að reyna að standa okkur í einhverju óskilgreindu lífsgæðakapphlaupi til að taka nokkra ábyrgð á því sem gerist og er að gerast hjá okkur. Við fyllumst óhug þegar við heyrum um eitthvað sem getur skaðað glansímynd okkar af sjálfum okkur en tökum enga ábyrgð.Við krossleggjum bara fingurna þegar við heyrum um morð, rán og nauðganir og hugsum: vonandi ekki ég, sem betur fer ekki ég! Hvað þarf að gerast til að byggð verði almennileg fangelsi og góðar meðferðarstofnanir og fagfólk ráðið til vinnu þar gegn mannsæmandi launum? Hvaða glæpur er nógu alvarlegur til að við loksins teljum það þess virði að verja okkur almennilega, hlúa að þeim sem eru sjúkir og skaddaðir á meðal okkar á þann hátt sem þarf, þó það þýði að skilja þá frá samfélaginu þar til þeir teljast reiðubúnir til að taka þátt í því? Hvað kostar það mörg líf ? Og hvað verður um lífsgæðin okkar á meðan? Hvað verður um íslenska frelsið?Brynhildur Björnsdóttir -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var í viðtali í Birtu ung kona sem hafði búið erlendis öll sín fullorðinsár. Hún er flutt heim núna og ástæðan er sú að hún er barnshafandi og getur ekki hugsað sér betri gjöf handa barninu sínu en íslenska frelsið. Helstu lífsgæði Íslendinga, sem búa við leiðinlegt veðurfar, dýra matvöru og einangrun, eru íslenska frelsið. Og hvað felst í hugtakinu "frelsi" í þessu samhengi? Að geta sent börnin sín út að leika án þess að þurfa að fara með þeim eða sjá alltaf nákvæmlega hvar þau eru. Að geta fengið sér gönguferð í rökkrinu, einn með sjálfum sér, án þess að eiga á hættu að vera misþyrmt. Að geta farið út að skemmta sér með vinkonum sínum í pæjulegum fötum og fengið sér í glas án þess að vera þar með orðin réttmætt fórnarlamb nauðgunar. Frelsi til að gera sjálfsagða og eðlilega hluti sem í flestum öðrum löndum teljast til munaðar sem nánast enginn getur veitt sér eða telur sig eiga heimtingu á. En hvernig stendur íslenska frelsið þessa dagana? Í sjónvarpsfréttunum um daginn var sagt frá því að konur þori ekki að kæra nauðganir vegna þess að sönnunarbyrðin er svo þung að þær treysta sér ekki til að bera hana. Í fyrradag var viðtal í fréttunum við konu sem hafði verið barin ítrekað í höfuðið með felgulykli af barnsföður sínum. Á menningarsólarhringnum, frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns, voru tveir ungir menn stungnir með hnífi. Annar þeirra lést, hinn meiddist alvarlega. Að auki lá við að lögreglan missti stjórn á unglingunum í bænum, sem að sögn miðborgarprestsins fóru um bæinn í árásargjörnum torfum, ölvaðir og eftirlitslausir. Af umfjöllun fjölmiðla að dæma er það ekki óalgengt að þeir sem fremja alvarlegustu ofbeldisglæpina eigi langa sakaskrá að baki, hafi áður framið svipuð afbrot og eigi við ýmis vandamál að etja sem rekja má til geðsjúkdóma eða eiturlyfjaneyslu. Engu að síður eru þessir einstaklingar úti í samfélaginu þangað til þeir ganga nógu langt til að hægt sé að loka þá inni til langs tíma og vonandi veita þeim einhverja aðstoð. Að minnsta kosti verja samfélagið gegn þeim. Og af hverju er það? Geðdeildirnar eru sveltar svo fársjúkir einstaklingar eigra úrræðalausir um göturnar. Fangelsin eru svo full að fólk þarf að bíða mánuðum saman eftir því að sitja af sér dóma. Afbrotamenn eru svo komnir aftur út í samfélagið löngu áður en þeir eru tilbúnir að taka þátt í því, hvað þá að samfélagið geti tekið á móti þeim. Í samfélagi sem telur ekki nema á við lítið hverfi í stórborgum heimsins ætti þetta ekki að þurfa að vera svona. Vandamál sem hafa vaxið stórþjóðum yfir höfuð ættu að vera viðráðanlegri í svona litlu einangruðu samfélagi þar sem að auki ríkir almenn velmegun og meira að segja þensla. En það má ekki gleyma því að við erum samfélagið. Fallegu, ríku, sterku "best í heimi" við erum samfélagið og við erum of önnum kafin við að reyna að standa okkur í einhverju óskilgreindu lífsgæðakapphlaupi til að taka nokkra ábyrgð á því sem gerist og er að gerast hjá okkur. Við fyllumst óhug þegar við heyrum um eitthvað sem getur skaðað glansímynd okkar af sjálfum okkur en tökum enga ábyrgð.Við krossleggjum bara fingurna þegar við heyrum um morð, rán og nauðganir og hugsum: vonandi ekki ég, sem betur fer ekki ég! Hvað þarf að gerast til að byggð verði almennileg fangelsi og góðar meðferðarstofnanir og fagfólk ráðið til vinnu þar gegn mannsæmandi launum? Hvaða glæpur er nógu alvarlegur til að við loksins teljum það þess virði að verja okkur almennilega, hlúa að þeim sem eru sjúkir og skaddaðir á meðal okkar á þann hátt sem þarf, þó það þýði að skilja þá frá samfélaginu þar til þeir teljast reiðubúnir til að taka þátt í því? Hvað kostar það mörg líf ? Og hvað verður um lífsgæðin okkar á meðan? Hvað verður um íslenska frelsið?Brynhildur Björnsdóttir -[email protected]
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun