Synd að Ívar sé ekki í hópnum 4. október 2005 00:01 Brynjar Björn Gunnarsson, hetja Reading í uppgjöri efstu liðanna í ensku fyrstu deildinni, segir að samherji sinn Ívar Ingimarsson eigi heima í landsliðinu. "Það er algjör synd að Ívar Ingimarsson gefi ekki kost á sér í landsliðið. Það vantar ansi mikið í vörnina hjá okkur gegn Pólverjum og Svíum. Hermann [Hreiðarsson] er til dæmis ekki með en þótt allir væru klárir í leikinn ætti Ívar heima í byrjunarliði Íslands. Hann hefur spilað mjög vel fyrir Reading og ekki bara í haust heldur einnig í fyrravetur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið en Brynjar Björn er samherji Ívars hjá Reading, sem er í 2. sæti ensku 1. deildarinnar og lagði topplið Sheffield United um helgina 2-1. Brynjar Björn var á skotskónum, skoraði bæði mörk Reading og var valinn maður leiksins í flestum enskum fjölmiðlum.Ívar hefur fengið afbragðsdóma fyrir frammistöðuna á leiktíðinni með Reading. Hann hefur spilað frábærlega vel sem miðvörður en Reading hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í þrettán leikjum. Brynjari Birni hefur einnig vaxið ásmegin með hverjum leik."Það er ljóst að Ívar er einn af þeim fyrstu sem Steve Coppell [stjóri Reading] velur í liðið í hvern einasta leik. Coppell treystir honum greinilega enda hafa þeir unnið lengi saman. Þetta er þriðja liðið sem Coppell stýrir með Ívar innanborðs. Vörnin er gríðarlega sterk og Ívar hefur spilað mjög vel," sagði Brynjar Björn, sem gekk til liðs við Reading í sumar frá Watford. Ívar ákvað í fyrrahaust að gefa ekki kost á sér í landsliðið þar sem hann var meðal annars ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu og hefur hans verið sárt saknað í vörninni, sem hefur verið helsta vandamál íslenska landsliðsins.Brynjar Björn er annars mjög ánægður með dvölina hjá Reading. "Eigandi Reading hefur lagt mikinn pening í liðið undanfarin ár og það er ákveðin pressa að koma því upp í úrvalsdeild. Hér er nýr leikvangur og ný og glæsileg æfingaaðstaða og því ekkert til sparað. Það kitlar að komast upp í úrvalsdeildina og spreyta sig þar. Við eigum að geta farið alla leið." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, hetja Reading í uppgjöri efstu liðanna í ensku fyrstu deildinni, segir að samherji sinn Ívar Ingimarsson eigi heima í landsliðinu. "Það er algjör synd að Ívar Ingimarsson gefi ekki kost á sér í landsliðið. Það vantar ansi mikið í vörnina hjá okkur gegn Pólverjum og Svíum. Hermann [Hreiðarsson] er til dæmis ekki með en þótt allir væru klárir í leikinn ætti Ívar heima í byrjunarliði Íslands. Hann hefur spilað mjög vel fyrir Reading og ekki bara í haust heldur einnig í fyrravetur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið en Brynjar Björn er samherji Ívars hjá Reading, sem er í 2. sæti ensku 1. deildarinnar og lagði topplið Sheffield United um helgina 2-1. Brynjar Björn var á skotskónum, skoraði bæði mörk Reading og var valinn maður leiksins í flestum enskum fjölmiðlum.Ívar hefur fengið afbragðsdóma fyrir frammistöðuna á leiktíðinni með Reading. Hann hefur spilað frábærlega vel sem miðvörður en Reading hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í þrettán leikjum. Brynjari Birni hefur einnig vaxið ásmegin með hverjum leik."Það er ljóst að Ívar er einn af þeim fyrstu sem Steve Coppell [stjóri Reading] velur í liðið í hvern einasta leik. Coppell treystir honum greinilega enda hafa þeir unnið lengi saman. Þetta er þriðja liðið sem Coppell stýrir með Ívar innanborðs. Vörnin er gríðarlega sterk og Ívar hefur spilað mjög vel," sagði Brynjar Björn, sem gekk til liðs við Reading í sumar frá Watford. Ívar ákvað í fyrrahaust að gefa ekki kost á sér í landsliðið þar sem hann var meðal annars ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu og hefur hans verið sárt saknað í vörninni, sem hefur verið helsta vandamál íslenska landsliðsins.Brynjar Björn er annars mjög ánægður með dvölina hjá Reading. "Eigandi Reading hefur lagt mikinn pening í liðið undanfarin ár og það er ákveðin pressa að koma því upp í úrvalsdeild. Hér er nýr leikvangur og ný og glæsileg æfingaaðstaða og því ekkert til sparað. Það kitlar að komast upp í úrvalsdeildina og spreyta sig þar. Við eigum að geta farið alla leið."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira