Kæri Róbert 20. september 2006 06:00 Við á Ríkisútvarpinu erum fullkomlega sammála því að þjóðin þurfi frjálsa og óháða fjölmiðla. Einmitt þess vegna vil ég senda þér nokkrar línur. Í bréfi þínu Kæri Jón í blöðum, þar sem þú biður NFS griða - gætir ranghugmynda um starf okkar hér á RÚV sem skylt er að leiðrétta. Þú segir að fólki á NFS hafi þótt freistandi að ganga til liðs við RÚV, því þar vinni menn tólf daga í mánuði á fullum launum. NFS-menn vinni langan og strangan vinnudag og fleiri daga í mánuði en á RÚV. Þetta er rangt. Bæði sjónvarps- og útvarpsfréttamenn vinna venjulega dagvinnuviku, 40 stundir eftir stimpilklukku. Þeir sem eru í vaktavinnu vinna 38,5 stundir á viku. Sjónvarpsfréttamenn vinna að meðaltali 15 daga í mánuði, og vaktirnar eru upp í ellefu og hálfur tími, sem varla er styttri dagur en á NFS. Útvarpsfréttamenn vinna á ýmisskonar vöktum, sumir alla virka daga, sumir morgna, kvöld eða nætur. Enginn fréttamaður á Ríkisútvarpinu vinnur tólf daga í mánuði á fullum launum. Föst heildarlaun með vaktaálagi og öllu eru gjarnan frá 260 þúsund krónur og upp í rúmlega 300 þúsund á mánuði eftir áratuga starf í fréttum. Laun fyrir dagvinnu fara niður í 200 þúsund. Nær allir vinna meira en dagvinnu, en ná samt ekki launum gullmolanna sem NFS og Kastljósið hafa kastað á milli sín síðustu misserin. Tekið skal fram að starfsmenn í Kastljósi heyra ekki undir fréttasvið RÚV og Kastljósfólkið er ekki í Félagi fréttamanna. Undantekningarnar eru þegar fréttamenn hafa verið fengnir þangað úr almennu fréttunum, þá hafa þeir verið í félaginu áfram. En því miður er oftast nær aðkeypt fólk fengið í Kastljós. Samanburður þinn á frammistöðu NFS og RÚV í stórum þjóðfélagsmálum sýnir sjálfstraust sem örugglega er gott að hafa þegar ráðist er í risavaxin verkefni. En eitthvað skortir á raunveruleikatenginguna þegar þú segir að fjölmiðlar framtíðarinnar verði eins og NFS. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki eins og NFS. Það er ekki frjáls fjölmiðill sem á allt sitt undir Kæra Jóni og þarf að biðja hann um náðun ef dauðadómur er kveðinn upp. Frjáls fjölmiðill hefur trygga afkomu, óháða fréttamenn, gagnsæi í launum. Tilvera hans byggir á því að almenningur í landinu á rétt á hlutlægri, óháðri umfjöllun um hvaðeina sem máli skiptir í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir Kæra Jóni treysti ég honum ekki til að tryggja þetta. Raunar treysti ég ekki öðrum eigendum fjölmiðla eða fulltrúum þeirra heldur. Allt þetta fólk þarf aðhald fjölmiðla, sem aftur þurfa aðhald almennings. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki heldur eins og RÚV er núna, mikið nagað pólitískt bitbein til margra ára. En viðburðir síðustu ára í fjölmiðlaheiminum sýna okkur fyrst og fremst að fjölmiðlar verða sífellt tannlausari og lélegri í þeim ólgusjó óvissu, fjárhagserfiðleika og afskipta fjármála- og stjórnmálamanna sem þeir hafa siglt að undanförnu. Það sem þarf til að fjölmiðill geti verið góður er staðfesta í rekstri, góðir stjórnendur, þekking, reynsla, viðunandi vinnuumhverfi og síðast en ekki síst fagleg samstaða fjölmiðlafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Við á Ríkisútvarpinu erum fullkomlega sammála því að þjóðin þurfi frjálsa og óháða fjölmiðla. Einmitt þess vegna vil ég senda þér nokkrar línur. Í bréfi þínu Kæri Jón í blöðum, þar sem þú biður NFS griða - gætir ranghugmynda um starf okkar hér á RÚV sem skylt er að leiðrétta. Þú segir að fólki á NFS hafi þótt freistandi að ganga til liðs við RÚV, því þar vinni menn tólf daga í mánuði á fullum launum. NFS-menn vinni langan og strangan vinnudag og fleiri daga í mánuði en á RÚV. Þetta er rangt. Bæði sjónvarps- og útvarpsfréttamenn vinna venjulega dagvinnuviku, 40 stundir eftir stimpilklukku. Þeir sem eru í vaktavinnu vinna 38,5 stundir á viku. Sjónvarpsfréttamenn vinna að meðaltali 15 daga í mánuði, og vaktirnar eru upp í ellefu og hálfur tími, sem varla er styttri dagur en á NFS. Útvarpsfréttamenn vinna á ýmisskonar vöktum, sumir alla virka daga, sumir morgna, kvöld eða nætur. Enginn fréttamaður á Ríkisútvarpinu vinnur tólf daga í mánuði á fullum launum. Föst heildarlaun með vaktaálagi og öllu eru gjarnan frá 260 þúsund krónur og upp í rúmlega 300 þúsund á mánuði eftir áratuga starf í fréttum. Laun fyrir dagvinnu fara niður í 200 þúsund. Nær allir vinna meira en dagvinnu, en ná samt ekki launum gullmolanna sem NFS og Kastljósið hafa kastað á milli sín síðustu misserin. Tekið skal fram að starfsmenn í Kastljósi heyra ekki undir fréttasvið RÚV og Kastljósfólkið er ekki í Félagi fréttamanna. Undantekningarnar eru þegar fréttamenn hafa verið fengnir þangað úr almennu fréttunum, þá hafa þeir verið í félaginu áfram. En því miður er oftast nær aðkeypt fólk fengið í Kastljós. Samanburður þinn á frammistöðu NFS og RÚV í stórum þjóðfélagsmálum sýnir sjálfstraust sem örugglega er gott að hafa þegar ráðist er í risavaxin verkefni. En eitthvað skortir á raunveruleikatenginguna þegar þú segir að fjölmiðlar framtíðarinnar verði eins og NFS. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki eins og NFS. Það er ekki frjáls fjölmiðill sem á allt sitt undir Kæra Jóni og þarf að biðja hann um náðun ef dauðadómur er kveðinn upp. Frjáls fjölmiðill hefur trygga afkomu, óháða fréttamenn, gagnsæi í launum. Tilvera hans byggir á því að almenningur í landinu á rétt á hlutlægri, óháðri umfjöllun um hvaðeina sem máli skiptir í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir Kæra Jóni treysti ég honum ekki til að tryggja þetta. Raunar treysti ég ekki öðrum eigendum fjölmiðla eða fulltrúum þeirra heldur. Allt þetta fólk þarf aðhald fjölmiðla, sem aftur þurfa aðhald almennings. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki heldur eins og RÚV er núna, mikið nagað pólitískt bitbein til margra ára. En viðburðir síðustu ára í fjölmiðlaheiminum sýna okkur fyrst og fremst að fjölmiðlar verða sífellt tannlausari og lélegri í þeim ólgusjó óvissu, fjárhagserfiðleika og afskipta fjármála- og stjórnmálamanna sem þeir hafa siglt að undanförnu. Það sem þarf til að fjölmiðill geti verið góður er staðfesta í rekstri, góðir stjórnendur, þekking, reynsla, viðunandi vinnuumhverfi og síðast en ekki síst fagleg samstaða fjölmiðlafólks.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar