Marel á leið heim 30. september 2005 00:01 Marel Jóhann Baldvinsson, knattspyrnumaður Lokeren í Belgíu, er á heimleið eftir rúm fimm ár í atvinnumennsku. Marel hefur átt við erfið meiðsli á hné að stríða undanfarin ár og sækist nú eftir starfslokasamningi hjá belgíska liðinu. "Ég hef náð samkomulagi um starfslokasamning við stjórnendur Lokeren í meginatriðum. Hins vegar eigum við eftir að ljúka ákveðnum þáttum í því ferli en ég vonast til að geta klárað það í næstu viku og komið heim í kjölfarið," sagði Marel Jóhann sem er einn fjögurra Íslendinga á mála hjá Lokeren. Belgíska úrvalsdeildarliðið Moeskroen reyndi að fá Marel til liðs við sig fyrir lok félagaskiptagluggans í byrjun mánaðarins en Marel sagði ekki vilja fara í nýtt lið meiddur og vildi heldur hefja nýtt líf í boltanum heima á Íslandi. Marel er 24 ára gamall framherji, alinn upp í Breiðablik. Hann spilaði vel með Breiðablik í byrjun leiktímabils árið 2000 og gerði þrjú mörk í fimm leikjum og var þaðan seldur til norska liðsins Stabæk árið 2000 fyrir 30 milljónir. Eftir gott tímabil með Stabæk árið 2001 spurðist fjöldi liða um leikmanninn sem var þó ekki seldur frá Stabæk til Lokeren fyrr en í janúarmánuði árið 2003. Hjá Lokeren hitti hann fyrir Íslendingana Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson. Hann var fastamaður á vinstri kanti í liði Lokeren sem kom mjög á óvart og varð í þriðja sæti í deildinni vorið 2003. Árið eftir lék hann 27 leiki fyrir liðið sem þá lenti í 11. sæti. Á þessari leiktíð hefur hann ekkert getað leikið vegna brjóskeyðingar á hné en er á hröðum batavegi og að verða klár í slaginn. Marel hefur leikið 14 landsleiki fyrir Íslands hönd."Ég hlakka mikið til að koma heim. Ég held að líkaminn á mér fari létt með að leika í nokkur ár til viðbótar heima á Íslandi því það er álagið hérna sem veldur því að þetta er ekki að ganga upp. Þegar heim er komið ætla ég að skoða mín mál. Vissulega hefur Breiðablik verið nefnt en það er ekkert ákveðið."Ég hef sjaldan eða aldrei verið í betra líkamlegu standi og hugað mjög vel að mataræði og æfingum. Það verða vissulega mikil viðbrigði að koma á klakann en ég er ekki á leiðinni í boltann á Íslandi til að að setja tærnar upp í loft eins og einhverjir hafa gert þegar þeir hafa komið heim. Ég ætla að gera þetta af heilum hug. Það er ekkert gaman að koma heim og geta síðan ekki neitt, það hefur enginn gaman af því," sagði Marel ákveðinn í að setja sitt mark á íslenska knattspyrnusumarið 2006. "Eins og áður sagði þá á ég aðeins eftir að klára að semja um starfslokasamning. Ég hef notið mikillar aðstoðar frá Ólafi Garðarssyni, lögmanni og umboðsmanni. Hann hefur reynst mér mjög vel. Hann talar hreint og beint og það er því miður fáheyrt í þessu fagi. Þá kann ég að meta það að hann er einn þeirra sem alltaf fylgjast með manni sama hvort vel eða illa gangi." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Marel Jóhann Baldvinsson, knattspyrnumaður Lokeren í Belgíu, er á heimleið eftir rúm fimm ár í atvinnumennsku. Marel hefur átt við erfið meiðsli á hné að stríða undanfarin ár og sækist nú eftir starfslokasamningi hjá belgíska liðinu. "Ég hef náð samkomulagi um starfslokasamning við stjórnendur Lokeren í meginatriðum. Hins vegar eigum við eftir að ljúka ákveðnum þáttum í því ferli en ég vonast til að geta klárað það í næstu viku og komið heim í kjölfarið," sagði Marel Jóhann sem er einn fjögurra Íslendinga á mála hjá Lokeren. Belgíska úrvalsdeildarliðið Moeskroen reyndi að fá Marel til liðs við sig fyrir lok félagaskiptagluggans í byrjun mánaðarins en Marel sagði ekki vilja fara í nýtt lið meiddur og vildi heldur hefja nýtt líf í boltanum heima á Íslandi. Marel er 24 ára gamall framherji, alinn upp í Breiðablik. Hann spilaði vel með Breiðablik í byrjun leiktímabils árið 2000 og gerði þrjú mörk í fimm leikjum og var þaðan seldur til norska liðsins Stabæk árið 2000 fyrir 30 milljónir. Eftir gott tímabil með Stabæk árið 2001 spurðist fjöldi liða um leikmanninn sem var þó ekki seldur frá Stabæk til Lokeren fyrr en í janúarmánuði árið 2003. Hjá Lokeren hitti hann fyrir Íslendingana Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson. Hann var fastamaður á vinstri kanti í liði Lokeren sem kom mjög á óvart og varð í þriðja sæti í deildinni vorið 2003. Árið eftir lék hann 27 leiki fyrir liðið sem þá lenti í 11. sæti. Á þessari leiktíð hefur hann ekkert getað leikið vegna brjóskeyðingar á hné en er á hröðum batavegi og að verða klár í slaginn. Marel hefur leikið 14 landsleiki fyrir Íslands hönd."Ég hlakka mikið til að koma heim. Ég held að líkaminn á mér fari létt með að leika í nokkur ár til viðbótar heima á Íslandi því það er álagið hérna sem veldur því að þetta er ekki að ganga upp. Þegar heim er komið ætla ég að skoða mín mál. Vissulega hefur Breiðablik verið nefnt en það er ekkert ákveðið."Ég hef sjaldan eða aldrei verið í betra líkamlegu standi og hugað mjög vel að mataræði og æfingum. Það verða vissulega mikil viðbrigði að koma á klakann en ég er ekki á leiðinni í boltann á Íslandi til að að setja tærnar upp í loft eins og einhverjir hafa gert þegar þeir hafa komið heim. Ég ætla að gera þetta af heilum hug. Það er ekkert gaman að koma heim og geta síðan ekki neitt, það hefur enginn gaman af því," sagði Marel ákveðinn í að setja sitt mark á íslenska knattspyrnusumarið 2006. "Eins og áður sagði þá á ég aðeins eftir að klára að semja um starfslokasamning. Ég hef notið mikillar aðstoðar frá Ólafi Garðarssyni, lögmanni og umboðsmanni. Hann hefur reynst mér mjög vel. Hann talar hreint og beint og það er því miður fáheyrt í þessu fagi. Þá kann ég að meta það að hann er einn þeirra sem alltaf fylgjast með manni sama hvort vel eða illa gangi."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti