Segir bankana okra á viðskiptavinum 14. ágúst 2006 07:30 Fari viðskiptavinur eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debetkorti borgar hann 750 krónur í refsigjald. Formaður Neytendasamtakanna segir gjaldið algjörlega út úr öllu korti. Neytendasamtökunum berast reglulega kvartanir vegna yfirdráttargjalda banka á Íslandi. Gjöldin, sem nefnast FIT-gjöld, leggjast ofan á debetkortafærslu ef ekki var innistæða fyrir henni. Fari eigandi reiknings eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debetreikningi sínum þarf hann að borga 750 krónur í refsigjald. Kostnaðurinn fer hækkandi eftir því sem fjárhæðin umfram heimild hækkar en gjaldskrár bankanna eru nánast eins hvað varðar FIT-gjöld. Bankarnir hafa komist upp með þetta en þetta er ekkert annað en okur, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Oft á tíðum er verið að fara óverulega fram yfir, neytendum er gert að borga vexti og svo kemur þetta refsigjald sem er gjörsamlega út úr öllu korti að okkar mati. Mér finnst afskaplega léttvægt þegar maður fær svör í þá veru að þetta sé til að kenna neytendum að haga sér betur. Ég held að það geri þetta enginn að gamni sínu. Hann segir Neytendasamtökin hafa fengið fleiri kvartanir um þetta áður en nú. Ætli almenningur sé ekki farinn að líta á þetta sem eitthvað hundsbit sem hann verður að sætta sig við. Þetta er refsigjald fyrir það að draga reikninga án heimildar, sem er í sjálfu sér flokkað eins og fjárdráttur. Þetta er sama aðgerðin og að draga sér fé sem maður á ekki. Því eru þessi viðurlög sett hjá bankanum, segir Einar Georgsson hjá viðskiptabankasviði KB banka. Engar reglur gilda um gjaldskrár bankanna varðandi þessi gjöld, aðrar en þær sem þeir setja sjálfir. Einnig gefa bankarnir ekki upp heildartekjur þeirra vegna FIT-gjalda. Fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu og Neytendastofu segja hvoruga stofnunina hafa kannað þessi gjöld sérstaklega en berist kvartanir séu þær teknar til greina. Breskir bankar hafa verið í þarlendum fréttum undanfarið vegna ásakana um ólögleg yfirdráttargjöld. Samkvæmt blaðinu The Sunday Times hafa fjölmargir krafist þess að bankarnir endurgreiði þeim þau yfirdráttargjöld sem þeir hafi greitt undanfarin ár. Forsvarsmenn banka hafi brugðið á það ráð að semja við einstaklinga í stað þess að láta reyna á málið fyrir rétti. Innlent Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Neytendasamtökunum berast reglulega kvartanir vegna yfirdráttargjalda banka á Íslandi. Gjöldin, sem nefnast FIT-gjöld, leggjast ofan á debetkortafærslu ef ekki var innistæða fyrir henni. Fari eigandi reiknings eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debetreikningi sínum þarf hann að borga 750 krónur í refsigjald. Kostnaðurinn fer hækkandi eftir því sem fjárhæðin umfram heimild hækkar en gjaldskrár bankanna eru nánast eins hvað varðar FIT-gjöld. Bankarnir hafa komist upp með þetta en þetta er ekkert annað en okur, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Oft á tíðum er verið að fara óverulega fram yfir, neytendum er gert að borga vexti og svo kemur þetta refsigjald sem er gjörsamlega út úr öllu korti að okkar mati. Mér finnst afskaplega léttvægt þegar maður fær svör í þá veru að þetta sé til að kenna neytendum að haga sér betur. Ég held að það geri þetta enginn að gamni sínu. Hann segir Neytendasamtökin hafa fengið fleiri kvartanir um þetta áður en nú. Ætli almenningur sé ekki farinn að líta á þetta sem eitthvað hundsbit sem hann verður að sætta sig við. Þetta er refsigjald fyrir það að draga reikninga án heimildar, sem er í sjálfu sér flokkað eins og fjárdráttur. Þetta er sama aðgerðin og að draga sér fé sem maður á ekki. Því eru þessi viðurlög sett hjá bankanum, segir Einar Georgsson hjá viðskiptabankasviði KB banka. Engar reglur gilda um gjaldskrár bankanna varðandi þessi gjöld, aðrar en þær sem þeir setja sjálfir. Einnig gefa bankarnir ekki upp heildartekjur þeirra vegna FIT-gjalda. Fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu og Neytendastofu segja hvoruga stofnunina hafa kannað þessi gjöld sérstaklega en berist kvartanir séu þær teknar til greina. Breskir bankar hafa verið í þarlendum fréttum undanfarið vegna ásakana um ólögleg yfirdráttargjöld. Samkvæmt blaðinu The Sunday Times hafa fjölmargir krafist þess að bankarnir endurgreiði þeim þau yfirdráttargjöld sem þeir hafi greitt undanfarin ár. Forsvarsmenn banka hafi brugðið á það ráð að semja við einstaklinga í stað þess að láta reyna á málið fyrir rétti.
Innlent Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira