Byggt verði á sögulegri sátt 23. október 2005 17:50 Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og spurði hvort fjölmiðlafrumvarpið myndi byggjast á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinar eða hvort sáttin væri rofin eftir yfirlýsingar forystu sjálfstæðismanna eftir landsfundinn nú um helgina. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist vænta þess að sáttin sem þar náðist yrði varðveitt. „En auðvitað kann það svo að vera að einstakir flokkar hafi mismunandi áherslur í þessu máli eins og alltaf er en það ætti ekki að koma í veg fyrir það að menn geti náð saman í málinu,“ sagði Halldór. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna sögðu þetta dæmi um enn einn ágreininginn milli stjórnarflokkanna og ný forysta Sjálfstæðisflokksins hefði hlaupist undan merkjum eftir að fyrrverandi formaður flokksins gaf tóninn í upphafi landsfundar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þá hefðu tveir vindhanar snúist í rétta átt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði sína persónulegu skoðun að eignatakmörk væru of há. Það yrði samt sem áður tekið tillit til fjölmiðlaskýrslunnar við gerð nýs frumvarps. Flokkurinn hlustaði hins vegar á sína fylgismenn og fólki væri sagt hver línan væri. Hún væri sú að koma þyrfti í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði svo stóri aðilar á markaði fengju ekki neytt aflsmunar til þess að hafa áhrif á fréttaflutning og skoðanamyndun í landinu. Þessa skoðun hafi landsfundurinn gefið út. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagðist skilja orð forsætisráðherra þannig að hann hafi gefið orð sitt fyrir því að nýtt frumvarp um fjölmiðla myndi byggjast á tillögum fjölmiðlanefndarinnar. Hún sagði engar prósentur um eignarhlut koma fram í ályktun sjálfstæðismanna frá landsfundinum. Ráðamenn hafi hins vegar kosið að túlka ályktunina þannig. Ingibjörg Sólrún sagði enn fremur að nú stæði menntamálaráðherra stæði í þeim sporum að annað tveggja yrði hún að gera, hlaupast undan merkjum sáttar sem hefði náðst þvert á alla flokka í vor og sátta við alla þá sem komi að fjölmiðlum í landinu eða hlaupast undan merkjum þeirrar stefnu sem mörkuð hefði verið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins miðað við þá túlkun sem menntamálaráðherra legði í stefnuna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og spurði hvort fjölmiðlafrumvarpið myndi byggjast á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinar eða hvort sáttin væri rofin eftir yfirlýsingar forystu sjálfstæðismanna eftir landsfundinn nú um helgina. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist vænta þess að sáttin sem þar náðist yrði varðveitt. „En auðvitað kann það svo að vera að einstakir flokkar hafi mismunandi áherslur í þessu máli eins og alltaf er en það ætti ekki að koma í veg fyrir það að menn geti náð saman í málinu,“ sagði Halldór. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna sögðu þetta dæmi um enn einn ágreininginn milli stjórnarflokkanna og ný forysta Sjálfstæðisflokksins hefði hlaupist undan merkjum eftir að fyrrverandi formaður flokksins gaf tóninn í upphafi landsfundar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þá hefðu tveir vindhanar snúist í rétta átt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði sína persónulegu skoðun að eignatakmörk væru of há. Það yrði samt sem áður tekið tillit til fjölmiðlaskýrslunnar við gerð nýs frumvarps. Flokkurinn hlustaði hins vegar á sína fylgismenn og fólki væri sagt hver línan væri. Hún væri sú að koma þyrfti í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði svo stóri aðilar á markaði fengju ekki neytt aflsmunar til þess að hafa áhrif á fréttaflutning og skoðanamyndun í landinu. Þessa skoðun hafi landsfundurinn gefið út. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagðist skilja orð forsætisráðherra þannig að hann hafi gefið orð sitt fyrir því að nýtt frumvarp um fjölmiðla myndi byggjast á tillögum fjölmiðlanefndarinnar. Hún sagði engar prósentur um eignarhlut koma fram í ályktun sjálfstæðismanna frá landsfundinum. Ráðamenn hafi hins vegar kosið að túlka ályktunina þannig. Ingibjörg Sólrún sagði enn fremur að nú stæði menntamálaráðherra stæði í þeim sporum að annað tveggja yrði hún að gera, hlaupast undan merkjum sáttar sem hefði náðst þvert á alla flokka í vor og sátta við alla þá sem komi að fjölmiðlum í landinu eða hlaupast undan merkjum þeirrar stefnu sem mörkuð hefði verið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins miðað við þá túlkun sem menntamálaráðherra legði í stefnuna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira