Ofbeldi gegn börnum – samfélagslegt vandamál 3. nóvember 2006 05:00 Í Palestínu búa börn við daglegt ofbeldi og vopnaskak, á Indlandi alast börn upp í vændishúsum, í Síerra Leóne þræla börn í demantanámum, í Súdan og Austur-Kongó hafa börn séð foreldra sína og vini myrta. Víða í Afríku er stúlkubörnum nauðgað af HIV smituðum mönnum og árlega eru yfir milljónir barna seldar eins og hverjar aðrar vörur á milli landa. Ofbeldi gegn börnum má finna í öllum löndum heims og á öllum samfélagsstigum. Samkvæmt nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á allsherjarþinginu nýlega kemur fram að ofbeldi gegn börnum sé iðulega hulið og jafnvel félagslega samþykkt. Með skýrslunni, sem gerð var í samstarfi við UNICEF, Mannréttindaráðið og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, er í fyrsta skipti gerð heildstæð greining á eðli og umfangi ofbeldis gegn börnum. Í skýrslunni kemur fram að ofbeldi gegn börnum eigi sér margar birtingarmyndir, til dæmis í kynferðislegu ofbeldi, líkamlegum og niðurlægjandi refsingum, vanrækslu, pyndingum, vinnuþrælkun, misnotkun, skaðlegum hefðum (t.d. umskurði stúlkna), þvinguðu hjónabandi, mismunun og heiðursmorðum. Auk þess kemur fram að gerandinn er yfirleitt sá sem barnið á að geta treyst t.d. foreldri, kennari eða yfirmaður. Þó svo að afleiðingar ofbeldis séu oft mismunandi eftir eðli og alvarleika þess, eru skyndi- og langtíma áhrif á barnið mjög skaðleg. Líkamleg og tilfinningaleg ör geta haft verulegar afleiðingar fyrir þroska barnsins, heilsu þess og getu til náms. Rannsóknir sýna að ef aðili hefur orðið fyrir ofbeldi í bernsku er hann líklegri til áhættuhegðunar síðar á lífsleiðinni, t.d að misnota áfengi og fíkniefni og átraskanir. Þessi hegðun getur svo aftur leitt til sjúkdóma (t.d. krabbameins, þunglyndis eða æða- og hjartasjúkdóma) og jafnvel dauða. Þegar skýrslan var kynnt benti Ann M. Veneman, framkvæmdastjóri UNICEF, á að ofbeldi hefði ekki bara viðvarandi áhrif á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra heldur á samfélagið í heild sinni. Aðalhöfundur skýrslunnar, Paulo Sérgio Pinheiro, segir að allir hafi sínu hlutverki að gegna við að sporna við ofbeldi gegn börnum, en að ríkið verði að axla mestu ábyrgðina. Til að ráðast að rót vandans verður að veita aukið fé til áætlana og forvarnarstarfs og byggja upp áhrifaríkari löggjöf um málefnið, en það væri ekki bara til að tryggja refsingu brotamanna heldur væri verið að senda skýr og ótvíræð skilaboð um að samfélagið líði ekki ofbeldi gegn börnum. Í flestum tilfellum er um hulið ofbeldi að ræða og þess vegna sýna tölulegar upplýsingar oft aðeins lítið brot af vandamálinu. Samt sem áður gefur skýrslan ógnvænlega mynd af ástandinu. Til dæmis er áætlað að 218 milljónir barna stundi vinnu og þar af er rúmlega helmingur þeirra í mjög skaðlegum störfum. 1.8 milljónir barna eru þvinguð til vændis eða til starfa í klámiðnaðinum. Árið 2002 var 150 milljónum stúlkna og 73 milljónum drengja nauðgað eða þau beitt kynferðislegu ofbeldi. Allt frá 133 til 275 milljónum barna upplifa heimilisofbeldi árlega. UNICEF og Barnaheill á Íslandi kynntu skýrsluna sameiginlega hér á landi, enda koma bæði samtökin alþjóðlega að gerð skýrslunnar. Samtökin fagna skýrslunni mjög og vonast til þess að hún verði til þess að draga úr ofbeldi gegn börnum hvar sem það kann að finnast. Ofbeldi gegn börnum getur aldrei verið réttlætanlegt og á ekki að viðgangast undir nafni aga eða vegna menningarlegra hefða. Þó svo börn á Íslandi búi við betri kost en jafnaldrar þeirra víða annars staðar, þá megum við vel gera betur. UNICEF á Íslandi og Barnaheill hvetja þau sem koma að málefnum barna á Íslandi að taka skýrsluna til athugunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í Palestínu búa börn við daglegt ofbeldi og vopnaskak, á Indlandi alast börn upp í vændishúsum, í Síerra Leóne þræla börn í demantanámum, í Súdan og Austur-Kongó hafa börn séð foreldra sína og vini myrta. Víða í Afríku er stúlkubörnum nauðgað af HIV smituðum mönnum og árlega eru yfir milljónir barna seldar eins og hverjar aðrar vörur á milli landa. Ofbeldi gegn börnum má finna í öllum löndum heims og á öllum samfélagsstigum. Samkvæmt nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á allsherjarþinginu nýlega kemur fram að ofbeldi gegn börnum sé iðulega hulið og jafnvel félagslega samþykkt. Með skýrslunni, sem gerð var í samstarfi við UNICEF, Mannréttindaráðið og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, er í fyrsta skipti gerð heildstæð greining á eðli og umfangi ofbeldis gegn börnum. Í skýrslunni kemur fram að ofbeldi gegn börnum eigi sér margar birtingarmyndir, til dæmis í kynferðislegu ofbeldi, líkamlegum og niðurlægjandi refsingum, vanrækslu, pyndingum, vinnuþrælkun, misnotkun, skaðlegum hefðum (t.d. umskurði stúlkna), þvinguðu hjónabandi, mismunun og heiðursmorðum. Auk þess kemur fram að gerandinn er yfirleitt sá sem barnið á að geta treyst t.d. foreldri, kennari eða yfirmaður. Þó svo að afleiðingar ofbeldis séu oft mismunandi eftir eðli og alvarleika þess, eru skyndi- og langtíma áhrif á barnið mjög skaðleg. Líkamleg og tilfinningaleg ör geta haft verulegar afleiðingar fyrir þroska barnsins, heilsu þess og getu til náms. Rannsóknir sýna að ef aðili hefur orðið fyrir ofbeldi í bernsku er hann líklegri til áhættuhegðunar síðar á lífsleiðinni, t.d að misnota áfengi og fíkniefni og átraskanir. Þessi hegðun getur svo aftur leitt til sjúkdóma (t.d. krabbameins, þunglyndis eða æða- og hjartasjúkdóma) og jafnvel dauða. Þegar skýrslan var kynnt benti Ann M. Veneman, framkvæmdastjóri UNICEF, á að ofbeldi hefði ekki bara viðvarandi áhrif á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra heldur á samfélagið í heild sinni. Aðalhöfundur skýrslunnar, Paulo Sérgio Pinheiro, segir að allir hafi sínu hlutverki að gegna við að sporna við ofbeldi gegn börnum, en að ríkið verði að axla mestu ábyrgðina. Til að ráðast að rót vandans verður að veita aukið fé til áætlana og forvarnarstarfs og byggja upp áhrifaríkari löggjöf um málefnið, en það væri ekki bara til að tryggja refsingu brotamanna heldur væri verið að senda skýr og ótvíræð skilaboð um að samfélagið líði ekki ofbeldi gegn börnum. Í flestum tilfellum er um hulið ofbeldi að ræða og þess vegna sýna tölulegar upplýsingar oft aðeins lítið brot af vandamálinu. Samt sem áður gefur skýrslan ógnvænlega mynd af ástandinu. Til dæmis er áætlað að 218 milljónir barna stundi vinnu og þar af er rúmlega helmingur þeirra í mjög skaðlegum störfum. 1.8 milljónir barna eru þvinguð til vændis eða til starfa í klámiðnaðinum. Árið 2002 var 150 milljónum stúlkna og 73 milljónum drengja nauðgað eða þau beitt kynferðislegu ofbeldi. Allt frá 133 til 275 milljónum barna upplifa heimilisofbeldi árlega. UNICEF og Barnaheill á Íslandi kynntu skýrsluna sameiginlega hér á landi, enda koma bæði samtökin alþjóðlega að gerð skýrslunnar. Samtökin fagna skýrslunni mjög og vonast til þess að hún verði til þess að draga úr ofbeldi gegn börnum hvar sem það kann að finnast. Ofbeldi gegn börnum getur aldrei verið réttlætanlegt og á ekki að viðgangast undir nafni aga eða vegna menningarlegra hefða. Þó svo börn á Íslandi búi við betri kost en jafnaldrar þeirra víða annars staðar, þá megum við vel gera betur. UNICEF á Íslandi og Barnaheill hvetja þau sem koma að málefnum barna á Íslandi að taka skýrsluna til athugunar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun