Ys og þys á markaði með vinnuafl 15. nóvember 2006 09:15 María Jónasdóttir, eigandi Ráðningarþjónustunnar María segir það fólk sem Ráðningarþjónustan hafi útvegað vinnu hér á landi nær undantekningalaust hafa reynst vel. Markaðurinn/Pjetur MYND//Pjetur Á Krókhálsinum í Reykjavík er Ráðningarþjónustan starfrækt sem, eins og nafnið gefur glögglega til kynna, er sérhæfð í ráðningum og þjónustar jafnt fyrirtækja sem umsækjendur. Ráðningarþjónustan var sett á fót árið 1995 en María Jónasdóttir, núverandi eigandi fyrirtækisins, tók við því í apríl árið 2005. Hjá þjónustunni vinna, auk Maríu, fjórir ráðgjafar og túlkar vegna erlends vinnuafls. Pólsku túlkurinn er án alls vafa sá sem mest hefur að gera, enda eru, eins og allir vita, Pólverjar orðnir umtalsverður hluti íslensku þjóðarinnar. Meðal þeirra tækja sem Ráðningarstofan notar til að velja hæfasta einstaklinginn í vissa stöðu er persónumat frá Insight Learning and Development sem víða er notað á ráðningarstofum eða í um þrjátíu löndum. Það er notað sem valmöguleiki á lokastigum ráðninga og gefst þá nokkrum af hæfustu umsækjendunum kostur á að taka þetta próf sem byggist á hundrað spurningum og 7.200 fullyrðingum sem liggja þar að baki. Þetta segir María ótrúlega áhrifaríka leið og útkoman sé nánast lýsing á manneskju eins og einhver hefði fylgst með henni frá blautu barnsbeini. „Ég hef gert þetta sjálf og mig rak í rogastans þegar ég las þetta, svo nákvæm lýsing var á mínum persónueinkennum í skýrslunni."Íslendingar vinna ekki sum störfRáðningarþjónustan sér um allar gerðir ráðninga, allt frá almennu starfsfólki til sérhæfðra stjórnenda. Hún hefur þar að auki sérhæft sig sérstaklega í ráðningu á erlendu vinnuafli. María segir ekki vanþörf á, enda sé gríðarlegur skortur á hæfu starfsfólki í hin ýmsu störf og nær ógerningur að finna Íslendinga sem fást til að taka þau að sér. Hún segir ekkert til í því að atvinnurekendur leiti til þeirra í því miði að geta borgað lægri laun. Þeir séu einfaldlega að leita leiða til að manna ákveðnar stöður og borgi útlendingunum sömu laun og Íslendingar fengju greidd. Sem dæmi um störf sem skortir starfsfólk í nefnir hún umönnun, leikskólakennslu, ræstingar, bifvélavirkjun, smíðar, byggingarvinnu, forritun, vélvirkjun, rafvirkjun, hin ýmsu tæknistörf sem og ófaglærð störf af ýmsum toga. Þarf að takast faglega á við breytingarnarTil þess að komast í kynni við gott starfsf ólk hefur Ráðningarþjónustan komið á samstarfi við erlendar vinnumiðlanir sem, að Maríu sögn, hafa reynst vel. „Okkur er mikið í mun að farið sé eftir lögum og reglum gagnvart því fólki sem við útvegum vinnu og tryggjum það með því að vinna með góðum fyrirtækjum," segir hún og bætir við að það fólk sem Ráðningarstofan hafi útvegað vinnu hér á landi hafi nær undantekningalaust reynst vel, það sé vinnusamt enda fyrst og fremst komið hingað til lands til að vinna. Hún telur íslenskukennslu vera grundvöll þess að þeir sem áfram búi á Íslandi aðlagist landi og þjóð en mikið sé einnig um tímabundið vinnuafl. María ber beyg í brjósti vegna umræðu undanfarinna daga um erlent vinnuafl. Henni þurfi að lyfta á hærra plan og fara málefnalega og faglega í málefni nýbúa og erlends vinnuafls á Íslandi. „Það er sjálfsagt að skoða allar hliðar á þeim breytingum sem orðið hafa, kosti þeirra og galla. En við verðum að bera virðingu fyrir fólki og tilfinningum þeirra. Við eigum að skoða hvernig við myndum vilja láta taka á móti okkur. Þar sem þjóðfélagið samþykkti að opna landið fyrir öðrum þjóðum þá ber okkur skylda til að koma vel fram, sýna virðingu og ábyrgð og takast faglega á við þær breytingar sem eru að eiga sér stað." Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Á Krókhálsinum í Reykjavík er Ráðningarþjónustan starfrækt sem, eins og nafnið gefur glögglega til kynna, er sérhæfð í ráðningum og þjónustar jafnt fyrirtækja sem umsækjendur. Ráðningarþjónustan var sett á fót árið 1995 en María Jónasdóttir, núverandi eigandi fyrirtækisins, tók við því í apríl árið 2005. Hjá þjónustunni vinna, auk Maríu, fjórir ráðgjafar og túlkar vegna erlends vinnuafls. Pólsku túlkurinn er án alls vafa sá sem mest hefur að gera, enda eru, eins og allir vita, Pólverjar orðnir umtalsverður hluti íslensku þjóðarinnar. Meðal þeirra tækja sem Ráðningarstofan notar til að velja hæfasta einstaklinginn í vissa stöðu er persónumat frá Insight Learning and Development sem víða er notað á ráðningarstofum eða í um þrjátíu löndum. Það er notað sem valmöguleiki á lokastigum ráðninga og gefst þá nokkrum af hæfustu umsækjendunum kostur á að taka þetta próf sem byggist á hundrað spurningum og 7.200 fullyrðingum sem liggja þar að baki. Þetta segir María ótrúlega áhrifaríka leið og útkoman sé nánast lýsing á manneskju eins og einhver hefði fylgst með henni frá blautu barnsbeini. „Ég hef gert þetta sjálf og mig rak í rogastans þegar ég las þetta, svo nákvæm lýsing var á mínum persónueinkennum í skýrslunni."Íslendingar vinna ekki sum störfRáðningarþjónustan sér um allar gerðir ráðninga, allt frá almennu starfsfólki til sérhæfðra stjórnenda. Hún hefur þar að auki sérhæft sig sérstaklega í ráðningu á erlendu vinnuafli. María segir ekki vanþörf á, enda sé gríðarlegur skortur á hæfu starfsfólki í hin ýmsu störf og nær ógerningur að finna Íslendinga sem fást til að taka þau að sér. Hún segir ekkert til í því að atvinnurekendur leiti til þeirra í því miði að geta borgað lægri laun. Þeir séu einfaldlega að leita leiða til að manna ákveðnar stöður og borgi útlendingunum sömu laun og Íslendingar fengju greidd. Sem dæmi um störf sem skortir starfsfólk í nefnir hún umönnun, leikskólakennslu, ræstingar, bifvélavirkjun, smíðar, byggingarvinnu, forritun, vélvirkjun, rafvirkjun, hin ýmsu tæknistörf sem og ófaglærð störf af ýmsum toga. Þarf að takast faglega á við breytingarnarTil þess að komast í kynni við gott starfsf ólk hefur Ráðningarþjónustan komið á samstarfi við erlendar vinnumiðlanir sem, að Maríu sögn, hafa reynst vel. „Okkur er mikið í mun að farið sé eftir lögum og reglum gagnvart því fólki sem við útvegum vinnu og tryggjum það með því að vinna með góðum fyrirtækjum," segir hún og bætir við að það fólk sem Ráðningarstofan hafi útvegað vinnu hér á landi hafi nær undantekningalaust reynst vel, það sé vinnusamt enda fyrst og fremst komið hingað til lands til að vinna. Hún telur íslenskukennslu vera grundvöll þess að þeir sem áfram búi á Íslandi aðlagist landi og þjóð en mikið sé einnig um tímabundið vinnuafl. María ber beyg í brjósti vegna umræðu undanfarinna daga um erlent vinnuafl. Henni þurfi að lyfta á hærra plan og fara málefnalega og faglega í málefni nýbúa og erlends vinnuafls á Íslandi. „Það er sjálfsagt að skoða allar hliðar á þeim breytingum sem orðið hafa, kosti þeirra og galla. En við verðum að bera virðingu fyrir fólki og tilfinningum þeirra. Við eigum að skoða hvernig við myndum vilja láta taka á móti okkur. Þar sem þjóðfélagið samþykkti að opna landið fyrir öðrum þjóðum þá ber okkur skylda til að koma vel fram, sýna virðingu og ábyrgð og takast faglega á við þær breytingar sem eru að eiga sér stað."
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira