Burt með sektarkenndina 21. september 2006 07:30 Shinzo Abe prófar valdastólinn Hér sést Abe koma sér fyrir á skrifstofu Frjálslynda lýðræðisflokksins í Tókýó. Abe var kosinn forseti flokksins með 464 atkvæðum af 703. Sökum yfirburðastöðu flokksins er hann líklegastur manna til að taka við völdum af núverandi forsætisráðherra. MYND/Nordicphotos/getty Images Tókýó, AP Flokksmenn vinsælasta stjórnmálaflokks í Japan, Frjálslynda lýðræðisflokksins, kusu hinn hægrisinnaða Shinzo Abe til leiðtoga í gær. Hann er því næsta öruggur um að verða forsætisráðherra landsins þegar núverandi forsætisráðherra, Junichiro Koizumi, segir af sér í komandi viku. Abe verður þar með fyrsti forsætisráðherra Japans sem fæddur er eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, en hann er 51 árs gamall, sem þykir lágur aldur fyrir forsætisráðherra í Japan. Hann er með þrettán ára þingsetu að baki en er tiltölulega reynslulítill og tók ekki við ráðherradómi fyrr en í fyrra. Abe vann öruggan sigur í prófkjörinu, fékk 464 atkvæði af 703. Vinsældir hans ná út fyrir raðir lýðræðisflokksins, því þegar hann barðist fyrir lausn japanskra gísla frá Norður-Kóreu vakti hann mikla athygli og aðdáun almennings. Það er einmitt utanríkisstefnan sem Abe er þekktastur fyrir. Hann hefur heitið því að gera Japan að landi sem allur heimurinn „treystir og elskar“. Japan á að sýna „ákveðni“ út á við og eitt fyrsta verk hans eftir að hann var kjörinn í gær var að þrýsta á um fund með kínverskum og suður-kóreskum stjórnvöldum. Tengsl ráðamanna þessara ríkja við núverandi forsætisráðherra Japans hafa ekki verið sem best, en Koizumi var ófeiminn við að rifja upp hernaðarsögu Japana og mæltist ekki vel fyrir í ríkjunum, sem urðu fyrr á tímum að þola grimmdarverk af hálfu japanska hersins. Leiðtogaskipti kunna að liðka fyrir í samskiptum ríkjanna en Abe er þó talinn mikill þjóðernissinni, sem sé engu líklegri til að gera lítið úr hernaðarsögu Japana en forveri hans í starfi. Að auki mun Shinzo Abe hafa í hyggju að gera breytingar á stjórnarskránni þess efnis að utanríkisstefna japönsku þjóðarinnar verði endurskilgreind og horfið frá hreinni friðarstefnu, hornsteini japanskrar utanríkisstefnu allt frá endurreisn landsins eftir seinni heimsstyrjöldina. Erlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Tókýó, AP Flokksmenn vinsælasta stjórnmálaflokks í Japan, Frjálslynda lýðræðisflokksins, kusu hinn hægrisinnaða Shinzo Abe til leiðtoga í gær. Hann er því næsta öruggur um að verða forsætisráðherra landsins þegar núverandi forsætisráðherra, Junichiro Koizumi, segir af sér í komandi viku. Abe verður þar með fyrsti forsætisráðherra Japans sem fæddur er eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, en hann er 51 árs gamall, sem þykir lágur aldur fyrir forsætisráðherra í Japan. Hann er með þrettán ára þingsetu að baki en er tiltölulega reynslulítill og tók ekki við ráðherradómi fyrr en í fyrra. Abe vann öruggan sigur í prófkjörinu, fékk 464 atkvæði af 703. Vinsældir hans ná út fyrir raðir lýðræðisflokksins, því þegar hann barðist fyrir lausn japanskra gísla frá Norður-Kóreu vakti hann mikla athygli og aðdáun almennings. Það er einmitt utanríkisstefnan sem Abe er þekktastur fyrir. Hann hefur heitið því að gera Japan að landi sem allur heimurinn „treystir og elskar“. Japan á að sýna „ákveðni“ út á við og eitt fyrsta verk hans eftir að hann var kjörinn í gær var að þrýsta á um fund með kínverskum og suður-kóreskum stjórnvöldum. Tengsl ráðamanna þessara ríkja við núverandi forsætisráðherra Japans hafa ekki verið sem best, en Koizumi var ófeiminn við að rifja upp hernaðarsögu Japana og mæltist ekki vel fyrir í ríkjunum, sem urðu fyrr á tímum að þola grimmdarverk af hálfu japanska hersins. Leiðtogaskipti kunna að liðka fyrir í samskiptum ríkjanna en Abe er þó talinn mikill þjóðernissinni, sem sé engu líklegri til að gera lítið úr hernaðarsögu Japana en forveri hans í starfi. Að auki mun Shinzo Abe hafa í hyggju að gera breytingar á stjórnarskránni þess efnis að utanríkisstefna japönsku þjóðarinnar verði endurskilgreind og horfið frá hreinni friðarstefnu, hornsteini japanskrar utanríkisstefnu allt frá endurreisn landsins eftir seinni heimsstyrjöldina.
Erlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent