Orð og efndir Ágúst Ólafur ágústsson skrifar 19. september 2006 05:15 Undanfarið hafa þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson ljáð máls á mikilvægi þess að lækka matvælaverð á Íslandi. Ég fagna þessum nýja liðsauka í umræðunni um lægra verð á matvöru, en viðurkenni að sinnaskipti þingmannanna koma furðulega fyrir sjónir. Í upphafi þessa kjörtímabils lagði Samfylkingin fram frumvarp um helmingslækkun á matarskatti. Svo vildi til að Sjálfstæðisflokkurinn hafði lofað því nákvæmlega sama í kosningabaráttunni. En þegar kom að efndum kosningaloforðanna greiddi allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn málinu, einnig Guðlaugur Þór og Birgir. Þá var ekki liðið hálft ár frá kosningum en það virtist nægilega langur tími til þess að loforð kosningabaráttunnar væru gleymd. Afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til frumvarps Samfylkingarinnar um helmingslækkun á matarskattinum birtist m.a. í DV 8. október 2003. Einar K. Guðfinnsson, þá þingflokksformaður, sagðist ekki vilja styðja frumvarpið því hann vildi lækka matarskattinn á eigin forsendum eins og hann orðaði það. Ég veit ekki hvernig túlka á þessi orð, því forsendur Sjálfstæðisflokks í þessu máli voru þær sömu og Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Hvort að eigin forsendur merki að ekki þurfi að standa við gefin loforð er erfitt að segja. Loforð beggja flokkanna lutu að því að lækka matarskatt úr 14% í 7%. Þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson sagði að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna að þessu máli en það yrði ekki í anda frumvarps Samfylkingarinnar. Aftur nokkuð sérstök afstaða í ljósi loforðs hans eigin flokks. Birgir Ármannsson treysti sér ekki heldur að styðja sitt eigið kosningaloforð og vildi frekar bíða og sjá skattapakka ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Nú er komið að lokum þessa kjörtímabils og þingmenn hafa fengið fleiri tækifæri til að kjósa með lækkun matarskattsins en aldrei stutt málið. Kannski þarf kosningabaráttu til að sjálfstæðismenn fari að taka upp fyrri stefnu og loforð. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson ljáð máls á mikilvægi þess að lækka matvælaverð á Íslandi. Ég fagna þessum nýja liðsauka í umræðunni um lægra verð á matvöru, en viðurkenni að sinnaskipti þingmannanna koma furðulega fyrir sjónir. Í upphafi þessa kjörtímabils lagði Samfylkingin fram frumvarp um helmingslækkun á matarskatti. Svo vildi til að Sjálfstæðisflokkurinn hafði lofað því nákvæmlega sama í kosningabaráttunni. En þegar kom að efndum kosningaloforðanna greiddi allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn málinu, einnig Guðlaugur Þór og Birgir. Þá var ekki liðið hálft ár frá kosningum en það virtist nægilega langur tími til þess að loforð kosningabaráttunnar væru gleymd. Afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til frumvarps Samfylkingarinnar um helmingslækkun á matarskattinum birtist m.a. í DV 8. október 2003. Einar K. Guðfinnsson, þá þingflokksformaður, sagðist ekki vilja styðja frumvarpið því hann vildi lækka matarskattinn á eigin forsendum eins og hann orðaði það. Ég veit ekki hvernig túlka á þessi orð, því forsendur Sjálfstæðisflokks í þessu máli voru þær sömu og Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Hvort að eigin forsendur merki að ekki þurfi að standa við gefin loforð er erfitt að segja. Loforð beggja flokkanna lutu að því að lækka matarskatt úr 14% í 7%. Þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson sagði að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna að þessu máli en það yrði ekki í anda frumvarps Samfylkingarinnar. Aftur nokkuð sérstök afstaða í ljósi loforðs hans eigin flokks. Birgir Ármannsson treysti sér ekki heldur að styðja sitt eigið kosningaloforð og vildi frekar bíða og sjá skattapakka ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Nú er komið að lokum þessa kjörtímabils og þingmenn hafa fengið fleiri tækifæri til að kjósa með lækkun matarskattsins en aldrei stutt málið. Kannski þarf kosningabaráttu til að sjálfstæðismenn fari að taka upp fyrri stefnu og loforð. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun