Útilokar ekki lagasetningu 9. október 2005 00:01 Áform um sameiningu sveitarfélaga biðu afhroð í kosningum í gær. Af sextán sameiningartillögum voru fimmtán felldar. Kosið var um sextán sameiningartillögur í sextíu og einu sveitarfélagi. Eina sameiningin sem náði að fullu fram að ganga í kosningunum í gær var á Austfjörðum, en þar var samþykkt að sameina Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhrepp, Fjarðabyggð og Mjóafjarðarhrepp. Mjóafjarðarhreppur verður því frá og með næsta vori ekki lengur til og þar af leiðandi ekki lengur fámennasta sveitarfélag landsins. Um 70 þúsund manns voru samtals á kjörskrá í þeim sveitarfélögum þar sem kosið var um sameiningu. Kjörsókn var heldur dræm eða rétt um þriðjungur. Verst var kjörsóknin í Reykjanesbæ en þar kaus innan við tíundihluti kosningabærra manna. Ef litið er á heildarniðurstöður kosninganna má, þrátt fyrir að aðeins ein sameining skuli hafa gengið í gegn, sjá að töluvert margir vilja sameiningu sveitarfélaga. 44 prósent þeirra sem kusu voru þannig hlynnt sameiningaráfromum á meðan 56 prósent voru á móti. Í fimm sveitarfélögum verða sameiningarkosningar endurteknar innan sex vikna. Það er í Aðaldælahreppi, Kelduneshreppi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi þar sem kosið er um sameiningu við Húsavíkurbæ, Öxarfjarðarhrepp og Raufarhafnarhrepp. Einnig munu íbúar Reykhólahrepps greiða atkvæði að nýju um sameiningu við Dalabyggð og Saurbæjarhrepp. Þessar endurtekningar á kosningunni koma til vegna þess að meirihluti íbúa á svæðinu sem til stóð að sameina var hlynntur þeim áformum, þó meirihluti íbúa innan einstakra sveitarfélaga hafi verið á móti. Allar stærstu sameiningarnar voru felldar. Íbúar Garðs og Sandgerðis kolfelldu sameiningu við Reykjanesbæ, þar sameining var aftur á móti samþykkt. Hafnfirðingar samþykktu sameiningu við Vatnsleysustrandarhrepp með yfirgnæfandi meirihluta, þar var kjörsókn hinsvegar dræm, íbúar Vatnsleysustrandarhreppar hinsvegar voru allt annarar skoðunar. Á Snæfellsnesi var fyrirhuguð sameining allra sveitarfélaganna felld, í öllum sveitarfélögunum. Eyfirðingar kolfelldu einnig sína sameiningu, þar voru það einungis íbúar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem sögðu já. Önnur sveitarfélög á svæðinu, þar á meðal Akureyri, höfnuðu sameiningu. Í Grýtubakkahreppi voru til að mynda 99,05 prósent kjósenda á móti sameiningu. Íbúar í uppsveitum Árnessýslu höfnuðu einnig sameiningu, þar var sama niðurstaða í öllum sveitarfélögum sem í hlut áttu. Annars staðar á landinu voru kosningaúrslitin eftir því, fæstir vildu sameinast og sérstaklega virtust íbúar smærri sveitarfélaga efins um ágæti sameiningar. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna ekki vera vonbrigði, einfaldlega lýðræðislega niðurstöðu. Hann segist sannfærður um að sveitarfélögum muni halda áfram að fækka líkt og undanfarin ár. Árni útilokar ekki að sett verði lög um sameiningu sveitarfélaga, fyrir slíku sé fordæmi hjá nágrannalöndunum. Hann segist þó ekki ætla sjálfur að beita sér fyrir slíku. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Áform um sameiningu sveitarfélaga biðu afhroð í kosningum í gær. Af sextán sameiningartillögum voru fimmtán felldar. Kosið var um sextán sameiningartillögur í sextíu og einu sveitarfélagi. Eina sameiningin sem náði að fullu fram að ganga í kosningunum í gær var á Austfjörðum, en þar var samþykkt að sameina Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhrepp, Fjarðabyggð og Mjóafjarðarhrepp. Mjóafjarðarhreppur verður því frá og með næsta vori ekki lengur til og þar af leiðandi ekki lengur fámennasta sveitarfélag landsins. Um 70 þúsund manns voru samtals á kjörskrá í þeim sveitarfélögum þar sem kosið var um sameiningu. Kjörsókn var heldur dræm eða rétt um þriðjungur. Verst var kjörsóknin í Reykjanesbæ en þar kaus innan við tíundihluti kosningabærra manna. Ef litið er á heildarniðurstöður kosninganna má, þrátt fyrir að aðeins ein sameining skuli hafa gengið í gegn, sjá að töluvert margir vilja sameiningu sveitarfélaga. 44 prósent þeirra sem kusu voru þannig hlynnt sameiningaráfromum á meðan 56 prósent voru á móti. Í fimm sveitarfélögum verða sameiningarkosningar endurteknar innan sex vikna. Það er í Aðaldælahreppi, Kelduneshreppi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi þar sem kosið er um sameiningu við Húsavíkurbæ, Öxarfjarðarhrepp og Raufarhafnarhrepp. Einnig munu íbúar Reykhólahrepps greiða atkvæði að nýju um sameiningu við Dalabyggð og Saurbæjarhrepp. Þessar endurtekningar á kosningunni koma til vegna þess að meirihluti íbúa á svæðinu sem til stóð að sameina var hlynntur þeim áformum, þó meirihluti íbúa innan einstakra sveitarfélaga hafi verið á móti. Allar stærstu sameiningarnar voru felldar. Íbúar Garðs og Sandgerðis kolfelldu sameiningu við Reykjanesbæ, þar sameining var aftur á móti samþykkt. Hafnfirðingar samþykktu sameiningu við Vatnsleysustrandarhrepp með yfirgnæfandi meirihluta, þar var kjörsókn hinsvegar dræm, íbúar Vatnsleysustrandarhreppar hinsvegar voru allt annarar skoðunar. Á Snæfellsnesi var fyrirhuguð sameining allra sveitarfélaganna felld, í öllum sveitarfélögunum. Eyfirðingar kolfelldu einnig sína sameiningu, þar voru það einungis íbúar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem sögðu já. Önnur sveitarfélög á svæðinu, þar á meðal Akureyri, höfnuðu sameiningu. Í Grýtubakkahreppi voru til að mynda 99,05 prósent kjósenda á móti sameiningu. Íbúar í uppsveitum Árnessýslu höfnuðu einnig sameiningu, þar var sama niðurstaða í öllum sveitarfélögum sem í hlut áttu. Annars staðar á landinu voru kosningaúrslitin eftir því, fæstir vildu sameinast og sérstaklega virtust íbúar smærri sveitarfélaga efins um ágæti sameiningar. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna ekki vera vonbrigði, einfaldlega lýðræðislega niðurstöðu. Hann segist sannfærður um að sveitarfélögum muni halda áfram að fækka líkt og undanfarin ár. Árni útilokar ekki að sett verði lög um sameiningu sveitarfélaga, fyrir slíku sé fordæmi hjá nágrannalöndunum. Hann segist þó ekki ætla sjálfur að beita sér fyrir slíku.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira