Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur gefið það út að hann öfundi vörn Chelsea eftir að liði hans mistókst að sigra Everton í deildinni í gær, þrátt fyrir að hafa gríðarlega yfirburði á vellinum.
"Ég veit að Chelsea vinnur mjög marga leiki 1-0 og maður verður að hrósa þeim fyrir varnarleikinn sem liðið spilar. Ég öfunda þá, því við erum að fá á okkur allt of mikið af mörkum og það er að kosta okkur. Það er ekki hægt að leyfa sér að gera nein mistök í þessari deild í dag og við eru í nákvæmlega sömu stöðu og Arsenal, Liverpool og Tottenham að því leiti - allir eru að vona að Chelsea tapi stigum," sagði Ferguson.