Ég, þú og börnin 7. september 2005 00:01 Þetta sumar hefur kannski öðrum fremur einkennst af umræðum um fjölskylduna og reglum tengdum henni. Ættleiðingar hafa sérstaklega verið í sviðsljósinu og núna síðast í vikunni þegar fréttir fengust af því að Lilja Sæmundsdóttir fengi að ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingar samkynhneigðra hafa líka verið milli tannanna á fólki, sem betur fer, því heldur betur var kominn tími til að einhver umræða fengist um það mikla hagsmunamál. Þessi umræða og gangrýni á ættleiðingarlögin sem hefur fylgt í kölfarið sýnir glögglega að lög sem tengjast fjölskyldunni eru um margt úr takti við tíðarandann í samfélaginu. Fólk vill frjálsræði um þessi mál og er því reitt og hissa þegar því finnst vera gengið á rétt sinn í nafni laganna. Fólk vill vera frjálst til að velja sér það fjölskylduform sem það vill. Ég, þú og börnin - vísitölufjölskyldan er lifnaðarform sem hentar ekki öllum nútímafjölskyldum. Þrátt fyrir það veitir sú samsetning þeim mikil forréttindi sem ákveða að gangast við henni. En af hverju er svo mikið lagt upp úr því að "fjölskylda" samanstandi af konu, manni hennar og börnum þeirra? Af hverju fá samkynhneigðir ekki að ættleiða að utan og af hverju gilda aðrar og strangari reglur um einstæðinga sem vilja ættleiða börn? Við þessum spurningum eru engin einhlít svör, engin raunveruleg rök. Jú, krökkunum verður strítt ef foreldrar þeirra eru samkynhneigð og einstæðingar geta ekki reitt sig á aðstoð neins við uppeldi barnsins. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ráð að taka upp próf fyrir fólk sem vill eignast börn. Ef löggjafinn vill leggja svo mikið upp úr því að öll börn eignist "hið fullkomna heimili" ætti að taka upp próf. Barnaprófið. Eftirlit með með fólki sem dritar niður krakkaræksnum í löngum bunum. Um leið og fólk yrði ófrískt myndi það fara í mat hvort það væri hæft til að annast barn. Þar væri meðal annars litið til þess hvort það væri of feitt eða líffæraþegar, svo dæmi séu tekin af skilyrðum sem sett eru ættleiðendum í reglugerð um ættleiðingar nr. 238/2005. Í ættleiðingalögum segir líka að bara þeir sem eru orðnir 25 ára megi ættleiða börn nema sérstaklega standi á. Og þá spyr ég bara: Ef löggjafanum finnst fólk undir 25 ára ekki vera í stakk búið að ala upp börn nema "sérstaklega standi á", á það ekki að ganga jafnt yfir alla? Á þá ekki bara að þurfa að "standa sérstaklega á" til að fólk megi yfir höfuð eignast börn fyrir 25 ára aldur. Nei, því það væri fáránlegt. Jafn fáránlegt og að setja svona reglur um ættleiðingar. Fólk sem getur ekki eignast börn með hefðbundnum getnaðarleiðum hefur ekkert gert til að verðskulda svona meðferð. Löggjafinn verður að taka sig taki og sjá að svona reglur takmarka mjög frelsi fólks til að velja sér sambúðarform. Og það er bara alls ekki í lagi. Anna Tryggvadóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Geymsla Í brennidepli Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta sumar hefur kannski öðrum fremur einkennst af umræðum um fjölskylduna og reglum tengdum henni. Ættleiðingar hafa sérstaklega verið í sviðsljósinu og núna síðast í vikunni þegar fréttir fengust af því að Lilja Sæmundsdóttir fengi að ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingar samkynhneigðra hafa líka verið milli tannanna á fólki, sem betur fer, því heldur betur var kominn tími til að einhver umræða fengist um það mikla hagsmunamál. Þessi umræða og gangrýni á ættleiðingarlögin sem hefur fylgt í kölfarið sýnir glögglega að lög sem tengjast fjölskyldunni eru um margt úr takti við tíðarandann í samfélaginu. Fólk vill frjálsræði um þessi mál og er því reitt og hissa þegar því finnst vera gengið á rétt sinn í nafni laganna. Fólk vill vera frjálst til að velja sér það fjölskylduform sem það vill. Ég, þú og börnin - vísitölufjölskyldan er lifnaðarform sem hentar ekki öllum nútímafjölskyldum. Þrátt fyrir það veitir sú samsetning þeim mikil forréttindi sem ákveða að gangast við henni. En af hverju er svo mikið lagt upp úr því að "fjölskylda" samanstandi af konu, manni hennar og börnum þeirra? Af hverju fá samkynhneigðir ekki að ættleiða að utan og af hverju gilda aðrar og strangari reglur um einstæðinga sem vilja ættleiða börn? Við þessum spurningum eru engin einhlít svör, engin raunveruleg rök. Jú, krökkunum verður strítt ef foreldrar þeirra eru samkynhneigð og einstæðingar geta ekki reitt sig á aðstoð neins við uppeldi barnsins. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ráð að taka upp próf fyrir fólk sem vill eignast börn. Ef löggjafinn vill leggja svo mikið upp úr því að öll börn eignist "hið fullkomna heimili" ætti að taka upp próf. Barnaprófið. Eftirlit með með fólki sem dritar niður krakkaræksnum í löngum bunum. Um leið og fólk yrði ófrískt myndi það fara í mat hvort það væri hæft til að annast barn. Þar væri meðal annars litið til þess hvort það væri of feitt eða líffæraþegar, svo dæmi séu tekin af skilyrðum sem sett eru ættleiðendum í reglugerð um ættleiðingar nr. 238/2005. Í ættleiðingalögum segir líka að bara þeir sem eru orðnir 25 ára megi ættleiða börn nema sérstaklega standi á. Og þá spyr ég bara: Ef löggjafanum finnst fólk undir 25 ára ekki vera í stakk búið að ala upp börn nema "sérstaklega standi á", á það ekki að ganga jafnt yfir alla? Á þá ekki bara að þurfa að "standa sérstaklega á" til að fólk megi yfir höfuð eignast börn fyrir 25 ára aldur. Nei, því það væri fáránlegt. Jafn fáránlegt og að setja svona reglur um ættleiðingar. Fólk sem getur ekki eignast börn með hefðbundnum getnaðarleiðum hefur ekkert gert til að verðskulda svona meðferð. Löggjafinn verður að taka sig taki og sjá að svona reglur takmarka mjög frelsi fólks til að velja sér sambúðarform. Og það er bara alls ekki í lagi. Anna Tryggvadóttir - [email protected]
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun