Manchester United var ekki í teljandi vandræðum með að leggja Aston Villa á útivelli í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. United hafði sigur 2-0 á Villa Park með mörkum frá Ruud Van Nistelrooy og Wayne Rooney. Nú munar sex stigum á United og Chelsea, sem reyndar á leik til góða gegn Arsenal á morgun.