Það er gott að stjórna með óttanum 2. nóvember 2006 05:00 Kannast einhver við að hafa látið þessi orð falla við sinn undirmann, eftir að hafa verið sett til forystu hjá ÍSAL-ALCAN. Þegar Ragnar Halldórsson var forstjóri, hlustaði hann á skoðanir starfsmanna á gólfinu án þess að þeir fengju mínusstig. Það mátti brosa og vera með glens. Síðustu ár hafa aðrir stjórnarhættir tekið við. Starfsmenn ganga með veggjum og þora vart að ræða saman. 9. maí 1998 lenti ég í mjög alvarlegau slysi á vinnustað mínum hjá ÍSAL og var vart hugað líf. Ég var í öndunarvél í 3 vikur og síðan 6 mánuði á sjúkrahúsinu. Eftir það var mér boðin vinna í hliðgæslu. þar sem ég hafði ekki þrek til að fara til minna fyrri stafa. Fyrirtækið lækkaði með því laun mín umtalsvert. Trúnaðarmaður reyndi ásamt aðaltrúnaðarmanni árangurslaust að sýna forstjóra fram á að samkvæmt kjarasamningi ætti ég að halda óbreyttum launum í 1 ár eftir slysið. Ég var niðurbrotinn eftir slysið, en aðför Rannveigar forstjóra að mér braut mig gersamlega niður. Rafiðnaðarsambandið hafði staðið á hliðarlínunni og vonast til þess að hægt væri að leysa málið innan fyrirtækisins, en sá hvert stefndi hjá mér og kom svo inn í málið eftir að trúnaðarmenn höfðu árangurslaust reynt í hálft ár. Fyrirtækið vildi losna við að borga slysabætur. Eftir að Rafiðnaðarsambandið hafði unnið málið fyrir mína hönd á öllum dómstigum, hefur Rannveig Rist haft horn í síðu minni, ásamt deildarstjóra Gunnari Guðlaugssyni og öryggisfulltrúa Halldóri Halldórssyni. Halldór öryggisfulltrúi var kærður fyrir einelti af undirmanni sínum. Málið fór fyrir eineltisteymi fyrirtækisins, sem ásamt ráðgjafaþjónustu í bænum leit á mál Halldórs mjög alvarlegum augum. En í skrifstofubyggingunni birtist hönd sem þaggaði málið niður. Kæranda og þolanda var síðan sagt upp störfum!! Halldór hefur ítrekað verið staðinn að ósannindum m.a. gagnvart eiginkonu minni í málaferlum mínum gagnvart fyrirtækinu. Hroki og mannvonska hefur einkennt þessa aðila í minn garð og starfsmanna sem ekki eru nægilega undirlátir og sýna viðeigandi ótta. Í lok vinnudags fimmtudaginn 5. október 2006 komu sendiboðar af skrifstofu til mín og tjáðu mér að þess væri óskað að ég hætti strax störfum hjá fyrirtækinu. Ég spurði um ástæðu og svarið var að þau væru ekki ánægð með störf mín. Engin önnur ástæða. Allan þann tíma sem ég hef unnið hjá ÍSAL hefur aldrei verið kvartað undan störfum mínum eða ástundun í vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Kannast einhver við að hafa látið þessi orð falla við sinn undirmann, eftir að hafa verið sett til forystu hjá ÍSAL-ALCAN. Þegar Ragnar Halldórsson var forstjóri, hlustaði hann á skoðanir starfsmanna á gólfinu án þess að þeir fengju mínusstig. Það mátti brosa og vera með glens. Síðustu ár hafa aðrir stjórnarhættir tekið við. Starfsmenn ganga með veggjum og þora vart að ræða saman. 9. maí 1998 lenti ég í mjög alvarlegau slysi á vinnustað mínum hjá ÍSAL og var vart hugað líf. Ég var í öndunarvél í 3 vikur og síðan 6 mánuði á sjúkrahúsinu. Eftir það var mér boðin vinna í hliðgæslu. þar sem ég hafði ekki þrek til að fara til minna fyrri stafa. Fyrirtækið lækkaði með því laun mín umtalsvert. Trúnaðarmaður reyndi ásamt aðaltrúnaðarmanni árangurslaust að sýna forstjóra fram á að samkvæmt kjarasamningi ætti ég að halda óbreyttum launum í 1 ár eftir slysið. Ég var niðurbrotinn eftir slysið, en aðför Rannveigar forstjóra að mér braut mig gersamlega niður. Rafiðnaðarsambandið hafði staðið á hliðarlínunni og vonast til þess að hægt væri að leysa málið innan fyrirtækisins, en sá hvert stefndi hjá mér og kom svo inn í málið eftir að trúnaðarmenn höfðu árangurslaust reynt í hálft ár. Fyrirtækið vildi losna við að borga slysabætur. Eftir að Rafiðnaðarsambandið hafði unnið málið fyrir mína hönd á öllum dómstigum, hefur Rannveig Rist haft horn í síðu minni, ásamt deildarstjóra Gunnari Guðlaugssyni og öryggisfulltrúa Halldóri Halldórssyni. Halldór öryggisfulltrúi var kærður fyrir einelti af undirmanni sínum. Málið fór fyrir eineltisteymi fyrirtækisins, sem ásamt ráðgjafaþjónustu í bænum leit á mál Halldórs mjög alvarlegum augum. En í skrifstofubyggingunni birtist hönd sem þaggaði málið niður. Kæranda og þolanda var síðan sagt upp störfum!! Halldór hefur ítrekað verið staðinn að ósannindum m.a. gagnvart eiginkonu minni í málaferlum mínum gagnvart fyrirtækinu. Hroki og mannvonska hefur einkennt þessa aðila í minn garð og starfsmanna sem ekki eru nægilega undirlátir og sýna viðeigandi ótta. Í lok vinnudags fimmtudaginn 5. október 2006 komu sendiboðar af skrifstofu til mín og tjáðu mér að þess væri óskað að ég hætti strax störfum hjá fyrirtækinu. Ég spurði um ástæðu og svarið var að þau væru ekki ánægð með störf mín. Engin önnur ástæða. Allan þann tíma sem ég hef unnið hjá ÍSAL hefur aldrei verið kvartað undan störfum mínum eða ástundun í vinnu.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar