Sex voru handteknir í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna gruns um sölu, vörslu og neyslu fíkniefna. Þeir sem voru handteknir eru allir á aldrinum fimmtán til 24 ára.
Lögreglan í Keflavík gerði húsleit við á tveimur heimilum og leit í þremur bílum og lagði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli til fíkniefnaleitarhunda. Við það fundust 50 grömm af hassi. Sexmenningunum var sleppt að loknum yfirheyrslum.