Landlæknir segir brýna þörf á úrræðum fyrir feit börn 22. ágúst 2006 08:00 Sigurður Guðmundsson Fimmtán til tuttugu einstaklingar undir tvítugu bíða eftir þjónustu næringarsviðs Reykjalundar, að sögn Lúðvíks Guðmundssonar, læknis deildarinnar. Hann segir úrræði vanta fyrir börn og unglinga sem eiga við offituvandamál að stríða. Lúðvík segir ungt fólk yfirleitt ekki komið með líkamleg einkenni vegna offitunnar en félagsleg vandamál þessa aldursflokks séu aftur á móti meira áberandi. "Ungt fólk er í meirihluta þeirra sem sækja þjónustu hjá okkur og meðalaldur þeirra sem hafa farið í gegnum meðferð á næringarsviði eru 35 ár." Lúðvík segir þetta uggvænlega þróun, ekki síst í ljósi þess að miklar líkur séu á að barn sem orðið er of feitt tólf til fjórtán ára eigi við langvarandi offituvandamál að stríða. "Meðal eldra fólks eru líkamleg einkenni offitunnar algeng en hættuleg offita er það kallað þegar offitan er farin að hafa áhrif á líkamsstarfsemina." Lúðvík segir afleiðingarnar geta verið margvíslegar en segir þær alvarlegustu vera álag á hjarta- og æðakerfi, sykursýki, of háa blóðfitu, kæfisvefn og auknar líkur á kransæðastíflu. "Við þetta bætist svo brengluð hormónastarfsemi hjá konum sem getur valdið ófrjósemi ásamt auknum líkum á vandamálum í kringum meðgöngu og fæðingu." Lúðvík segir einstakling teljast hættulega feitan þegar líkamsþyngdarstuðull viðkomandi er kominn yfir fjörutíu. "Við þessar aðstæður er einstaklingur kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd. Þannig á karlmaður sem er 180 sentímetrar á hæð að vera 82-83 kíló. Þegar viðkomandi er kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd er hann orðinn 130 kíló eða meira." Lúðvík segir offitu einnig geta valdið stoðkerfisvandamálum, eins og slitgigt, sem ekki teljast hættuleg en hafi mikil áhrif á lífsgæði fólks. Sigurður Guðmundsson landlæknir tekur undir með Lúðvík um að úrræði vanti til að takast á við offituvandamál barna og segir þörfina orðna mjög brýna. "Fólk er ekki aðeins að leita með börn sín til Reykjalundar vegna offitu heldur einnig til heilsugæslustöðva og þangað er leitað með yngri börn en Lúðvík getur um hér að framan." Sigurður segir tölur staðfesta að íslensk börn séu feitlagnari nú en fyrir tíu árum síðan og að nú teljist eitt af hverjum fimm börnum of þung og eitt af hverjum tuttugu eigi við offituvandamál að stríða. Sigurður segir ekki mega líta framhjá mikilvægi forvarna þegar kemur að offitu og segir skólamötuneyti og íþróttatíma í skóla ákveðinn lykil að því að sporna við offitu. Sigurður segir að þrátt fyrir aukinn kostnað heilbrigðiskerfisins vegna offitu sé það staðreynd að offituaðgerðir séu í hópi þeirra aðgerða sem beri bestan árangur og að þeir fjármunir skili sér aftur til þjóðfélagsins í formi bættrar heilsu og starfsorku viðkomandi. "Offita er samspil erfða og umhverfis og vitneskja um erfðaþáttinn er alltaf að aukast en nú er búið að finna fimm gen sem auka líkur á offitu. Hlutur samfélagsins er einnig stór og talið er að samfélagsþættir eins og offramboð á afþreyingu og óhollum mat eigi sinn þátt í aukinni offitu." Sigurður segir ekki hægt að benda á eitt kerfi sem eigi að taka á vandamálum vegna offitu en segir þetta verða að vera sambland forvarna og meðferðar fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna ofþyngdar sinnar. Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fimmtán til tuttugu einstaklingar undir tvítugu bíða eftir þjónustu næringarsviðs Reykjalundar, að sögn Lúðvíks Guðmundssonar, læknis deildarinnar. Hann segir úrræði vanta fyrir börn og unglinga sem eiga við offituvandamál að stríða. Lúðvík segir ungt fólk yfirleitt ekki komið með líkamleg einkenni vegna offitunnar en félagsleg vandamál þessa aldursflokks séu aftur á móti meira áberandi. "Ungt fólk er í meirihluta þeirra sem sækja þjónustu hjá okkur og meðalaldur þeirra sem hafa farið í gegnum meðferð á næringarsviði eru 35 ár." Lúðvík segir þetta uggvænlega þróun, ekki síst í ljósi þess að miklar líkur séu á að barn sem orðið er of feitt tólf til fjórtán ára eigi við langvarandi offituvandamál að stríða. "Meðal eldra fólks eru líkamleg einkenni offitunnar algeng en hættuleg offita er það kallað þegar offitan er farin að hafa áhrif á líkamsstarfsemina." Lúðvík segir afleiðingarnar geta verið margvíslegar en segir þær alvarlegustu vera álag á hjarta- og æðakerfi, sykursýki, of háa blóðfitu, kæfisvefn og auknar líkur á kransæðastíflu. "Við þetta bætist svo brengluð hormónastarfsemi hjá konum sem getur valdið ófrjósemi ásamt auknum líkum á vandamálum í kringum meðgöngu og fæðingu." Lúðvík segir einstakling teljast hættulega feitan þegar líkamsþyngdarstuðull viðkomandi er kominn yfir fjörutíu. "Við þessar aðstæður er einstaklingur kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd. Þannig á karlmaður sem er 180 sentímetrar á hæð að vera 82-83 kíló. Þegar viðkomandi er kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd er hann orðinn 130 kíló eða meira." Lúðvík segir offitu einnig geta valdið stoðkerfisvandamálum, eins og slitgigt, sem ekki teljast hættuleg en hafi mikil áhrif á lífsgæði fólks. Sigurður Guðmundsson landlæknir tekur undir með Lúðvík um að úrræði vanti til að takast á við offituvandamál barna og segir þörfina orðna mjög brýna. "Fólk er ekki aðeins að leita með börn sín til Reykjalundar vegna offitu heldur einnig til heilsugæslustöðva og þangað er leitað með yngri börn en Lúðvík getur um hér að framan." Sigurður segir tölur staðfesta að íslensk börn séu feitlagnari nú en fyrir tíu árum síðan og að nú teljist eitt af hverjum fimm börnum of þung og eitt af hverjum tuttugu eigi við offituvandamál að stríða. Sigurður segir ekki mega líta framhjá mikilvægi forvarna þegar kemur að offitu og segir skólamötuneyti og íþróttatíma í skóla ákveðinn lykil að því að sporna við offitu. Sigurður segir að þrátt fyrir aukinn kostnað heilbrigðiskerfisins vegna offitu sé það staðreynd að offituaðgerðir séu í hópi þeirra aðgerða sem beri bestan árangur og að þeir fjármunir skili sér aftur til þjóðfélagsins í formi bættrar heilsu og starfsorku viðkomandi. "Offita er samspil erfða og umhverfis og vitneskja um erfðaþáttinn er alltaf að aukast en nú er búið að finna fimm gen sem auka líkur á offitu. Hlutur samfélagsins er einnig stór og talið er að samfélagsþættir eins og offramboð á afþreyingu og óhollum mat eigi sinn þátt í aukinni offitu." Sigurður segir ekki hægt að benda á eitt kerfi sem eigi að taka á vandamálum vegna offitu en segir þetta verða að vera sambland forvarna og meðferðar fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna ofþyngdar sinnar.
Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira