Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf., mætir til skýrslutöku hjá Ríkislögreglustjóra, vegna kæru sem barst til embættisins frá skattrannsóknarstjóra, í ágúst.
Jóni Ásgeiri var upphaflega gert að mæta í skýrslutöku hinn 28. júní en henni var frestað fram í ágúst vegna sumarfría.
Skýrslutakan fer fram í tengslum við mál er fjallar um meint brot gegn skattalögum, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga og almennum hegningarlögum.
Ekki hefur verið ákveðið ennþá hvenær í ágúst skýrslutökurnar fara fram.