Verður frá út árið

Markvörðurinn Gianluigi Buffon hjá Juventus er meiddur og verður frá út árið eftir að hafa meiðst á tá á æfngu. Buffon mun því missa af í það minnsta tveimur leikjum en vonir standa til um að hann verði orðinn klár í slaginn þann 7. janúar þegar Juve sækir Palermo heim. Buffon hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili, en hann er einnig ítalskur landsliðsmaður.