Fyrsti sigur Atlanta Hawks 24. nóvember 2005 13:45 Al Harrington og félagar í Atlanta Hawks gátu loks fagnað sigri í nótt eftir tap í níu fyrstu leikjunum NordicPhotos/GettyImages Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt sem leið og þar bar hæst að Atlanta Hawks vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar það skellti Boston. Detroit og San Antonio héldu sínu striki og burstuðu andstæðinga sína. Atlanta vann Boston 120-117. Al Harrington skoraði 34 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce skoraði 33 fyrir Boston, sem enn hefur ekki unnið á útivelli í vetur. Orlando lagði heillum horfið lið Washington 91-83, þrátt fyrir að vera án Steve Francis. Heido Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando, en Antawn Jamison skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst fyrir Washington, sem á í mesta basli eftir góða byrjun. Detroit rúllaði Denver upp 114-89. Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir Detroit, en Marcus Camby skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst fyrir Denver, sem hafði unnið fjóra leiki í röð. Phoenix vann nokkuð auðveldan sigur á Houston á útivelli 100-88. James Jones og Shawn Marion skoruðu 19 stig hvor fyrir Phoenix, en Derek Anderson skoraði 23 stig fyrir Houston, sem er í miklum vandræðum án Tracy McGrady og virkar liðið heillum horfið þessa dagana. Miami vann Portland 100-79. Dwayne Wade skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst fyrir Miami, en Darius Miles var með 19 stig hjá Portland. Charlotte sigraði New York 108-95. Gerald Wallace lék með Charlotte á ný eftir handarmeiðsli og skoraði 24 stig, en Stephon Marbury skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York. New Orleans lagði Minnesota 84-80. David West skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst hjá New Orleans, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst hjá Minnesota. Milwaukee sigraði Philadelphia 108-97, þar sem 45 stig Allen Iverson nægðu Philadelphia ekki til sigurs. Hjá Milwaukee var Michael Redd atkvæðamestur með 32 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento lagði New Jersey 114-105. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Marc Jackson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey. San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 113-89, þar sem úrslitin voru nánast ráðin í hálfleik þegar San Antonio hafði þegar náð 30 stiga forystu og gat hvílt lykilmenn sína. Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst, en Troy Murphy skoraði 27 stig fyrir Golden State. Að lokum vann lið LA Clippers níunda sigurinn í ellefu leikjum þegar liðið vann nauman heimasigur á Toronto 103-100. Corey Maggette skoraði 30 stig fyrir Clippers, en Chris Bosh var með 24 stig og 9 fráköst fyrir Toronto. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt sem leið og þar bar hæst að Atlanta Hawks vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar það skellti Boston. Detroit og San Antonio héldu sínu striki og burstuðu andstæðinga sína. Atlanta vann Boston 120-117. Al Harrington skoraði 34 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce skoraði 33 fyrir Boston, sem enn hefur ekki unnið á útivelli í vetur. Orlando lagði heillum horfið lið Washington 91-83, þrátt fyrir að vera án Steve Francis. Heido Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando, en Antawn Jamison skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst fyrir Washington, sem á í mesta basli eftir góða byrjun. Detroit rúllaði Denver upp 114-89. Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir Detroit, en Marcus Camby skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst fyrir Denver, sem hafði unnið fjóra leiki í röð. Phoenix vann nokkuð auðveldan sigur á Houston á útivelli 100-88. James Jones og Shawn Marion skoruðu 19 stig hvor fyrir Phoenix, en Derek Anderson skoraði 23 stig fyrir Houston, sem er í miklum vandræðum án Tracy McGrady og virkar liðið heillum horfið þessa dagana. Miami vann Portland 100-79. Dwayne Wade skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst fyrir Miami, en Darius Miles var með 19 stig hjá Portland. Charlotte sigraði New York 108-95. Gerald Wallace lék með Charlotte á ný eftir handarmeiðsli og skoraði 24 stig, en Stephon Marbury skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York. New Orleans lagði Minnesota 84-80. David West skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst hjá New Orleans, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst hjá Minnesota. Milwaukee sigraði Philadelphia 108-97, þar sem 45 stig Allen Iverson nægðu Philadelphia ekki til sigurs. Hjá Milwaukee var Michael Redd atkvæðamestur með 32 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento lagði New Jersey 114-105. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Marc Jackson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey. San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 113-89, þar sem úrslitin voru nánast ráðin í hálfleik þegar San Antonio hafði þegar náð 30 stiga forystu og gat hvílt lykilmenn sína. Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst, en Troy Murphy skoraði 27 stig fyrir Golden State. Að lokum vann lið LA Clippers níunda sigurinn í ellefu leikjum þegar liðið vann nauman heimasigur á Toronto 103-100. Corey Maggette skoraði 30 stig fyrir Clippers, en Chris Bosh var með 24 stig og 9 fráköst fyrir Toronto.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast