Kveðst ekki geta tjáð sig 24. ágúst 2006 07:30 Nesjavellir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill takmarka fjölda og umfang þeirra svæða sem lögð eru undir jarðvarmavirkjanir. Iðnaðarráðherra segir óviðeigandi að tjá sig um nýtingu svæða á Reykjanesi á meðan afgreiðsla rannsóknaleyfa stendur yfir. MYND/GVA „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, spurður um hvort hann taki undir þau sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, að nýta ekki jarðhitasvæði í Brennisteinsfjöllum og Grændal á Reykjanesi til orkuvinnslu, heldur að gera svæðin að friðlandi. Jón telur það ekki viðeigandi að ráðherra tjái sig um mál eins og þetta á meðan það er í afgreiðslu og fyrr en að vissum skilyrðum uppfylltum. Ingibjörg Sólrún segir í grein í Fréttablaðinu á mánudag að mikilvægt sé fyrir Íslendinga að eiga aðgang að ósnortnum háhitasvæðum en minnir jafnframt á mikilvægi þeirra svæða sem nú séu þegar nýtt. Ingibjörg vitnar í greininni til umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands um verndargildi svæðanna við Brennisteinsfjöll og Grændal og vill að varlega sé stigið til jarðar áður en rannsóknaleyfi verða gefin enda sé það mat Náttúrustofnunar að rannsóknaleyfi jafngildi stefnumörkun um framtíðarnýtingu. Slíkum rannsóknum fylgi einnig röskun sem breyti ásýnd viðkomandi svæða óháð nýtingu. Ingibjörg telur frekar ástæðu til að flýta rannsóknaverkefninu Djúpborun á Íslandi sem „á næsta áratug gæti gefið okkur vísbendingar um hvort vinna megi þrisvar til fimm sinnum meiri orku úr háhitasvæðum en hingað til hefur verið talið gerlegt“. Jón segir að af hálfu ráðuneytisins sé það að segja að komið hafi neikvæð umsögn um rannsóknir við Brennisteinsfjöll frá Umhverfisstofnun. „Það eru sameiginleg einkenni varðandi Brennisteinsfjöll og Grændal að umsækjendur um rannsóknaleyfi eru fleiri en einn. Þá verður ekki aðhafst í þeim málum fyrr en alþingi hefur sett lög um verklag um umsóknir. Það er í vinnslu í sérstakri nefnd og ég vænti þess að fá tillögur þeirrar nefndar núna með haustinu.“ Jón segir það ekki ljóst hvaða verklag skuli viðhafa þegar velja eigi úr hópi umsækjenda og finna verði aðferð og aðila sem getur tryggt jafnræði og rétta stjórnsýslu. „Ég sem ráðherra get ekki tekið á þessu máli fyrr en það liggur fyrir. Fyrst þarf að semja frumvarp, leggja það fyrir þingið og afgreiða það og þá fyrst getur afgreiðsla hafist.“ Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Ég get ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, spurður um hvort hann taki undir þau sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, að nýta ekki jarðhitasvæði í Brennisteinsfjöllum og Grændal á Reykjanesi til orkuvinnslu, heldur að gera svæðin að friðlandi. Jón telur það ekki viðeigandi að ráðherra tjái sig um mál eins og þetta á meðan það er í afgreiðslu og fyrr en að vissum skilyrðum uppfylltum. Ingibjörg Sólrún segir í grein í Fréttablaðinu á mánudag að mikilvægt sé fyrir Íslendinga að eiga aðgang að ósnortnum háhitasvæðum en minnir jafnframt á mikilvægi þeirra svæða sem nú séu þegar nýtt. Ingibjörg vitnar í greininni til umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands um verndargildi svæðanna við Brennisteinsfjöll og Grændal og vill að varlega sé stigið til jarðar áður en rannsóknaleyfi verða gefin enda sé það mat Náttúrustofnunar að rannsóknaleyfi jafngildi stefnumörkun um framtíðarnýtingu. Slíkum rannsóknum fylgi einnig röskun sem breyti ásýnd viðkomandi svæða óháð nýtingu. Ingibjörg telur frekar ástæðu til að flýta rannsóknaverkefninu Djúpborun á Íslandi sem „á næsta áratug gæti gefið okkur vísbendingar um hvort vinna megi þrisvar til fimm sinnum meiri orku úr háhitasvæðum en hingað til hefur verið talið gerlegt“. Jón segir að af hálfu ráðuneytisins sé það að segja að komið hafi neikvæð umsögn um rannsóknir við Brennisteinsfjöll frá Umhverfisstofnun. „Það eru sameiginleg einkenni varðandi Brennisteinsfjöll og Grændal að umsækjendur um rannsóknaleyfi eru fleiri en einn. Þá verður ekki aðhafst í þeim málum fyrr en alþingi hefur sett lög um verklag um umsóknir. Það er í vinnslu í sérstakri nefnd og ég vænti þess að fá tillögur þeirrar nefndar núna með haustinu.“ Jón segir það ekki ljóst hvaða verklag skuli viðhafa þegar velja eigi úr hópi umsækjenda og finna verði aðferð og aðila sem getur tryggt jafnræði og rétta stjórnsýslu. „Ég sem ráðherra get ekki tekið á þessu máli fyrr en það liggur fyrir. Fyrst þarf að semja frumvarp, leggja það fyrir þingið og afgreiða það og þá fyrst getur afgreiðsla hafist.“
Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira