Davíð verður seðlabankastjóri 9. september 2005 00:01 "Pólitísk ráðning seðlabankastjóra er ekki til þess fallin að auka trúverðugleika og tiltrú á sjálfstæði Seðlabankans og eðlilegt væri að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar," segir meðal annars í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á þingi sambandsins fyrir tveimur árum. Ungir sjálfstæðismenn hljóta að eiga erfitt eftir að foringi þeirra sem hafði verið í framlínu stjórnmálanna í rúma þrjá áratugi kvaddi á miðvikudaginn hinn pólitíska leikvang. Sérstaklega hlýtur það að valda heilabrotum að hann skuli ákveða að fara hina hefðbundnu leið - úr ráðherrastóli í Seðlabankann. Davíð Oddsson hefur ákveðið að feta fjölfarna leið þar sem fyrir eru fótspor manna eins og Geirs Hallgrímssonar, Steingríms Hermannssonar, Jóns Sigurðssonar, Finns Ingólfssonar og Birgis Ísleifs Gunnarssonar, en Davíð sest einmitt í stól hins síðast nefnda þann 20. október næstkomandi. Ályktun ungra sjálfstæðismanna endurspeglar ekki aðeins viðhorf þeirra heldur fjölmargra annarra. Pólitískar ráðningar hafa jafnan sætt harðri gagnrýni kjósenda sem og margra þingmanna. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að umræðan um réttmæti pólitískra ráðningar hafi blossað upp með reglulegu millibili hefur staðan ekkert breyst þó komið sé árið 2005. Athyglisvert var að lesa ummæli pólitískra andstæðinga Davíðs í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar veigruðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sér við að gagnrýna útleið Davíðs úr pólitíkinni og innleið hans í Seðlabankann. Skoðum aðeins hvað þau sögðu. Ingibjörg sagði: "Það kemur mér nokkuð á óvart að hann skuli fara í Seðlabankann. Að hann skuli feta þá hefðbundnu leið að fara úr forsætisráðuneytinu í Seðlabankann finnst mér ekki alveg vera í hans anda. Það er samt enginn vafi á því að hann er mjög hæfur til að setjast í bankastjórastólinn hafandi tekið þátt í að stjórna efnahagsmálunum hér um langt skeið." Steingrímur J. sagði: "Það eina sem kemur á óvart og ég átti ekki von á var að Davíð Oddsson skuli kjósa að fara í Seðlabankann." Guðjón Arnar sagði: "Ég vil óska honum til hamingju með nýja starfið og vona að hann höndli það vel, hann hefur reyndar talsverða reynslu af efnahagsmálum svo að málin ættu ekki að vera honum ókunnug á þeim vettvangi." Kannski er skiljanlegt að þremenningarnir skyldu ekki hafa gagnrýnt Davíð fyrir að fara í Seðlabankann. Það þykir jú við hæfi að fara lofsamlegum orðum um fólk sem stendur á viðlíka tímamótum og Davíð. En það mun koma verulega á óvart ef umræðan um pólitískar ráðningar mun ekki blossa upp á næstunni. Sérstaklega mun koma á óvart ef Samfylkingin tekur málið ekki upp. Flokkurin lagði nefnilega til frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabankann fyrir tveimur árum en samkvæmt frumvarpinu, sem hlaut ekki brautargengi, átti að auglýsa stöðu seðlabankastjóra. Davíð Oddsson hefur oft verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það ríkir örugglega nokkur óvissa í íslenska fjármálaheiminum um þessar mundir og sú óvissa mun ekki hverfa fyrr en Davíð hefur látið til sín taka. Hvort forkólfar fjármálaheimsins hafa hins vegar dug og þor til að gagnrýna skipun Davíðs í seðlabankastjórastólinn á hins vegar eftir að koma í ljós. Ég tel það hins vegar ólíklegt. Trausti Hafliðason - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
"Pólitísk ráðning seðlabankastjóra er ekki til þess fallin að auka trúverðugleika og tiltrú á sjálfstæði Seðlabankans og eðlilegt væri að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar," segir meðal annars í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á þingi sambandsins fyrir tveimur árum. Ungir sjálfstæðismenn hljóta að eiga erfitt eftir að foringi þeirra sem hafði verið í framlínu stjórnmálanna í rúma þrjá áratugi kvaddi á miðvikudaginn hinn pólitíska leikvang. Sérstaklega hlýtur það að valda heilabrotum að hann skuli ákveða að fara hina hefðbundnu leið - úr ráðherrastóli í Seðlabankann. Davíð Oddsson hefur ákveðið að feta fjölfarna leið þar sem fyrir eru fótspor manna eins og Geirs Hallgrímssonar, Steingríms Hermannssonar, Jóns Sigurðssonar, Finns Ingólfssonar og Birgis Ísleifs Gunnarssonar, en Davíð sest einmitt í stól hins síðast nefnda þann 20. október næstkomandi. Ályktun ungra sjálfstæðismanna endurspeglar ekki aðeins viðhorf þeirra heldur fjölmargra annarra. Pólitískar ráðningar hafa jafnan sætt harðri gagnrýni kjósenda sem og margra þingmanna. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að umræðan um réttmæti pólitískra ráðningar hafi blossað upp með reglulegu millibili hefur staðan ekkert breyst þó komið sé árið 2005. Athyglisvert var að lesa ummæli pólitískra andstæðinga Davíðs í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar veigruðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sér við að gagnrýna útleið Davíðs úr pólitíkinni og innleið hans í Seðlabankann. Skoðum aðeins hvað þau sögðu. Ingibjörg sagði: "Það kemur mér nokkuð á óvart að hann skuli fara í Seðlabankann. Að hann skuli feta þá hefðbundnu leið að fara úr forsætisráðuneytinu í Seðlabankann finnst mér ekki alveg vera í hans anda. Það er samt enginn vafi á því að hann er mjög hæfur til að setjast í bankastjórastólinn hafandi tekið þátt í að stjórna efnahagsmálunum hér um langt skeið." Steingrímur J. sagði: "Það eina sem kemur á óvart og ég átti ekki von á var að Davíð Oddsson skuli kjósa að fara í Seðlabankann." Guðjón Arnar sagði: "Ég vil óska honum til hamingju með nýja starfið og vona að hann höndli það vel, hann hefur reyndar talsverða reynslu af efnahagsmálum svo að málin ættu ekki að vera honum ókunnug á þeim vettvangi." Kannski er skiljanlegt að þremenningarnir skyldu ekki hafa gagnrýnt Davíð fyrir að fara í Seðlabankann. Það þykir jú við hæfi að fara lofsamlegum orðum um fólk sem stendur á viðlíka tímamótum og Davíð. En það mun koma verulega á óvart ef umræðan um pólitískar ráðningar mun ekki blossa upp á næstunni. Sérstaklega mun koma á óvart ef Samfylkingin tekur málið ekki upp. Flokkurin lagði nefnilega til frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabankann fyrir tveimur árum en samkvæmt frumvarpinu, sem hlaut ekki brautargengi, átti að auglýsa stöðu seðlabankastjóra. Davíð Oddsson hefur oft verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það ríkir örugglega nokkur óvissa í íslenska fjármálaheiminum um þessar mundir og sú óvissa mun ekki hverfa fyrr en Davíð hefur látið til sín taka. Hvort forkólfar fjármálaheimsins hafa hins vegar dug og þor til að gagnrýna skipun Davíðs í seðlabankastjórastólinn á hins vegar eftir að koma í ljós. Ég tel það hins vegar ólíklegt. Trausti Hafliðason - [email protected]
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun