Telja í lagi að Davíð tjái sig um pólitík 5. september 2006 07:45 Helgi S. Guðmundsson Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir ekkert óeðlilegt við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fjalli um pólitísk álitamál á opinberum vettvangi. Þvert á móti sé það eðlilegt. „Mér finnst fullkomlega eðlilegt að Davíð Oddsson tjái sig um slík mál og það er ekkert í ráðningarsamningi hans um að hann afsali sér réttinum til að tjá sig,“ segir Helgi. Davíð ræddi um Kárahnjúkavirkjun og umræðuna um greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum, gagnrýndi framgöngu Davíðs í viðtali við RÚV á laugardag, og sagði ummæli hans draga úr trúverðugleika bankans. Helgi er á öðru máli og segir ekkert í orðum Davíðs rýra trúverðugleikann. „Virkjunin hefur með efnahagsmál að gera, stjórnarandstaðan hefur lagt til að fyllingu Hálslóns verði frestað og ég spyr hvaða efnahagslegu afleiðingar gæti það haft í för með sér,“ segir Helgi. Davíð var einnig í Kastljósinu á sunnudag og fór þar hörðum orðum um dómskerfið. Hann sagði slæmt að það gæti ekki tekið stór mál til meðferðar og vitnaði til Baugsmálsins og Málverkafölsunarmálsins. Helgi gerir engar athugasemdir við þau orð Davíðs. Spurður hvort hér gæti stefnubreytingar af hálfu Seðlabankans og hvort bankastjórarnir muni eftirleiðis tjá sig oftar um þjóðfélagsmál segir Helgi svo ekki vera. „Það er undir einstaklingunum komið hvort þeir vilja tjá sig um málefni líðandi stundar eða ekki.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir fá dæmi þess að seðlabankastjórar tjái sig um önnur mál en þau sem falla undir starfssvið þeirra og almennt blandi embættismenn sér ekki í flokkspólitísk hitamál. Óumdeilt sé að þeir hafi rétt til að tjá sig en álitamál hvort það sé heppilegt. Til dæmis eigi seðlabankastjóri að ráðleggja ríkisstjórnum og geti þurft að ráðleggja ólíkum stjórnmálamönnum og ólíkum ríkisstjórnum. Gunnar Helgi segir enn fremur að ekki þurfi að koma á óvart þótt Davíð hafi skoðanir, hann hafi jú verið forsætisráðherra í rúm þrettán ár. „Vandinn liggur frekar í pólitískum ráðningum seðlabankastjóra en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.“ Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir ekkert óeðlilegt við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fjalli um pólitísk álitamál á opinberum vettvangi. Þvert á móti sé það eðlilegt. „Mér finnst fullkomlega eðlilegt að Davíð Oddsson tjái sig um slík mál og það er ekkert í ráðningarsamningi hans um að hann afsali sér réttinum til að tjá sig,“ segir Helgi. Davíð ræddi um Kárahnjúkavirkjun og umræðuna um greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum, gagnrýndi framgöngu Davíðs í viðtali við RÚV á laugardag, og sagði ummæli hans draga úr trúverðugleika bankans. Helgi er á öðru máli og segir ekkert í orðum Davíðs rýra trúverðugleikann. „Virkjunin hefur með efnahagsmál að gera, stjórnarandstaðan hefur lagt til að fyllingu Hálslóns verði frestað og ég spyr hvaða efnahagslegu afleiðingar gæti það haft í för með sér,“ segir Helgi. Davíð var einnig í Kastljósinu á sunnudag og fór þar hörðum orðum um dómskerfið. Hann sagði slæmt að það gæti ekki tekið stór mál til meðferðar og vitnaði til Baugsmálsins og Málverkafölsunarmálsins. Helgi gerir engar athugasemdir við þau orð Davíðs. Spurður hvort hér gæti stefnubreytingar af hálfu Seðlabankans og hvort bankastjórarnir muni eftirleiðis tjá sig oftar um þjóðfélagsmál segir Helgi svo ekki vera. „Það er undir einstaklingunum komið hvort þeir vilja tjá sig um málefni líðandi stundar eða ekki.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir fá dæmi þess að seðlabankastjórar tjái sig um önnur mál en þau sem falla undir starfssvið þeirra og almennt blandi embættismenn sér ekki í flokkspólitísk hitamál. Óumdeilt sé að þeir hafi rétt til að tjá sig en álitamál hvort það sé heppilegt. Til dæmis eigi seðlabankastjóri að ráðleggja ríkisstjórnum og geti þurft að ráðleggja ólíkum stjórnmálamönnum og ólíkum ríkisstjórnum. Gunnar Helgi segir enn fremur að ekki þurfi að koma á óvart þótt Davíð hafi skoðanir, hann hafi jú verið forsætisráðherra í rúm þrettán ár. „Vandinn liggur frekar í pólitískum ráðningum seðlabankastjóra en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.“
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent