Illa gengur að ná tölum í hús 5. október 2006 07:15 Á fundi Viðskiptaráðs á Þriðjudag Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, Illugi Gunnarsson hagfræðingur og Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á morgunfundi um stöðu krónunnar. MYND/GVA Ónæg gögn hafa gert Seðlabankanum erfiðara fyrir í mörkun peningastefnu, en endanlegir þjóðhagsreikningar eru eins og hálfs árs gamlir þegar þeir liggja endanlega fyrir. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans, nefndi þetta sem dæmi á fundi Viðskiptaráðs um krónuna og peningastjórn í byrjun vikunnar. Arnór segir að því fyrr sem bankinn fái gögn í hendur, þeim mun betra sé það, en ákveðnir þættir valdi því að dráttur verði á. Þannig geti dregist að ársreikningar fyrirtækja liggi fyrir og búið sé að vinna úr þeim. Síðan hefur íbúðafjárfesting líka verið endurskoðuð verulega upp á við, bætir hann við, en áréttar um leið að Ísland sé langt frá því eina landið sem breyta þurfi verulega sínum áætlunum. Þá sé ekki við Hagstofuna eina að sakast því Seðlabankinn hafi sjálfur þurft að endurskoða tölur um þjónustuútflutning. Eftir því sem viðskipti milli landa hafi orðið frjálsari segir hann að dregið hafi úr áreiðanleika upplýsinga um sölu þjónustu milli landa. Stefán Þór Jansen, deildarstjóri á þjóðhagsreikningadeild Hagstofunnar, segir að skil á gögnum til Hagstofunnar verði meðal þess sem rætt verði á morgun á fundi með notendum þjóðhagsreikninga. Þar á meðal eru fulltrúar greiningardeilda, ráðuneyta, Seðlabankans og fleiri. Hann segir ljóst að Hagstofan hafi áhuga á að leita leiða til að flýta innsendingu gagna og nefnir að sérstaklega hafi gengið illa að fá upplýsingar um byggingu húsnæðis. Enginn virðist hafa umboð til að reka á eftir byggingafulltrúum að taka út íbúðir. Árstölurnar eru í lagi en innan ársins ekki, segir hann og telur að Fasteignamat þurfi að ýta á byggingafulltrúa í þessum efnum. Hann segir atvinnuhúsnæði skila sér ótrúlega illa inn hjá Fasteignamatinu. Við erum í vandræðum með að halda utan um allar þessar byggingar. Stefán Þór segir hagstofuna hafa áhuga á að kanna hvort efla megi og flýta gagnaöflun, til dæmis með því að flýta skilum ársreikninga fyrirtækja eða herða á útttektum nýbygginga og bjóst við að það yrði tekið upp við fjármálaráðuneytið og Seðlabankann. Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Ónæg gögn hafa gert Seðlabankanum erfiðara fyrir í mörkun peningastefnu, en endanlegir þjóðhagsreikningar eru eins og hálfs árs gamlir þegar þeir liggja endanlega fyrir. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans, nefndi þetta sem dæmi á fundi Viðskiptaráðs um krónuna og peningastjórn í byrjun vikunnar. Arnór segir að því fyrr sem bankinn fái gögn í hendur, þeim mun betra sé það, en ákveðnir þættir valdi því að dráttur verði á. Þannig geti dregist að ársreikningar fyrirtækja liggi fyrir og búið sé að vinna úr þeim. Síðan hefur íbúðafjárfesting líka verið endurskoðuð verulega upp á við, bætir hann við, en áréttar um leið að Ísland sé langt frá því eina landið sem breyta þurfi verulega sínum áætlunum. Þá sé ekki við Hagstofuna eina að sakast því Seðlabankinn hafi sjálfur þurft að endurskoða tölur um þjónustuútflutning. Eftir því sem viðskipti milli landa hafi orðið frjálsari segir hann að dregið hafi úr áreiðanleika upplýsinga um sölu þjónustu milli landa. Stefán Þór Jansen, deildarstjóri á þjóðhagsreikningadeild Hagstofunnar, segir að skil á gögnum til Hagstofunnar verði meðal þess sem rætt verði á morgun á fundi með notendum þjóðhagsreikninga. Þar á meðal eru fulltrúar greiningardeilda, ráðuneyta, Seðlabankans og fleiri. Hann segir ljóst að Hagstofan hafi áhuga á að leita leiða til að flýta innsendingu gagna og nefnir að sérstaklega hafi gengið illa að fá upplýsingar um byggingu húsnæðis. Enginn virðist hafa umboð til að reka á eftir byggingafulltrúum að taka út íbúðir. Árstölurnar eru í lagi en innan ársins ekki, segir hann og telur að Fasteignamat þurfi að ýta á byggingafulltrúa í þessum efnum. Hann segir atvinnuhúsnæði skila sér ótrúlega illa inn hjá Fasteignamatinu. Við erum í vandræðum með að halda utan um allar þessar byggingar. Stefán Þór segir hagstofuna hafa áhuga á að kanna hvort efla megi og flýta gagnaöflun, til dæmis með því að flýta skilum ársreikninga fyrirtækja eða herða á útttektum nýbygginga og bjóst við að það yrði tekið upp við fjármálaráðuneytið og Seðlabankann.
Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira