Kínverjarnir þegja allir sem einn 22. ágúst 2006 07:15 Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, rannsakar lögregla líkamsárásina í svefnskála við Kárahnjúka ekki sem manndrápstilraun. Ráðist var með hrottafengnum hætti á Kínverja á fimmtugsaldri. Ráðist var á manninn, sem heitir Xu-Tingfa, aðfaranótt sunnudags inni á svefnherbergi hans í svefnskála þar sem einungis Kínverjar búa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mögulegt að árásarmennirnir séu farnir af landi brott en hópur Kínverja af svæðinu flaug frá Egilsstöðum í fyrrinótt, áleiðis til Kaupmannahafnar. Maðurinn fannst afar illa útleikinn á sunnudagsmorgun þar sem hann lá í blóði sínu og ælu. Blóðslettur voru uppi um alla veggi en maðurinn missti mikið blóð og var honum vart hugað líf í fyrstu. Talið er að fleiri en einn maður hafi verið að verki. Árásin er talin tengjast óuppgerðum peningamálum. Gert hefur verið að sárum mannsins og mun líðan hans vera eftir atvikum góð. Hann verður fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Að sögn er afar hljóðbært á milli herbergja í svefnskálanum þar sem árásin varð. Þrátt fyrir það hefur enn enginn gefið sig fram við lögreglu með upplýsingar sem gætu stuðlað að lausn málsins. Sumir Kínverjanna hafa samkvæmt heimildum blaðsins haldið því fram að maðurinn hafi sjálfur veitt sér áverkana, en læknir á Kárahnjúkum telur það ómögulegt. Um tuttugu Kínverjar voru yfirheyrðir í fyrradag með litlum árangri. Steingrímur Þorbjarnarson gegnir stöðu trúnaðarmanns á Kárahnjúkum um þessar mundir. Hann talar kínversku og hefur aðstoðað lögreglu við yfirheyrslurnar. Hann segir Kínverjana á svæðinu í uppnámi vegna atburðarins og að enginn þeirra vilji nokkuð tjá sig um málið. Steingrímur segir þekkt á meðal Kínverja að taka í spil sín á milli og endrum og eins séu peningar lagðir undir, en þó aldrei verulegar fjárhæðir. „Það hefur ekkert frést af því að menn hafi verið að koma sér í skuldir eða vandræði vegna þessara fjárhættuspila,“ segir Steingrímur. „Það er ekkert sem bendir til að svo hafi verið í þessu tilfelli.“ Engir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en vettvangur árásarinnar var rannsakaður í gær af tæknideild rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina. Innlent Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, rannsakar lögregla líkamsárásina í svefnskála við Kárahnjúka ekki sem manndrápstilraun. Ráðist var með hrottafengnum hætti á Kínverja á fimmtugsaldri. Ráðist var á manninn, sem heitir Xu-Tingfa, aðfaranótt sunnudags inni á svefnherbergi hans í svefnskála þar sem einungis Kínverjar búa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mögulegt að árásarmennirnir séu farnir af landi brott en hópur Kínverja af svæðinu flaug frá Egilsstöðum í fyrrinótt, áleiðis til Kaupmannahafnar. Maðurinn fannst afar illa útleikinn á sunnudagsmorgun þar sem hann lá í blóði sínu og ælu. Blóðslettur voru uppi um alla veggi en maðurinn missti mikið blóð og var honum vart hugað líf í fyrstu. Talið er að fleiri en einn maður hafi verið að verki. Árásin er talin tengjast óuppgerðum peningamálum. Gert hefur verið að sárum mannsins og mun líðan hans vera eftir atvikum góð. Hann verður fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Að sögn er afar hljóðbært á milli herbergja í svefnskálanum þar sem árásin varð. Þrátt fyrir það hefur enn enginn gefið sig fram við lögreglu með upplýsingar sem gætu stuðlað að lausn málsins. Sumir Kínverjanna hafa samkvæmt heimildum blaðsins haldið því fram að maðurinn hafi sjálfur veitt sér áverkana, en læknir á Kárahnjúkum telur það ómögulegt. Um tuttugu Kínverjar voru yfirheyrðir í fyrradag með litlum árangri. Steingrímur Þorbjarnarson gegnir stöðu trúnaðarmanns á Kárahnjúkum um þessar mundir. Hann talar kínversku og hefur aðstoðað lögreglu við yfirheyrslurnar. Hann segir Kínverjana á svæðinu í uppnámi vegna atburðarins og að enginn þeirra vilji nokkuð tjá sig um málið. Steingrímur segir þekkt á meðal Kínverja að taka í spil sín á milli og endrum og eins séu peningar lagðir undir, en þó aldrei verulegar fjárhæðir. „Það hefur ekkert frést af því að menn hafi verið að koma sér í skuldir eða vandræði vegna þessara fjárhættuspila,“ segir Steingrímur. „Það er ekkert sem bendir til að svo hafi verið í þessu tilfelli.“ Engir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en vettvangur árásarinnar var rannsakaður í gær af tæknideild rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina.
Innlent Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira