Enn vinnur Reading

Ívar Ingimarsson og félagar í Reading unnu góðan útisigur á Milwall í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Ívar lék að venju allan leiktímann í vörn Reading, en Brynjar Björn Gunnarsson kom inná sem varamaður í lokin. Jóhannes Karl Guðjónsson var í liði Leicester sem gerði jafntefli við Crew á heimavelli og þá var Hannes Sigurðsson í liði Stoke sem sem vann Luton 3-2.