Að leika sér í umferðinni 22. september 2005 00:01 Umferðin - Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Eftirfarandi er saga sem hefur ítrekað átt sér stað. Það er undir lesandanum komið hvort þessi saga endurtekur sig. Sögupersónur geta verið á öllum aldri og sögulok eru ófyrirsjáanleg og háð tilviljunum: Nú fyrir nokkrum dögum síðan fór rúmlega tvítugur maður út að leika sér. Hann var með nýja dýra leikfangið sem hann hafði dreymt lengi um. Kraftmikinn, sportlegan, gljáfægðan og glansandi nýjan bíl. Leið hans lá um þröngar og misgreiðar götur þar sem 30 km hámarkshraði gildir. Hann lét bílinn fara upp í 60 km/klukkustund enda engin umferð í götunni. Honum fannst þetta reyndar mjög lítill hraði og beið þess spenntur að geta þeyst enn hraðar. Hann "fræsti" hraðahindranirnar eins og félagar hans kölluðu það þegar þeir óku yfir þær án þess að slá af. Hann var gagntekinn frelsistilfinningu. Fannst hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af neinu nema sjálfum sér, enda engan bíl að sjá. Hann gæti leyft sér nánast allt. Hann var líka ótrúlega góður ökumaður og taldi hann sig hafa mikla reynslu. Var búinn að keyra í rétt rúm þrjú ár. "Úps!" Hann snarhemlaði. Þarna munaði litlu. Það hljóp köttur fyrir bílinn en hann slapp - sem betur fer. Unga manninum var brugðið enda var hann mikill katta- og dýravinur. Mátti ekkert aumt sjá. Nú var hann kominn inn á götu þar sem honum fannst hann mega fara miklu hraðar. Þar var 50 km hámarkshraði og honum fannst sem honum væri alveg óhætt að fara miklu hraðar en það. Kötturinn hafði sloppið þannig að nú var allt í góðu lagi. Bíllinn var kominn upp í 115 km hraða og allt var bara "cool". Aðeins neðar í götunni stóð lítið sex ára gamalt barn við gangstéttabrún. Það var á bakvið kyrrstæðan bíl. Barnið gerði nákvæmlega eins og það hafði lært í Umferðarskólanum og hjá foreldrum sínum. Það gáði til beggja hliða. Horfði í dágóða stund. Sá bílinn sem virtist langt í burtu. Það skynjaði ekki almennilega hraðann á bílnum vegna fjarlægðar hans en hann virtist langt í burtu. Öllu virtist óhætt og því steig barnið skrefið út á gangbrautina. Skyndilega heyrðist stutt, skerandi og hvellt hljóð. Barnið stöðvaði og sá hvar inn á götuna kom lögreglubíll með blá blikkandi ljós. Um leið sá það hvar bíll unga mannsins snarhemlaði og það skrýtna var að nú var hann aðeins örfáa metra frá barninu og kom æðandi að því. Skelfingu lostið stökk það aftur upp á gangstéttina. Það fann þytinn og heyrði ærandi hemlahljóðin rétt fyrir aftan sig þegar bíllinn þaut hjá. Lögreglan vissi ekki að hún hafði bjargað lífi barnsins. Ungi maðurinn sem í huga sér blótaði lögreglunni vissi ekki að honum hafði verið forðað frá því að verða banamaður barnsins. Barnið vissi ekki að bíllinn fór svona hratt. Við vitum oft ekki hvað er framundan á vegi okkar. Gerðu ráð fyrir því óvænta og búðu þannig í haginn að þú getir brugðist við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Umferðin - Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Eftirfarandi er saga sem hefur ítrekað átt sér stað. Það er undir lesandanum komið hvort þessi saga endurtekur sig. Sögupersónur geta verið á öllum aldri og sögulok eru ófyrirsjáanleg og háð tilviljunum: Nú fyrir nokkrum dögum síðan fór rúmlega tvítugur maður út að leika sér. Hann var með nýja dýra leikfangið sem hann hafði dreymt lengi um. Kraftmikinn, sportlegan, gljáfægðan og glansandi nýjan bíl. Leið hans lá um þröngar og misgreiðar götur þar sem 30 km hámarkshraði gildir. Hann lét bílinn fara upp í 60 km/klukkustund enda engin umferð í götunni. Honum fannst þetta reyndar mjög lítill hraði og beið þess spenntur að geta þeyst enn hraðar. Hann "fræsti" hraðahindranirnar eins og félagar hans kölluðu það þegar þeir óku yfir þær án þess að slá af. Hann var gagntekinn frelsistilfinningu. Fannst hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af neinu nema sjálfum sér, enda engan bíl að sjá. Hann gæti leyft sér nánast allt. Hann var líka ótrúlega góður ökumaður og taldi hann sig hafa mikla reynslu. Var búinn að keyra í rétt rúm þrjú ár. "Úps!" Hann snarhemlaði. Þarna munaði litlu. Það hljóp köttur fyrir bílinn en hann slapp - sem betur fer. Unga manninum var brugðið enda var hann mikill katta- og dýravinur. Mátti ekkert aumt sjá. Nú var hann kominn inn á götu þar sem honum fannst hann mega fara miklu hraðar. Þar var 50 km hámarkshraði og honum fannst sem honum væri alveg óhætt að fara miklu hraðar en það. Kötturinn hafði sloppið þannig að nú var allt í góðu lagi. Bíllinn var kominn upp í 115 km hraða og allt var bara "cool". Aðeins neðar í götunni stóð lítið sex ára gamalt barn við gangstéttabrún. Það var á bakvið kyrrstæðan bíl. Barnið gerði nákvæmlega eins og það hafði lært í Umferðarskólanum og hjá foreldrum sínum. Það gáði til beggja hliða. Horfði í dágóða stund. Sá bílinn sem virtist langt í burtu. Það skynjaði ekki almennilega hraðann á bílnum vegna fjarlægðar hans en hann virtist langt í burtu. Öllu virtist óhætt og því steig barnið skrefið út á gangbrautina. Skyndilega heyrðist stutt, skerandi og hvellt hljóð. Barnið stöðvaði og sá hvar inn á götuna kom lögreglubíll með blá blikkandi ljós. Um leið sá það hvar bíll unga mannsins snarhemlaði og það skrýtna var að nú var hann aðeins örfáa metra frá barninu og kom æðandi að því. Skelfingu lostið stökk það aftur upp á gangstéttina. Það fann þytinn og heyrði ærandi hemlahljóðin rétt fyrir aftan sig þegar bíllinn þaut hjá. Lögreglan vissi ekki að hún hafði bjargað lífi barnsins. Ungi maðurinn sem í huga sér blótaði lögreglunni vissi ekki að honum hafði verið forðað frá því að verða banamaður barnsins. Barnið vissi ekki að bíllinn fór svona hratt. Við vitum oft ekki hvað er framundan á vegi okkar. Gerðu ráð fyrir því óvænta og búðu þannig í haginn að þú getir brugðist við því.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun