Aðkoma ríkisins að rekstri Strætó skoðuð 19. júlí 2006 03:30 Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra „Almenningssamgöngur verða að vera raunhæfur valkostur fyrir fólk ef við ætlum að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur," segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Markmiðin sem hún á þar við snúa að útblæstri óæskilegra lofttegunda en það er ekki einvörðungu á þeim grundvelli sem ráðherra vill skoða málið. „Það eru mörg rök sem mæla með því, ekki bara fjárhagur fjölskyldnanna heldur er þetta líka spurning um kostnað við gerð samgöngumannvirkja, fyrir svo utan umhverfissjónarmiðin." Ástæður vangaveltna Jónínu eru fréttir af bágri fjárhagsstöðu Strætó bs. og samdrætti í rekstri fyrirtækisins. „Við heyrum um taprekstur strætisvagnanna og að breyta eigi leiðakerfinu og bjóða upp á færri ferðir. Menn hafa því spurt hvort ekki sé eðlilegt að ríkið komi að rekstri almenningssamgangna." Jónína vill ekki kveða upp úr um með hvaða hætti ríkið gæti komið að rekstri Strætó en ætlar að skoða málið gaumgæfilega. „Ég hyggst skoða hvernig við getum stuðlað að því að almenningssamgöngur verði raunhæfari valkostur en nú er. Ég vil ekki hvetja alla til að fara hjólandi né að mér finnist eðlileg krafa að hver og einn einstaklingur aki sínum einkabíl. Það hlýtur að vera til skynsöm millileið en almenningssamgöngurnar verða þá líka að þjóna þörfum fólksins." Strætó bs. greiðir árlega um 300 milljónir króna til ríkisins. Leggjast þar saman virðisaukaskattur, olíugjald og hefðbundin atvinnurekendagjöld. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir virðisaukaskatt ekki leggjast á fargjöld og því komi það í hlut fyrirtækisins að borga þá skatta sem til falla. Þá hafi kostnaður aukist um 35-40 milljónir króna við upptöku olíugjalds, þrátt fyrir að 80 prósent þess séu felld niður. Enn einn útgjaldaliðurinn sé svo virðisaukaskattur vegna vagnakaupa en reglur um afslátt af virðisaukaskatti vegna kaupa langferðabifreiða nái ekki til strætisvagna. Ásgeir nefnir sem dæmi að í næsta mánuði fái Strætó afhenta tíu nýja vagna sem kosta samtals um 200 milljónir. Af þeim viðskiptum renni um 20 milljónir í ríkissjóð. Ásgeir segist oft og reglulega hafa vakið athygli ríkisvaldsins á þessum atriðum en ekki hlotið hljómgrunn. Hann fagni því áhuga umhverfisráðherra. Innlent Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Almenningssamgöngur verða að vera raunhæfur valkostur fyrir fólk ef við ætlum að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur," segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Markmiðin sem hún á þar við snúa að útblæstri óæskilegra lofttegunda en það er ekki einvörðungu á þeim grundvelli sem ráðherra vill skoða málið. „Það eru mörg rök sem mæla með því, ekki bara fjárhagur fjölskyldnanna heldur er þetta líka spurning um kostnað við gerð samgöngumannvirkja, fyrir svo utan umhverfissjónarmiðin." Ástæður vangaveltna Jónínu eru fréttir af bágri fjárhagsstöðu Strætó bs. og samdrætti í rekstri fyrirtækisins. „Við heyrum um taprekstur strætisvagnanna og að breyta eigi leiðakerfinu og bjóða upp á færri ferðir. Menn hafa því spurt hvort ekki sé eðlilegt að ríkið komi að rekstri almenningssamgangna." Jónína vill ekki kveða upp úr um með hvaða hætti ríkið gæti komið að rekstri Strætó en ætlar að skoða málið gaumgæfilega. „Ég hyggst skoða hvernig við getum stuðlað að því að almenningssamgöngur verði raunhæfari valkostur en nú er. Ég vil ekki hvetja alla til að fara hjólandi né að mér finnist eðlileg krafa að hver og einn einstaklingur aki sínum einkabíl. Það hlýtur að vera til skynsöm millileið en almenningssamgöngurnar verða þá líka að þjóna þörfum fólksins." Strætó bs. greiðir árlega um 300 milljónir króna til ríkisins. Leggjast þar saman virðisaukaskattur, olíugjald og hefðbundin atvinnurekendagjöld. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir virðisaukaskatt ekki leggjast á fargjöld og því komi það í hlut fyrirtækisins að borga þá skatta sem til falla. Þá hafi kostnaður aukist um 35-40 milljónir króna við upptöku olíugjalds, þrátt fyrir að 80 prósent þess séu felld niður. Enn einn útgjaldaliðurinn sé svo virðisaukaskattur vegna vagnakaupa en reglur um afslátt af virðisaukaskatti vegna kaupa langferðabifreiða nái ekki til strætisvagna. Ásgeir nefnir sem dæmi að í næsta mánuði fái Strætó afhenta tíu nýja vagna sem kosta samtals um 200 milljónir. Af þeim viðskiptum renni um 20 milljónir í ríkissjóð. Ásgeir segist oft og reglulega hafa vakið athygli ríkisvaldsins á þessum atriðum en ekki hlotið hljómgrunn. Hann fagni því áhuga umhverfisráðherra.
Innlent Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira