Tottenham kaupir Ron Vlaar frá AZ Alkmaar

Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs hefur gengið frá kaupum á hollenska varnarmanninum Ron Vlaar, félaga Grétars Rafns Steinssonar hjá AZ Alkmaar. Vlaar þessi hefur aðeins spilað 11 leiki með AZ það sem af er í vetur, en á að baki tvo landsleiki þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur að aldri. Kaupverðið er 1,7 milljónir punda.