Kvikmyndasumarið gert upp 17. október 2005 23:42 Sumarið er búið. Stóru myndirnar að baki og nú kveðja kvikmyndaverin sprengingar og ofurhetjur. Við taka "vandaðar" myndir sem eiga að keppa til Óskarsverðlauna. Ef til vill ratar einhver tilnefning á sumarmynd. Johnny Depp var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn sem Jack Sparrow. Gæti reyndar endurtekið leikinn en hann fer mikinn sem Willy Wonka í Charlie and the Chocolate Factory. Leikur og handrit skipta minna máli hjá hinum svokölluðu sumarsmellum. Það er hversu mikið þær hala inn sem öllu máli skiptir. Ef vel tekst til fáum við að sjá framhald á framhald ofan. Ef ekkert gengur verða einhverjir hengdir. Það sem vekur athygli á lista tímaritsins Hollywood Reporter er að yfirburðir Star Wars eru gríðarlegir eftir sumarið. Hún þénar næstum því fimmtíu milljónum dollara meira en War of the Worlds eftir Spielberg. Heimsendamyndin hefur síðan tæplega þrjátíu milljóna dollar forskot á Batman Begins. Listi Hollywood Reporter er tekinn saman frá Memorial Day sem er 30. maí til Labour Day sem er 5.september en flest kvikmyndaver taka saman sína lista frá byrjun maí. Hvað má svo ráða í þennan lista? Sú niðurstaða sem ég dreg er að eina myndin sem hafi verið beðið með einhverri alvöru eftirvæntingu er lokakafli Star Wars. Aðrar myndir hafi síðan skipt aðsókninni jafnt á milli sín. Það hefði í raun verið óeðlilegt ef Spielberg og Cruise hefðu ekki trekkt jafn mikið að og raun bar vitni. Þeir eiga ekki að geta klikkað. Kvikmyndin Wedding Crashers verður tvímælalaust að teljast einn af sigurvegurum ársins. Þrátt fyrir að hafa verið bönnuð börnum yngri en tólf ára hreppti hún engu að síður fimmta sætið, halaði inn í miðasölu tæplega tvö hundruð milljón dollara. Þær myndir sem taldar eru hafa "floppað" eru Kingdom of Heaven, Stelth og The Island. Aðrar myndir standast í raun þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ekki var hægt að reikna með að Sin City kæmist inn á þennan lista þar sem mun færri áhorfendur komast inn á hana þar aldurstakmarkið inn á hana er mun hærra en á aðrar myndir. Ef þetta ár er hins vegar borið saman við árið í fyrra má sjá að að sigurmyndin frá því í fyrra tók inn mun meira en sigurmyndin í ár. Önnur myndin um græna skrímslið Skrekk tók inn 436 milljónir dala á meðan Stjörnustríðið halaði "einungis" inn 379 milljónir dollara. Það vekur ennfremur athygli að Star Wars myndin er eina myndin sem nær 300 milljóna dollara markinu en í fyrra náðu tvær myndir því marki. Aðeins níu myndir ná hundrað milljóna króna markinu en til samanburðar náðu ellefu því marki í fyrra og fimmtán metárið 2003. Hvað varðar sjálfstæða kvikmyndagerð báru kvikmyndir Paul Haggis, Crash, og mörgæsamyndin March of the Penguins, höfuð og herða yfir aðrar "minni" myndir í sumar. Þá vekur það einnig athygli að engin kvikmynd í sumar sló nein opnunarmet og komust ekki í hálfkvisti við stærstu opnanir ársins í fyrra. Freyr Gígja Gunnarsson -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Sumarið er búið. Stóru myndirnar að baki og nú kveðja kvikmyndaverin sprengingar og ofurhetjur. Við taka "vandaðar" myndir sem eiga að keppa til Óskarsverðlauna. Ef til vill ratar einhver tilnefning á sumarmynd. Johnny Depp var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn sem Jack Sparrow. Gæti reyndar endurtekið leikinn en hann fer mikinn sem Willy Wonka í Charlie and the Chocolate Factory. Leikur og handrit skipta minna máli hjá hinum svokölluðu sumarsmellum. Það er hversu mikið þær hala inn sem öllu máli skiptir. Ef vel tekst til fáum við að sjá framhald á framhald ofan. Ef ekkert gengur verða einhverjir hengdir. Það sem vekur athygli á lista tímaritsins Hollywood Reporter er að yfirburðir Star Wars eru gríðarlegir eftir sumarið. Hún þénar næstum því fimmtíu milljónum dollara meira en War of the Worlds eftir Spielberg. Heimsendamyndin hefur síðan tæplega þrjátíu milljóna dollar forskot á Batman Begins. Listi Hollywood Reporter er tekinn saman frá Memorial Day sem er 30. maí til Labour Day sem er 5.september en flest kvikmyndaver taka saman sína lista frá byrjun maí. Hvað má svo ráða í þennan lista? Sú niðurstaða sem ég dreg er að eina myndin sem hafi verið beðið með einhverri alvöru eftirvæntingu er lokakafli Star Wars. Aðrar myndir hafi síðan skipt aðsókninni jafnt á milli sín. Það hefði í raun verið óeðlilegt ef Spielberg og Cruise hefðu ekki trekkt jafn mikið að og raun bar vitni. Þeir eiga ekki að geta klikkað. Kvikmyndin Wedding Crashers verður tvímælalaust að teljast einn af sigurvegurum ársins. Þrátt fyrir að hafa verið bönnuð börnum yngri en tólf ára hreppti hún engu að síður fimmta sætið, halaði inn í miðasölu tæplega tvö hundruð milljón dollara. Þær myndir sem taldar eru hafa "floppað" eru Kingdom of Heaven, Stelth og The Island. Aðrar myndir standast í raun þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ekki var hægt að reikna með að Sin City kæmist inn á þennan lista þar sem mun færri áhorfendur komast inn á hana þar aldurstakmarkið inn á hana er mun hærra en á aðrar myndir. Ef þetta ár er hins vegar borið saman við árið í fyrra má sjá að að sigurmyndin frá því í fyrra tók inn mun meira en sigurmyndin í ár. Önnur myndin um græna skrímslið Skrekk tók inn 436 milljónir dala á meðan Stjörnustríðið halaði "einungis" inn 379 milljónir dollara. Það vekur ennfremur athygli að Star Wars myndin er eina myndin sem nær 300 milljóna dollara markinu en í fyrra náðu tvær myndir því marki. Aðeins níu myndir ná hundrað milljóna króna markinu en til samanburðar náðu ellefu því marki í fyrra og fimmtán metárið 2003. Hvað varðar sjálfstæða kvikmyndagerð báru kvikmyndir Paul Haggis, Crash, og mörgæsamyndin March of the Penguins, höfuð og herða yfir aðrar "minni" myndir í sumar. Þá vekur það einnig athygli að engin kvikmynd í sumar sló nein opnunarmet og komust ekki í hálfkvisti við stærstu opnanir ársins í fyrra. Freyr Gígja Gunnarsson -[email protected]
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar