Kosið um 23 þúsund manna byggð 5. október 2005 00:01 Í sameiningarkosningunum á laugardag taka íbúar við Eyjafjörð afstöðu til þess hvort tímabært sé að sameina öll sveitarfélögin á svæðinu, að undanskildum Grímseyjarhreppi. Þar með yrði til ríflega 23 þúsund manna samfélag við Eyjarfjörð þar sem um 70 prósent íbúanna búa á Akureyri. Stærsta sameiningarkosningin á laugardaginn, með tilliti til fjölda sveitarfélaga, snýst um sameiningu níu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Haldnir voru kynningarfundir í öllum sveitarfélögunum níu og var fundarsókn allgóð á flestum stöðunum. Síðasti kynningarfundurinn var haldinn á Akureyri í gærkvöld og var fundarsókn mjög dræm, en einungis 60 aftæplega 17 þúsund íbúum bæjarins mættu á fundinn. Samkvæmt viðhorfskönnun rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri frá því í febrúar síðastliðnum nýtur hugmyndin um eitt sveitarfélag við Eyjafjörð meira fylgis á meðal íbúa þéttbýlisstaðanna fjögurra en í hinum fimm sveitarfélögunum þar sem byggð er dreifðari. Andstaðan við stórsameiningu í Eyjafirði virðist vera hvað mest í Eyjafjarðarsveit og Grýtubakkahreppi, en á Grenivík sem er í Grýtubakkahreppi er sagt að þeir sem hlynntir séu sameiningu fari með veggjum. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir að íbúar þar óttist mest að svæðið verði jaðarbyggð í þessu stóra sveitarfélagi. Dæmin hafi sýnt það að jaðarbyggðir líði fyrir stöðu sína og þjónusta hafi skerst þar. Grýtubakkahreppur eigi heilmiklar eignir í aflaheimildum og þær hafi verið nýttar til þess að byggja upp atvinnulífið á staðnum. Guðný segir enn fremur að dæmin hafi sýnt það að sveitarfélög hafi ekki legið á sínum aflaheimildum heldur yfirleitt selt þær. Það óttist íbúar á staðnum mest. Guðný segir að Grenvíkingar leiti mikið til Akureyrar nú þegar og henni finnist mjög gott að hafa bæinn í nágrenninu en bæjarfélögin þurfi ekkert endilega að ganga í eina sæng. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er misjöfn en verst er staðan í Ólafsfirðir, Dalvíkurbyggð, Siglufirði og Hörgárbyggð. Erfitt er hins vegar að meta til fulls fjárhagsstöðu sveitarfélaganna þar sem bókfærðar eignir kunna að vera aðrar en markaðsverð þeirra. Slagorð Akureyrarbæjar er: Öll lífsins gæði. Aðspurður, ef það sé satt og rétt, hvort Akureyringar hafi eftir einhverju að slægjast í kosningunum segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, að hann telji að það sé eftir töluverðu að slægjast fyrir alla íbúa svæðisins, að standa saman sem Eyfirðingar út á við og inn á við og halda málum sínum saman fram sem ein heild fremur en að vera með níu ólíkar, uppbrotnar skoðanir. Sófanías Antonsson, íbúi á Dalvík, segist aðspurður sáttur við að sameinast Akureyringum og telur að helsti ávinningur Dalvíkinga af sameiningunni verði á sviði fjármála, en fjárhagur Dalvíkur hefur verið erfiður. Ásrún Aðalsteinsdóttir, íbúi á Akureyri, segist ætla að hafna sameiningunni þar sem hún telji að litlu sveitarfélögin eigi ekki samleið með Akureyri. Hólmgeir Valdimarsson, íbúi í Eyjafjarðarsveit, segist aðspurður afar hlynntur sameiningu vegna þess að sameinaðir muni Eyfirðingar búa til enn öflugra sveitarfélag heldur en verði nokkurn tíma hægt að áorka í Eyjafjarðarsveit. Árið 1993 var gerð tilraun til stórsameiningar við Eyjafjörð. Þá voru Siglfirðingar ekki inni í myndinni. Í þeim kosningum samþykktu íbúar á Akureyri, í Arnarhreppi og Hrísey sameiningu en íbúar annarra sveitarfélaga við Eyjafjörð voru ekki tilbúnir að sameinast fyrir tólf árum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Í sameiningarkosningunum á laugardag taka íbúar við Eyjafjörð afstöðu til þess hvort tímabært sé að sameina öll sveitarfélögin á svæðinu, að undanskildum Grímseyjarhreppi. Þar með yrði til ríflega 23 þúsund manna samfélag við Eyjarfjörð þar sem um 70 prósent íbúanna búa á Akureyri. Stærsta sameiningarkosningin á laugardaginn, með tilliti til fjölda sveitarfélaga, snýst um sameiningu níu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Haldnir voru kynningarfundir í öllum sveitarfélögunum níu og var fundarsókn allgóð á flestum stöðunum. Síðasti kynningarfundurinn var haldinn á Akureyri í gærkvöld og var fundarsókn mjög dræm, en einungis 60 aftæplega 17 þúsund íbúum bæjarins mættu á fundinn. Samkvæmt viðhorfskönnun rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri frá því í febrúar síðastliðnum nýtur hugmyndin um eitt sveitarfélag við Eyjafjörð meira fylgis á meðal íbúa þéttbýlisstaðanna fjögurra en í hinum fimm sveitarfélögunum þar sem byggð er dreifðari. Andstaðan við stórsameiningu í Eyjafirði virðist vera hvað mest í Eyjafjarðarsveit og Grýtubakkahreppi, en á Grenivík sem er í Grýtubakkahreppi er sagt að þeir sem hlynntir séu sameiningu fari með veggjum. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir að íbúar þar óttist mest að svæðið verði jaðarbyggð í þessu stóra sveitarfélagi. Dæmin hafi sýnt það að jaðarbyggðir líði fyrir stöðu sína og þjónusta hafi skerst þar. Grýtubakkahreppur eigi heilmiklar eignir í aflaheimildum og þær hafi verið nýttar til þess að byggja upp atvinnulífið á staðnum. Guðný segir enn fremur að dæmin hafi sýnt það að sveitarfélög hafi ekki legið á sínum aflaheimildum heldur yfirleitt selt þær. Það óttist íbúar á staðnum mest. Guðný segir að Grenvíkingar leiti mikið til Akureyrar nú þegar og henni finnist mjög gott að hafa bæinn í nágrenninu en bæjarfélögin þurfi ekkert endilega að ganga í eina sæng. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er misjöfn en verst er staðan í Ólafsfirðir, Dalvíkurbyggð, Siglufirði og Hörgárbyggð. Erfitt er hins vegar að meta til fulls fjárhagsstöðu sveitarfélaganna þar sem bókfærðar eignir kunna að vera aðrar en markaðsverð þeirra. Slagorð Akureyrarbæjar er: Öll lífsins gæði. Aðspurður, ef það sé satt og rétt, hvort Akureyringar hafi eftir einhverju að slægjast í kosningunum segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, að hann telji að það sé eftir töluverðu að slægjast fyrir alla íbúa svæðisins, að standa saman sem Eyfirðingar út á við og inn á við og halda málum sínum saman fram sem ein heild fremur en að vera með níu ólíkar, uppbrotnar skoðanir. Sófanías Antonsson, íbúi á Dalvík, segist aðspurður sáttur við að sameinast Akureyringum og telur að helsti ávinningur Dalvíkinga af sameiningunni verði á sviði fjármála, en fjárhagur Dalvíkur hefur verið erfiður. Ásrún Aðalsteinsdóttir, íbúi á Akureyri, segist ætla að hafna sameiningunni þar sem hún telji að litlu sveitarfélögin eigi ekki samleið með Akureyri. Hólmgeir Valdimarsson, íbúi í Eyjafjarðarsveit, segist aðspurður afar hlynntur sameiningu vegna þess að sameinaðir muni Eyfirðingar búa til enn öflugra sveitarfélag heldur en verði nokkurn tíma hægt að áorka í Eyjafjarðarsveit. Árið 1993 var gerð tilraun til stórsameiningar við Eyjafjörð. Þá voru Siglfirðingar ekki inni í myndinni. Í þeim kosningum samþykktu íbúar á Akureyri, í Arnarhreppi og Hrísey sameiningu en íbúar annarra sveitarfélaga við Eyjafjörð voru ekki tilbúnir að sameinast fyrir tólf árum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira