Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho þykir afar líklegur til að verða fyrir valinu í kvöld þegar FIFA útnefnir knattspyrnumann ársins við hátíðlega athöfn. Ronaldinho hefur farið á kostum með Brasilíu og Barcelona og hefur sópað til sín verðlaunum undanfarið, enda þykir hann einfaldlega besti knattspyrnumaður heims.
Félagi hans hjá Barcelona, Samuel Eto´o er einnig tilnefndur í kjörinu, ásamt Frank Lampard hjá Chelsea. Viðburðurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:00.