Sameiningarkosningar í dag 8. október 2005 00:01 Kosið er um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi í dag. Ólíklegt þykir að af sameiningu verði flestum þessara staða en bæjarstjórar og oddvitar hafa margir hverjir verið duglegir við að hvetja sitt fólk til að kjósa gegn sameiningu. Kosið er meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur, um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar og um sameiningu allra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Um 70 þúsund manns eru á kjörskrá, flestir eru í Hafnarfirði eða rúmlega fimmtán þúsund - þá eru fæstir á kjörskrá í Mjóafjarðarhreppi, en þar eru aðeins 38 á kjörskrá. Verði sameiningar samþykktar fækkar sveitarfélögum á landinu úr 92 í 47. Lítill vilji virðist vera á Suðurlandi fyrir því að sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa sameinist í eitt. Þá er einnig talið líklegt að sameining verði að engu á Suðurnesjum og sömu sögu er að segja um sameiningarnar í Eyjafirði. Atkvæðagreiðsla fer fram um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi á 80 kjörstöðum. Jöfnunarsjóður fær 2,4 milljarða króna sem afhentir verða nýjum sveitarfélögum til að þróa stjórnsýslu sína og þjónustu næstu fögur ár eftir sameiningu en tveir þriðju íbúa á hverju svæði verða að samþykkja sameiningu svo hún geti gengið í gegn. Ljóst er að tilfinningar fólks spila stóran þátt í máli þessu sem og fjárhagsstaða bæjanna sem er mjög misjöfn, en þessir tveir þættir eru taldir munu ráða niðurstöðum kosninganna á morgun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Kosið er um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi í dag. Ólíklegt þykir að af sameiningu verði flestum þessara staða en bæjarstjórar og oddvitar hafa margir hverjir verið duglegir við að hvetja sitt fólk til að kjósa gegn sameiningu. Kosið er meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur, um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar og um sameiningu allra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Um 70 þúsund manns eru á kjörskrá, flestir eru í Hafnarfirði eða rúmlega fimmtán þúsund - þá eru fæstir á kjörskrá í Mjóafjarðarhreppi, en þar eru aðeins 38 á kjörskrá. Verði sameiningar samþykktar fækkar sveitarfélögum á landinu úr 92 í 47. Lítill vilji virðist vera á Suðurlandi fyrir því að sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa sameinist í eitt. Þá er einnig talið líklegt að sameining verði að engu á Suðurnesjum og sömu sögu er að segja um sameiningarnar í Eyjafirði. Atkvæðagreiðsla fer fram um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi á 80 kjörstöðum. Jöfnunarsjóður fær 2,4 milljarða króna sem afhentir verða nýjum sveitarfélögum til að þróa stjórnsýslu sína og þjónustu næstu fögur ár eftir sameiningu en tveir þriðju íbúa á hverju svæði verða að samþykkja sameiningu svo hún geti gengið í gegn. Ljóst er að tilfinningar fólks spila stóran þátt í máli þessu sem og fjárhagsstaða bæjanna sem er mjög misjöfn, en þessir tveir þættir eru taldir munu ráða niðurstöðum kosninganna á morgun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira