Íslandssafn í Sognafirði 27. ágúst 2006 09:00 Ásgeir Ásgeirsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í Þingvallanefnd, leggur til að ríkisstjórn Íslands hafi frumkvæði gagnvart ríkisstjórn Noregs, um stofnun safns í Sognafirði í Noregi til að lyfta minningu áa okkar sem námu Ísland frá þessum stað, eins og Össur orðaði það í samtali við Fréttablaðið. Hann er nýkominn úr stuttri heimsókn til Gulen í Sognafirði en þar starfaði Gulaþing hið forna. Frá þeim slóðum komu landnámsmenn Íslands og var skyldleiki með Gulaþingi og Alþingi Íslendinga á Þingvöllum. Einnig var skyldleiki þinganna tveggja við hið þriðja, Tynwall á eyjunni Mön, og vilja forsvarsmenn Gulaþings efna til samstarfs þinganna þriggja. Össur fór utan til viðræðna við heimamenn sem fulltrúi Þingvallanefndar. Þeir vilja koma þessu á kortið sem sameiginlegri táknmynd um þróun lýðræðishefðar, sagði Össur um hugmyndir Norðmannanna. Össur er fráleitt fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn sem sækir Sognafjörð heim. Ásgeir Ásgeirsson kom þarna á skipi 1951. Hann sigldi fram hjá lítilli bryggju en átti samkvæmt dagskrá ekki að fara í land. Heimamenn höfðu látið barnakórinn æfa íslenska þjóðsönginn og Ásgeir hreifst svo af söngnum að hann skipaði svo fyrir að skipinu skyldi snúið að bryggju. Hann dvaldi þar lengi dags og þjóðsagan í Sognafirðinum segir að hann hafi sett norska mold í silfuröskjur og haft með sér til Bessastaða. Nokkrum árum síðar voru 30 Íslendingar á ferð á sömu slóðum, undir forystu Bjarna Benediktssonar þingmanns, síðar forsætisráðherra. Á nákvæmlega sama stað voru þeir sæddir í land, nú af angurværum harmonikkuleik. Tveir merkir stjórnmálaskörungar tengjast því þessum stað, segir Össur. Vilji hans stendur til að Íslendingar og Norðmenn treysti böndin. Þessar frændþjóðir eiga alltaf í deilum. Nú á að setja þær niður og taka ákvörðun um, af hálfu ríkisstjórnanna, að opna safn í Sognafirðinum. Það væri tilvalið að gera það þegar við loksins klárum hið erfiða deiluefni sem samningurinn um norsk-íslensku síldina er en það hlýtur að gerast á næsta ári. Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í Þingvallanefnd, leggur til að ríkisstjórn Íslands hafi frumkvæði gagnvart ríkisstjórn Noregs, um stofnun safns í Sognafirði í Noregi til að lyfta minningu áa okkar sem námu Ísland frá þessum stað, eins og Össur orðaði það í samtali við Fréttablaðið. Hann er nýkominn úr stuttri heimsókn til Gulen í Sognafirði en þar starfaði Gulaþing hið forna. Frá þeim slóðum komu landnámsmenn Íslands og var skyldleiki með Gulaþingi og Alþingi Íslendinga á Þingvöllum. Einnig var skyldleiki þinganna tveggja við hið þriðja, Tynwall á eyjunni Mön, og vilja forsvarsmenn Gulaþings efna til samstarfs þinganna þriggja. Össur fór utan til viðræðna við heimamenn sem fulltrúi Þingvallanefndar. Þeir vilja koma þessu á kortið sem sameiginlegri táknmynd um þróun lýðræðishefðar, sagði Össur um hugmyndir Norðmannanna. Össur er fráleitt fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn sem sækir Sognafjörð heim. Ásgeir Ásgeirsson kom þarna á skipi 1951. Hann sigldi fram hjá lítilli bryggju en átti samkvæmt dagskrá ekki að fara í land. Heimamenn höfðu látið barnakórinn æfa íslenska þjóðsönginn og Ásgeir hreifst svo af söngnum að hann skipaði svo fyrir að skipinu skyldi snúið að bryggju. Hann dvaldi þar lengi dags og þjóðsagan í Sognafirðinum segir að hann hafi sett norska mold í silfuröskjur og haft með sér til Bessastaða. Nokkrum árum síðar voru 30 Íslendingar á ferð á sömu slóðum, undir forystu Bjarna Benediktssonar þingmanns, síðar forsætisráðherra. Á nákvæmlega sama stað voru þeir sæddir í land, nú af angurværum harmonikkuleik. Tveir merkir stjórnmálaskörungar tengjast því þessum stað, segir Össur. Vilji hans stendur til að Íslendingar og Norðmenn treysti böndin. Þessar frændþjóðir eiga alltaf í deilum. Nú á að setja þær niður og taka ákvörðun um, af hálfu ríkisstjórnanna, að opna safn í Sognafirðinum. Það væri tilvalið að gera það þegar við loksins klárum hið erfiða deiluefni sem samningurinn um norsk-íslensku síldina er en það hlýtur að gerast á næsta ári.
Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent