Hækka skatt þegar þeir sjá hann 14. október 2005 00:01 Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. „Ég heyrði á dögunum að formaður Samfylkingarinnar vilji nú hækka fjármagnstekjuskattinn. Það kom mér ekki á óvart. Berlínarmúrinn er löngu fallinn en þeir múrar sem hugmyndaheimur Samfylkingarinnar hírist innan standa greinilega enn óbrotnir... Hún er nefnilega römm skatthækkunartaugin er dregur rekka til föðurtúna félagshyggjunnar," sagði Davíð. Hann kvaðst vilja lækka skatta þegar færi gæfist og auka þar með hlutinn sem vinnandi menn héldu eftir af aflafé sínu. „Vinstri menn mega ekki sjá skatt án þess að vilja hækka hann." Davíð vék orðum að dómsmálum og gat þess að í sinni tíð hefðu verið sett stjórnsýslulög og upplýsingalög. „Sjálfstæði dómstólanna er fullkomlega tryggt. Við höfum lögfest mannréttindasáttmála Evrópu og þannig gert hann jafngildan íslenskum lögum - að vísu með þeirri afleiðingu sem Magnús heitinn Óskarsson orðaði þannig að bilaðir menn jafnt sem óbilaðir beri hann nú fyrir sig af minnsta tilefni." Davíð sagði Kyoto-samþykktina um varnir gegn gróðurhúsaáhrifum byggða á afar ótraustum vísindalegum grunni en viðleitnin með sáttmálanum væri örugglega í rétta átt. Sjálfstæðismenn hefðu tekið fullan þátt í umræðunni um hlýnun jarðar. „Því miður hefur sú umræða á köflum verið borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri fremur en rökum." Davíð tók dæmi af fréttum um að hlýnun jarðar kynni að valda breytingum á Golfstraumnum. „Svo birtist nýlega frétt, þó miklu fyrirferðaminni, þar sem vísindamenn kynntu þá niðurstöðu sína að allt benti til þess að þrátt fyrir hugsanlega hlýnun á norðurslóðum myndi Golfstraumurinn halda áfram sínu hringsóli. Þessi litla saga kennir að vísindin verða að fá frið og tíma til að nálgast niðurstöður í flóknum málum... Æsinga- og öfgamenn eiga ekki að fá að ráða þessari umræðu frekar en annarri," sagði Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. „Ég heyrði á dögunum að formaður Samfylkingarinnar vilji nú hækka fjármagnstekjuskattinn. Það kom mér ekki á óvart. Berlínarmúrinn er löngu fallinn en þeir múrar sem hugmyndaheimur Samfylkingarinnar hírist innan standa greinilega enn óbrotnir... Hún er nefnilega römm skatthækkunartaugin er dregur rekka til föðurtúna félagshyggjunnar," sagði Davíð. Hann kvaðst vilja lækka skatta þegar færi gæfist og auka þar með hlutinn sem vinnandi menn héldu eftir af aflafé sínu. „Vinstri menn mega ekki sjá skatt án þess að vilja hækka hann." Davíð vék orðum að dómsmálum og gat þess að í sinni tíð hefðu verið sett stjórnsýslulög og upplýsingalög. „Sjálfstæði dómstólanna er fullkomlega tryggt. Við höfum lögfest mannréttindasáttmála Evrópu og þannig gert hann jafngildan íslenskum lögum - að vísu með þeirri afleiðingu sem Magnús heitinn Óskarsson orðaði þannig að bilaðir menn jafnt sem óbilaðir beri hann nú fyrir sig af minnsta tilefni." Davíð sagði Kyoto-samþykktina um varnir gegn gróðurhúsaáhrifum byggða á afar ótraustum vísindalegum grunni en viðleitnin með sáttmálanum væri örugglega í rétta átt. Sjálfstæðismenn hefðu tekið fullan þátt í umræðunni um hlýnun jarðar. „Því miður hefur sú umræða á köflum verið borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri fremur en rökum." Davíð tók dæmi af fréttum um að hlýnun jarðar kynni að valda breytingum á Golfstraumnum. „Svo birtist nýlega frétt, þó miklu fyrirferðaminni, þar sem vísindamenn kynntu þá niðurstöðu sína að allt benti til þess að þrátt fyrir hugsanlega hlýnun á norðurslóðum myndi Golfstraumurinn halda áfram sínu hringsóli. Þessi litla saga kennir að vísindin verða að fá frið og tíma til að nálgast niðurstöður í flóknum málum... Æsinga- og öfgamenn eiga ekki að fá að ráða þessari umræðu frekar en annarri," sagði Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira